Skip to content

Fjórir íslenskir strákar lyfta á morgun

  • by

Á morgun, laugardag, lykur HM unglinga í Prag með keppni í þyngstu flokkum karla.
Fjórir íslenskir strákar stíga á sviðið, Í -120 kg flokki drengja keppir  Guðfinnur Magnússon, Í -120 kg flokki unglinga keppir Viktor Samúelsson og í +120 kg flokki unglinga þeir Þorbergur Guðmundsson og Júlían J. K, Jóhannsson.
Keppnin hefst kl.8.00 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með hér: http://www.powerlifting-ipf.com/media/livestream.html

Miðað við tölur fyrir mótið má vænta að þeir verði í verðlaunabaráttunni. Við sendum þeim öllum baráttukveðjur og vonum að allt gangi upp og þeir ná að uppskera eftir allar æfingarnar undanfarið.