Skip to content

Elsa og Þórunn gerðu það gott á EM öldunga

  • by

Evrópumót öldunga í klassískum kraftlyftingum í Pilzen er lokið.
Elsa Pálsdóttir frá Massa, fædd 1960, keppti í -76 kg flokki M3 og varð Evrópumeistari og stigahæst kvenna í sínum aldursflokki með tölurnar 130-60-157,5-347,5. Hnébeygjan, réttstaðan og samanlagður árangur eru heimsmet kvenna M3.
Frábær árangur hjá Elsu sem með réttu getur kallað sig sterkasta amma í heimi! Til hamingju.
Þórunn Brynja Jónasdóttir frá Ármanni, fædd , keppti í -84 kg flokki M1.
Hún átti líka flott mót, lenti í þriðja sæti samanlagt en vann gullið í bekkpressu.
Hún lyfti 137.5 kg – 85 – 160 – 382,5kg.
Til hamingju, Þórunn Brynja !