Skip to content

Íslensku keppendurnir í eldlínunni á morgun

  • by

HM í bekkpressu stendur nú yfir í Danmörku. Á morgun keppa þau Viktor Ben Gestsson, Viktor Samúelsson og Fanney Hauksdóttir. Fanney keppir  í -63 kg opnum flokki, Viktor Ben í +120 kg flokki ungmenna og Viktor Samúelsson í -120 kg flokki ungmenna.
Þau eiga öll möguleika á að komast á pallinn ef allt gengur að óskum.
Keppnin hjá strákunum hefst kl. 10.00 að íslenskum tíma, en Fanney byrjar kl. 13,00 og er hægt að fylgjast með hér: http://goodlift.info/live1/onlineside.html

Við óskum þeim öllum  góðs gengis.