Skip to content

Fanney Hauksdóttir vinnur brons á HM í bekkpressu!

  • by

Fanney Hauksdóttir, Grótta, lenti í 4.sæti á HM unglinga í bekkpressu í Litháen í vor.
Eins og ljóst hefur orðið féll sigurvegarinn í flokknum á lyfjaprófi og Fanney færist þess vegna upp um sæti.
Fanney Hauksdóttir er þess vegna bronsverðlaunahafi í sínum flokki og fær auk þess bronsverðlaun á stigum fyrir sín 115,0 kg í -63,0 kg flokki.
http://goodlift.info/onecompetition_bp.php?lid=0&cid=257
Við óskum Fanneyju innilega til hamingju með hennar fyrstu verðlaun á alþjóðavettvangi!

Hörmum um leið að hún skyldi ekki fá að njóta þess að stíga á pallinn og taka við verðlaunum á staðnum. Notkun á ólöglegum efnum eyðileggur mjög fyrir þá sem eru með sitt á hreinu.

Tags: