Helgi Hauksson sæmdur gullmerki KRAFT

Borghildur Erlingsdóttir sæmdi Helga Hauksson gullmerki KRAFT

Helgi Hauksson, alþjóðadómari, var á kraftlyftingaþingi 26. febrúar sl. sæmdur gullmerki KRAFT með kransi. Fráfarandi formaður sambandsins, Borghildur Erlingsdóttir, rifjaði upp óeigingjarnt starf hans í þágu íþróttarinnar og sæmdi hann gullmerkinu fyrir hönd stjórnar. Var því fagnað af fundarmönnum með lófaklappi. Að því loknu þakkaði Helgi fyrir sig og hélt stutta ræðu þar sem hann fór yfir feril sinn í íþróttum og starfi innan íþróttarinnar. Continue reading

Skúli Óskarsson sæmdur gullmerki KRAFT

25735747475_51821cc77e_oSkúli Óskarsson kraftlyftingamaður var fyrstur manna sæmdur gullmerki KRAFT með kransi við upphaf þing sambandsins í dag. Fráfarandi formaður sambandsins, Sigurjón Pétursson, gerði það, rifjaði upp helstu afrek Skúla og las úr bók Hallgríms Indriðasonar: Hetjurnar okkar.
Þingfulltrúar risu allir úr sætum og fögnuðu Skúla innilega.

Eitt eftirminnilegasta afrek á ferli Skúla er heimsmetið sem hann setti í réttstöðulyftu árið 1980, en hann var tvisvar sinnum kosinn íþróttamaður ársins, 1978 og 1980