Skip to content

Dómarapróf

  • by

KRAFT heldur dómarapróf fyrir félagsmenn laugadaginn 30. apríl. Við skorum á félögin að hvetja sína menn til próftöku, en það er mjög gott fyrir félög að eiga menntaða dómara innan sinna raða.
Skráningafrestur í prófið er vika, eða 23. apríl. Skráning á kraft@kraft.is

Prófað verður f.h. skriflega úr tæknireglum IPF 2011. Enska útgáfan  er aðgengileg á netinu og íslensk þýðing er í lokafrágangi.  Skýringar og umræður um reglurnar má finna á heimasíðu IPF. Það er líka gott að menn kynni sér lög og reglugerðir Kraftlyftingasambands Íslands.

Prófað verður e.h. í verklega hlutanum. Þá verður sett upp kraftlyftingamót þar sem próftökumenn dæma fyrir framan prófdómara. 

Nánari upplýsingar má fá hjá Helga Haukssyni, helgi.h@nmi.is

Leave a Reply