Skip to content

Frábærar bætingar hjá Viktor á EM

  • by

Viktor Samúelsson keppti á EM unglinga í dag. Hann vigtaði 102,4 kg í -105 kg flokki. Þetta er fyrsta ár Viktors í unglingaflokki en hann er fæddur 1993 og var yngstur í flokknum. Hann stóð sig vel á mótinu og endaði í 8.sæti á nýju glæsilegu Íslandsmeti í opnum flokki, 795,0 kg. Sigurvegari í flokknum var Alex-Edvard Raus frá Estlandi með 965,0 kg

Hnébeygjan gékk vel hjá Viktori. Hann lyfti 256 – 280 – 295  mjög örugglega og bætti persónulegan árangur sinn um 25 kg á einu bretti. 295 kg er nýtt Íslandsmet í opnum flokki.

Á bekknum opnaði Viktor á 190 kg. Fyrsta lyftan var illa útfærð og dæmd ógilda. Í næstu tilraun tók Viktor sig saman í andlitinu og kláraði þyngdinni með skólabókarútfærslu. Í þriðju tilraun jafnaði hann sínu besta og lyfti 200 kg í góðri lyftu og virtist eiga inni.

Í réttstöðu byrjaði Viktor í 270 kg, tók síðan 285 kg örugglega. Hann bað síðan um 300 kg og tókst að ná út úr sér öllu sem hann átti og fékk tvö hvít ljós. Þar með hafnaði hann í 5.sæti í réttstöðulyftu sem er ágætt í þessum félagsskap.

Viktór bætti samanlagðan árangur sinn glæsilega á þessu móti. Hann endaði í 795,0  kg sem er nýtt Íslandsmet í opnum flokki. 

Við óskum Viktor til hamingju með flott mót. Það er ljóst að við megum vænta mikils af honum í framtíðinni.

Leave a Reply