Kraftlyftingadeild Breiðabliks

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur tekið í notkun nýja og rúmgóða æfingaraðstöðu í Smáranum.
Þetta verður vonandi mikil lyftistöng fyrir starfið og félagsandann. Æfingartímar eru auglýstar á heimasíðu deildarinnar og hér á kraft.is undir FÉLÖG, en þar geta öll félög fengið að koma á framfæri helstu upplýsingar.
Úthlutað hefur verið úr Íþróttasjóði ríkisins kr. 200,000 til deildarinnar til frekari uppbyggingar á æfingaraðstöðu.

Við óskum Blikum til hamingju með styrkinn og aðstöðuna og vitum að þau muni nýta hvoru tveggja vel.Ferðastyrkir 2011

Frestur til að sækja um styrk í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða á árinu 2010 rennur út mánudaginn 10. janúar 2011.  Eftir þá dagsetningu verður ekki tekið umsóknum í sjóðinn.  Til úthlutunar að þessu sinni eru 57 m.kr.
Öll félög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk í sjóðinn vegna þátttöku í mótum innanlands. Yfirlit yfir styrkhæf mót má finna á umsóknarsíðu sjóðsins.
Nánari upplýsingar gefur Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ í síma 514 4000 eða netfang [email protected]

Styrkir vegna HM

Kraftlyftingasambandi Íslands hefur borist veglegir styrkir vegna þátttöku landsliðsins á HM í kraftlyftingum sem fram fer í Suður-Afríku í nóvember. Heildsölufyrirtækið Gunnar Eggertsson hf hefur styrkt landsliðið um 200.000 krónur og Íþróttasamband Íslands hefur lagt til flugmiða á leiðinni til og frá London.
Stjórn KRAFT þakkar styrkveitendum kærlega fyrir þetta míkilvæga framlag. 
María Guðsteinsdóttir og Auðunn Jónsson keppa fyrir hönd Íslands á HM. Klaus Jensen er aðstoðarmaður.

Þjálfarastyrkir

ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um þjálfarastyrki fyrir seinni hluta þessa árs, þ.e. júlí – desember. Styrkir verða veittir til þjálfara sem sækja sér menntun erlendis á fyrrgreindu tímabili. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ÍSÍ undir „Efnisveita“. Umsóknarfrestur er til og með 20. september. Allar frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ  í síma 460-1467 eða á [email protected]

Nýr vefur

Kraft.is, vefur KRAFT, hefur fengið nýtt og nútímalegra útlit, í takt við nýrri og nútímalegri vinnubrögð. Nýi vefurinn er auðveldari í notkun fyrir vefstjóra og gefur lesendum kost á að tjá sig um málefni og koma skoðunum sínum á framfæri. Tenging við facebook gefur lesendum kost á að deila fréttum með vinum sínum.
Verið er að vinna að uppfærslu á eldra efni og verður það aðgengilegt á nýju síðunni eftir því sem tími vinnst til. Hægt er að hafa samband við vefstjóra um upplýsingar á meðan.
Síðan hefur verið unnin í samstarfi við sixfootfour sem styrkir KRAFT með þessa vinnu og vistun á síðunni.

Það er von stjórnar KRAFT að nýja síðan verði liður í því öfluga uppbyggingarstarfi sem á sér stað innan kraftlyftingaíþróttarinnar.