Skip to content

Dagmar hefur lokið keppni og Laufey keppir á morgun

  • by

Dagmar Agnarsdóttir og stuðningsfólk eftir HMK M3 2016Sigríður Dagmar Agnarsdóttir hefur lokið keppni á HM í klassískum kraftlyftingum. Hún keppti í -57 kg öldungaflokki III. Dagmar átti góðan dag á keppnispallinnum og fékk allar lyftur sínar dæmdar gildar, tók 82,5 kg í hnébeygju, 42,5 kg í bekkpressu, 115 kg í réttstöðulyftu og hafnaði í þriðja sæti með 240 kg í samanlögðum árangri. Hún bætti þar með Íslandsmet öldunga I og II í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. Réttstöðulyftan var að auki bæting á metinu í öldungaflokki I.

Á morgun keppir svo Laufey Agnarsdóttir í -84 kg öldungaflokki I (M1). Hópur Laufeyjar, 72-84+ kg M1, hefur keppni kl. 22:00 á palli 1.

Bein útsending frá mótinu.