Skip to content

Eggert og Gabríel í bætingarham

  • by

Eggert Gunnarsson og Gabríel Ómar Hafsteinsson kepptu báðir á Norðurlandamóti unglinga í klassískum kraftlyftingum um helgina
Eggert keppti í -105 kg flokki og lenti þar í fjórða sæti með 587,5 kg sem er persónuleg bæting um 30 kg!
Hann lyfti 200 – 147,5 – 240 = 587,5.
Gabríel keppti í -120 kg flokki og lenti sömuleiðis í fjórða sæti. Hann lyfti 230 – 145 – 265 = 640 kg sem er persónuleg bæting um 15 kg.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.