Skip to content

Fanney Evrópumeistari!

  • by

Fanney Hauksdóttir, Grótta, varð í dag evrópumeistari kvenna í bekkpressu í -63 kg flokki. Hún sigraði örugglega með 147,5 kg sem um leið er nýtt heimsmet unglinga í þessum þyngdarflokki.
Á morgun lýkur mótinu með keppni í þyngri flokkum og þá verður ljóst hvar Fanney endar á listanum yfir stigahæstu konum í Evrópu.

Við óskum Fanneyju hjartanlega til hamingju með þennan titil og með enn eitt heimsmetið!