Skip to content

Dómarapróf og æfingarmót

  • by

Próflestur stendur nú yfir hjá sexmenningunum sem ætla að klára dómarapróf Kraft um næstu helgi.
Skriflega prófið fer fram fimmtudaginn 26.maí og verklega prófið felst í að dæma á æfingarmótinu sem verður laugardaginn 28.maí.

Mótið verður EKKI í Kópavogi eins og búið var að auglýsa, heldur í Njarðvíkum í umsjón félaga okkar í Massa. Þeir hlupu í skarðið með skömmum fyrirvara þegar Blikar lentu í vanda og eiga þakkir skildar fyrir það.

Vigtun hefst kl. 9.00 og fyrsta lyftan er tekin kl. 11.00.
11 karlar og 1 kona eru skráð til leiks og meðal þeirra eru bæði menn sem mæta á mót í fyrsta sinn á ævinni og menn með reynslu sem vilja nota tækifærið og taka stöðuna. En þau eru:

Hulda Waage (72) – Breiðablik
Daði Már Jónsson (66) – Massi
Dagfinnur Ari Normann (74) – Kraftlyftingafélag Garðabæjar – Heiðrún
Davíð Birgisson (74) – Massi
Steinar Freyr Hafsteinsson (74) – Massi
Páll Matthíasson (83) – Ármann
Ari Elberg Jónsson (83) – Breiðablik
Ellert Björn Ómarsson (83) – Massi
Jón Sævar Brynjólfsson (-83) – Kraftlyftingafélag Garðabæjar – Heiðrún
Þórarinn Jónmundsson (105) – Kraftlyftingafélag Seltjarnarness – Zetorar
Tómas Dan Jónsson (105) – Kraftlyftingafélag Garðabæjar – Heiðrún
Daníel Geir Einarsson (120+) – Selfoss

Leave a Reply