Skip to content

Einar Örn féll úr keppni

  • by

Einar Örn Guðnason hefur átt betri daga í keppni en á EM í dag. Hann keppti í -93,0 flokki unglinga, en náði ekki að ljúka keppni.

Einar átti erfitt strax í byrjun þar sem honum tókst ekki að klára byrjunarþyngd 247,5 kg  fyrr en í þriðju tilraun. Þetta er reyndar bæting hjá honum og hefði orðið nýtt Íslandsmet unglinga í flokknum. 
Á bekknum byrjaði hann í 187,5 kg og átti svo tvær ógildar tilraunir við 195,0 kg.
Í réttstöðunni varð þegar ljóst að ekki var allt með felldu þegar honum mistókst með byrjunarþyngdina 230,0 kg sem að öllu jöfnu á að vera auðvelt mál fyrir hann, og féll hann úr keppni.

Til að ljúka keppni á stórmóti þarf allt að vera í lagi, bæði líkamlega og andlega, og eitthvað brást hjá Einari í dag. Það eru míkil vonbrigði, en styrkur manna kemur líka í ljós í því hvernig þeir höndla mótlæti. Sumir gefast upp en aðrir eflast og við sendum Einari stuðningskveðjur og væntum þess að þetta fari í reynslubankann og honum gangi betur næst.

Sigurvegari í flokknum var Rússinn Evgeni Kuzmin með seríuna 380 – 240 – 302,5 = 922,5 kg

Landsliðið verður áfram á Englandi til að fylgjast með á lokadegi mótsins á morgun. Við óskum þeim góðrar skemmtunnar og góðrar ferðar heim.

Tags:

Leave a Reply