Skip to content

Fanney og Viktor keppa á morgun

  • by

Fanney Hauksdóttir og Viktor Ben Gestsson eru nú stödd í Svíþjóð og keppa á morgun, föstudag, á HM unglinga í bekkpressu. Útsending frá keppninni má sjá hér:
http://powerlifting-ipf.com/  Fanney byrjar kl. 9.00 og Viktor kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Fanney keppir í -63 flokki og hlýtur að teljast sigurstrangleg miðað við tölurnar sem keppinautar hennar eru skráðir inn með. KEPPENDUR.
Fanney hefur titil að verja frá í fyrra, svo pressan verður á henni á morgun. Í fyrra gerði hún atlögu við heimsmetið sem er 10 kg frá hennar besta árangur. Vonandi fær hún tækifæri til að reyna aftur á morgun. Við óskum henni góðs gengis!!

Viktor keppir í +120 kg flokki m.a. við Callle Nilsson sem setti heimsmet í drengjaflokki á NM í Njarðvíkum í ágúst sl með 300 kg. KEPPENDUR.
Viktor varð heimsmeistari drengja í þessum þyngdarflokki í fyrra, en er nú á fyrsta ári í unglingaflokki. Hann hefur því góðan tíma til að vinna sér upp í þessum aldursflokki, safna reynslu og bæta sig, og á morgun fær hann gott tækifæri til þess.
Við óskum honum líka alls góðs!