Skip to content

Fannar er Evrópumeistari.

  • by

Fannar átti góðan dag á keppnispallinum í Pilzen og gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna á Evrópumeistaramóti  öldunga í kraftlyftingum. Fannar sem keppti í -120 kg flokki (M1) lyfti 310 kg í hnébeygjunni og tryggði sér bronsverðlaun í þeirri grein. Í bekkpressunni gerði hann enn betur og nældi sér í gullverðlaun með 247.5 kg lyftu og í réttstöðunni lyfti hann 295 kg sem gaf honum bronsið. Eftir tvær fyrstu greinarnar var Fannar í öðru sæti og einungis 7,5 kg munur á milli hans og Rússans Burmistrov. Lokaspretturinn var mjög spennandi en Fannar hækkaði byrjunarþyngd sína í réttstöðunni og leiddi keppnina eftir það. Þegar Burmistrov mistókst síðan við lokaþyngd sína í réttstöðunni þá varð ljóst að Fannar var orðinn Evrópumeistari með 852,5 kg í samanlögðum árangri en Burmistrov varð í öðru sæti með 850 kg. Við óskum Fannari til hamingju með frábæran árangur.

 

Leave a Reply