Skip to content

Daði Már jafnaði besta árangur sinn

  • by

Daði Már Jónsson lauk í dag keppni á EM unglinga í Prag. Hann lyfti í -74,0 kg flokki unglinga og vigtaði 73,62 kg inn í keppnina.
Daði lyfti seríuna 200 – 150 – 185 = 535 kg sem er jöfnun á árangri hans frá Norðurlandamótinu í febrúar. Hann bætti sig í beygjum og átti góða tilraun við bætingu á bekknum, en varð fyrir vonbrigðum með réttstöðunni þar sem honum mistókst tvisvar með 200 kg.
Við óskum Daða til hamingju með mótið, hann kemur heim reynslunni ríkari.

Á morgun keppa Arnhildur Anna Árnadóttir í -72,0 kg flokki unglinga og Viktor Ben Gestsson í +120 kg drengjaflokki. Arnhildur mun hefja keppni kl. 08.00 að íslenskum tíma en Viktor mætir á keppnispallinn kl. 12:00.

Tags: