Skip to content

EM í bekkpressu: Fanney keppir á morgun

Evrópumeistaramótið í bekkpressu stendur nú yfir í Murcia á Spáni. Þar á meðal keppenda er Fanney Hauksdóttir sem keppir í 63 kg flokki. Fanney er ríkjandi Evrópumeistari síðustu tveggja ára og er mætt til Spánar til að verja titilinn. Fanney er sigurstranglegust keppenda og á góðan möguleika á sigri ef allt fer að óskum.

Keppni í 63 kg flokki, og öðrum léttari flokkum, kvenna hefst kl. 12:00 á morgun, laugardaginn 14. október. Mótið er sent beint út á Goodlift-vefnum.