Skip to content

Dómarapróf 7.september

  • by

Dómaranefnd KRAFT heldur réttindapróf fyrir kraftlyftingadómara 7.september nk. og komast 6 að í prófið.
Prófið verður auglýst nánar þegar nær dregur, en tekið er við óskum um þátttöku strax á kraft@kraft.is.
Í nýju mótareglunum eru gerðar auknar kröfur til félaga um að senda dómaramenntaða starfsmenn á mót og nauðsynlegt að fjölga dómurum í mörgum félögum. Ef aðsókn verður mikil munu þau félög hafa forgang sem ekki hafa dómara innan sinna raða í dag.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að eingöngu próf á vegum dómaranefndar Kraftlyftingasambands Íslands gefa réttindi til að dæma á mótum KRAFT.