Skip to content

Gleðilega hátíð!

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands óskar félögum og velunnurum kraftlyftinga gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum kærlega fyrir gott samstarf og stuðning á árinu sem nú er senn liðið.

Árið 2023 var gott ár hjá keppendum, bæði á alþjóðavettvangi sem og innanlands. Alþjóðatitlar unnust, Íslandsmet féllu og iðkendur bættu sinn persónulega árangur. Margir ungir og efnilegir keppendur komu líka fram á sjónarsviðið á árinu og er óhætt að segja að framtíðin sé björt fyrir kraftlyftingaíþróttina.