Skip to content

Góður árangur hjá Aroni

  • by

Aron Teitsson, Gróttu, lauk fyrir stundu keppni á HM í klassískum kraftlyftingum í Suzdal í Rússlandi. Hann vigtaði 82,35kg í -83,0 kg  flokki.
Ekki verður annað sagt en að Aron hafi staðið sig mjög vel á sínu fyrsta alþjóðamóti. Hann lyfti af miklu öryggi og fór í gegn með 8 lyftur gildar og endaði í 640 kg samanlagt sem dugði í 7.sætið.

Aron byrjaði mjög létt og örugglega með 210 og 220 í hnébeygju. Hann þurfti að berjast við 230 í þriðju og hafði sigur. Aron er sterkur í bekknum og lyfti þar 160 – 167,5 mjög örugglega og endaði í 4.sæti í greininni. 170 kg í þriðju tilraun reyndist of þungt.
Í réttstöðu lyfti hann 225 – 235 – 242,5 kg og fékk s.s. samtals 640,0 kg.
Sigurvegari í flokknum var rússinn Alexey Kuzmin með 760 kg.

Við óskum Aroni til hamingju með vel heppnað mót og góðan árangur!

Tags: