Skip to content

EM í bekkpressu – Fanney lyftir á fimmtudag

  • by

EM í bekkpressu í opnum flokki hefst í Pilzen, Tékklandi, á morgun fimmtudag.
Meðal keppenda er Fanney Hauksdóttir, Gróttu. Hún er ríkjandi heimsmeistari í unglingaflokki en tekur nú í fyrsta sinn þátt á opnu móti.

Fanney keppir í -63 kg flokk á fimmtudag kl.13.30 að íslenskum tíma og verður að teljast sigurstrangleg í sínum flokki.
Við óskum henni góðs gengis!