Skip to content

Dagfinnur hefur lokið keppni á HM í klassískum

  • by

Dagfinnur Ari Normann hefur nú lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fer í Killeen, Texas. Dagfinnur keppti í -83 kg flokki unglinga, en þar mættu honum margir öflugir lyftarar. Hnébeygjan gekk ekki nógu vel og náði hann aðeins opnunarlyftunni, 200 kg, gildri. Betur gekk í bekkpressunni, en þar náði hann að bæta Íslandsmetið í opnum flokki með öruggri 160 kg lyftu í annarri tilraun. Í réttstöðulyftunni fékk Dagfinnur svo allar lyftur gildar og endaði á 232,5 kg. Hann hafnaði í 12. sæti með 592,5 kg í samanlögðum árangri. Sigurvegari flokksins var Bandaríkjamaðurinn Brandon Mose sem tók 736,0 kg og bætti heimsmet unglinga í réttstöðulyftu með 311,0 kg.