Skip to content

Þrír íslenskir keppendur á EM unglinga í klassískum kraftlyftingum.

Evrópumeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum hefst á morgun, en mótið fer fram dagana 10. – 17. október og er að þessu sinni haldið í Búdapest, Ungverjalandi. Fyrir Íslands hönd keppa þrír unglingar sem allir eru í aldursflokknum 18-23 ára. Keppendur eru eftirtaldir:

Pedro Monteiro De Oliveira keppir í -83 kg flokki og er að keppa á sínu fyrsta Evrópumeistarmóti unglinga en í fyrra keppti hann á Norðurlandamóti unglinga. Pedro er Íslandsmethafi unglinga í réttstöðulyftu í -74 kg flokki, sem er jafnframt Íslandsmet í opnum flokki. Pedro keppir laugardaginn 14. október kl. 10:30 að íslenskum tíma.

Kolbrún Katla Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki og er Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum 2023. Þetta er hennar fyrsta Evrópumeistaramót, en hún keppti á HM unglinga 2023, þar sem hún vann til bronsverðlauna í hnébeygju. Kolbrún keppir þriðjudaginn 17. október kl. 08:00.

Gabríel Ómar Hafsteinsson er líka að keppa á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti en hann keppir í -120 kg flokki. Hann á að baki þrjú Norðurlandamót og vann til bronsverðlauna á NM unglinga í fyrra. Gabríel keppir þriðjudaginn 17. október kl. 11:30.

Yfirþjálfari er Auðunn Jónsson en honum til aðstoðar verður Lára Bogey Finnbogadóttir.

Tímatöflu má sjá hér.

Bein útsending verður frá mótinu sjá hér.

Áfram Ísland!