Fannar Dagbjartsson hafði því miður ekki erindi sem erfiði á EM öldunga sem lauk í Tékklandi í dag.
Hann féll úr í hnébeygju og fékk heldur ekki gilda lyftu á bekknum. Reyndar var míkið mannfall í flokki hans, -110,0 kg M1, fjórir keppendur féllu úr keppni. Sigurvegari var svíinn Håkan Persson með 815,0 kg. HEILDARÚRSLIT
Menn geta séð upptökur af lyftunum hér: http://www.madness.cz/ex/livetv.php og reynt að ráða í hvað hafi farið úrskeiðis.
Það er fátt leiðinlegra en að falla úr keppni á tækniatriðum, þá reynir á innra styrkinn. Ef Fannar hefur hann í sama mæli og vöðvastyrk, verða ófarirnar hvatning til að koma sterkur tilbaka næst.