Skip to content

Gleðilegt ár!

  • by

Viktor Samuelsson og Fanney HauksdottirKraftlyftingamenn ársins 2015, Fanney Hauksdóttir og Viktor Samúelsson, tóku sig vel út í hófi ÍSÍ og íþróttafréttamanna í gærkvöldi, þar sem afreksmenn voru heiðraðir og valið á íþróttamanni ársins var tilkynnt. Fanney var tilnefnd og hafnaði í 5.sæti í kjörinu með 139 atkvæðum en fyrir valinu varð Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona.

2015 hefur verið gott kraftlyftingaár fyrir margra hluta sakir og við hæfi að kveðja það með mynd af Viktori og Fanneyju sem eru lifandi dæmi um að stöðug og markviss vinna skilar manni langt.

Kraftlyftingasamband Íslands þakkar öllum  félögum og stuðningsmönnum samstarfið á árinu.
Framundan er nýtt ár með nýjum verkefnum og góðum bætingarmöguleikum.
GLEÐILEGT NÝTT ÁR!