Skip to content

Gabríel Ómar bætti sig í bekkpressu á EM unglinga.

Gabríel Ómar Hafsteinsson var síðastur íslensku keppendanna til að stíga á keppnispall á EM unglinga en hann keppti í -120 kg flokki. Gabríel komst í hann krappann í hnébeygjunni eftir að hafa fengið tvær fyrstu tilraunirnar ógildar (rauð ljós á dýpt) en lyfti 230 kg örugglega í þriðju tilraun. Í bekkpressu gekk betur og þar náði Gabríel að bæta persónulegan árangur sinn um 5 kg þegar hann lyfti 160 kg og átti þar að auki góða tilraun við 170 kg. Í réttstöðulyftu endaði hann með 270 kg og samanlagður árangur hans því 660 kg. Til hamingju Gabríel með árangurinn og bætinguna!

Gabríel Ómar (annar frá hægri) ásamt landsliðshópnum á EM unglinga.