Skip to content

Friðbjörn Bragi Hlynsson í 11. sæti á EM í klassískum kraftlyftingum.

Friðbjörn var fyrstur af íslensku keppendunum til að stíga á svið og átti frábæran keppnisdag þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðum árangri. Friðbjörn keppti í -83 kg flokki og byrjaði á því að bæta eigið Íslandsmet í hnébeygju þegar hann lyfti 257.5 kg í þriðju lyftu. Í bekkpressu lyfti hann 160 kg en Íslandsmetin héldu svo áfram að falla þegar komið var að réttstöðulyftunni. Þar tvíbætti hann metið sitt, lyfti fyrst 282.5 kg í annarri lyftu og bætti svo betur um þegar hann fór upp með 290 kg í síðustu lyftunni. Langþráður 700 kg múr í samanlögðum árangri rofinn en samanlagt lyfti hann 707.5 kg sem er einnig tvíbæting á Íslandsmetinu hans. Til hamingju Friðbjörn með glæsilegan árangur og öll Íslandsmetin.