Skip to content

EM í klassískri bekkpressu: Fanney keppir næsta laugardag

Evrópumeistaramótið í klassískri bekkpressu hófst í dag. Mótið er haldið í Ylitornio í Finnlandi. Á meðal keppenda er Fanney Hauksdóttir.

Fanney er skráð til keppni í 63 kg flokki, fjölmennasta flokki kvenna á þessu móti. Líkur eru á að baráttan um verðlaunasætin verði hörð á milli sterkustu keppendanna og ef Fanney nær góðu móti er líklegt að hún nái verðlaunasæti.

Keppni í léttari flokkum kvenna, 47 kg til 63 kg flokkum, fer fram laugardaginn 12. ágúst og hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. Sent er beint út frá mótinu á http://goodlift.info/live1/onlineside.html