Skip to content

EM unglinga hefst eftir helgi

  • by

Evrópumót unglinga í kraftlyftingum hefst í Prag eftir helgi og íslensku keppendurnir eru að pakka í töskurnar.
Sindri Freyr er fyrstur í eldlínunni, en hann keppir í -66,0 kg flokki á þriðjudag. Síðan keppir Daði Már á miðvikudag, Viktor Ben og Arnhildur Anna á fimmtudag, Viktor Samúelsson á föstudag og Júlían á laugardag. Aðstoðarmenn eru Grétar Hrafnsson, landsliðsþjálfari, Sturla Ólafsson og Gunnlaug Olsen.

Nánari upplýsingar og bein vefútsending er að finna á heimasíðu EPF.