Formannafundur í nóvember.

Stjórn KRAFT boðar til fundar með formönnum allra kraftlyftingafélaga og -deilda, föstudaginn 24. nóv. Formannafund sækir formaður félags,varaformaður eða einn fulltrúi frá hverju félagi.
Sjá nánar: http://kraft.is/wp-content/uploads/2010/10/formannafund.pdf

Fundurinnn fer fram í tengslum við Bikarmót KRAFT og verður í húsnæði ÍBA að Glerárgötu 26 og hefst kl. 18.30. Dagskrá fundarins verður birt síðar.

Viktor og Elín Melgar bikarmeistarar í klassískum kraftlyftingum

Viktor Samúelsson og Elín Melgar Aðalheiðardóttir voru stigahæst á Bikarmótinu í klassískum kraftlyftingum, sem lauk rétt í þessu. Mótið var haldið í World Class Kringlunni og var í umsjá Kraftlyftingafélags Reykjavíkur.

Viktor Samúelsson (Kraftlyftingafélagi Akureyrar) varð stigahæstur karla með 449,51 Wilksstig. Hann sigraði að jafnframt í -120 kg flokki með 780 kg í samanlögðum árangri; 280 kg í hnébeygju,  200 kg í bekkpressu og 300 kg í réttstöðulyftu. Viktor varð einnig stigahæstur karla í bekkpressu með 115,25 Wilksstig og í réttstöðulyftu með 172,89 Wilksstig.

Elín Melgar Aðalheiðardóttir (Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur) varð stigahæst kvenna með 393,30 Wilksstig. Hún sigraði jafnframt í 63 kg flokki með 360 kg í samanlögðum árangri; Hún bætti Íslandsmetið í hnébeygju með 135 kg, tók 90 kg í bekkpressu og 135 kg í réttstöðulyftu. Elín varð einnig stigahæst kvenna í bekkpressu með 98,32 Wilksstig.

Í hnébeygju karla varð stigahæstur Einar Örn Guðnason (Kraftlyftingafélagi Akraness) með 162,0 Wilksstig, en hann lyfti 270 kg í -105 kg flokki.

Stigahæst kvenna í hnébeygju var Ellen Ýr Jónsdóttir (Breiðabliki) með 153,70 Wilksstig, en hún setti þar nýtt Íslandsmet í -84 kg flokki með 170,5 kg lyftu.

Stigahæst kvenna í réttstöðulyftu varð Arna Ösp Gunnarsdóttir (Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar) með 165,30 Wilksstig. Arna setti nýtt Íslandsmet í -63 kg flokki með 151 kg.

Stigahæsta lið kvenna varð Kraftlyftingafélag Reykjavíkur með 41 stig. Stigahæsta lið karla varð Kraftlyftingafélag Akureyrar með 56 stig.

Þó nokkur met voru slegin á mótinu og má finna finna lista yfir þá, ásamt sundurliðuðum úrslitum hér.

Sundurliðuð úrslit Bikarmótsins í klassískum kraftlyftingum 2017

Bikarmót í klassískum kraftlyftingum: Tímasetningar og keppendalisti

Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum fer fram þann 21. október í húsakynnum World Class í Kringlunni. Mótshaldari er Kraftlyftingafélag Reykjavíkur. Keppt verður samtímis á tveimur pöllum og hefst keppni kl. 16.

Tímasetningar

Vigtun allra fjögurra holla hefst kl. 14:00. Keppni hefst kl. 16:00 á báðum pöllum.

Pallur Holl Flokkar
1 Holl 1 63, 72, 84 konur
2 Holl 2 83 og 93 karlar
1 Holl 3 52, 57 og +84 konur  og 74 karlar
2 Holl 4 105 og +120 karlar

Dómarar

Pallur 1 Solveig Sigurðardóttir
Kári Rafn Karlsson
Róbert Kjaran
Pallur 2 Ása Ólafsdóttir
María Björk Óskarsdóttir
Helgi Hauksson

Keppendur

Keppendalisti Bikarmótsins í klassískum kraftlyftingum 2017

 

Fanney Evrópumeistari þriðja árið í röð!

Fanney Hauksdóttir ásamt þjálfara sínum, Ingimundi Björgvinssyni.

Fanney Hauksdóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í bekkpressu á La Manga á Spáni. Fanneyju tókst þar að verja Evrópumeistaratitil sinn í 63 kg flokki annað árið í röð með því að lyfta 155 kg.

Fanney tókst nokkuð auðveldlega að lyfta 155 kg í fyrstu tilraun, og gaf það henni öruggt forskot á næsta keppanda. Hún reyndi svo tvívegis við bætingu á Norðurlandametinu með 160 kg, en án árangurs. Fyrsta lyftan með 155 kg nægði henni til sigurs á Þjóðverjanum Sonju-Stefanie Krüger sem hafnaði í öðru sæti með 142,5 kg.

Þessi frábæri árangur ætti engum að koma á óvart. Þetta er í tíunda sinn sem Fanney lýkur keppni á EM og HM í bekkpressugrein, þ.e. í klassískri bekkpressu og bekkpressu (með útbúnaði), á verðlaunapalli frá því að hún hóf að keppa á alþjóðamótum árið 2013. Þar af eru fern gullverðlaun og þrenn silfurverðlaun í opnum aldursflokki og tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun í flokki unglinga.

Við óskum Fanneyju til hamingju með titilinn!

EM í bekkpressu: Fanney keppir á morgun

Evrópumeistaramótið í bekkpressu stendur nú yfir í Murcia á Spáni. Þar á meðal keppenda er Fanney Hauksdóttir sem keppir í 63 kg flokki. Fanney er ríkjandi Evrópumeistari síðustu tveggja ára og er mætt til Spánar til að verja titilinn. Fanney er sigurstranglegust keppenda og á góðan möguleika á sigri ef allt fer að óskum.

Keppni í 63 kg flokki, og öðrum léttari flokkum, kvenna hefst kl. 12:00 á morgun, laugardaginn 14. október. Mótið er sent beint út á Goodlift-vefnum.

Skráning hafin á Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum

Opnað hefur verið fyrir skráningar á Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum. Mótið verður haldið þann 21. október í húsakynnum World Class í Kringlunni og er í umsjá Kraftlyftingafélags Reykjavíkur.

Skráningarfrestur er til miðnættis laugardaginn 30. september. Frestur til að gera breytingar á þyngdarflokkum og til að ganga frá greiðslu keppnisgjalda er til miðnættis laugardaginn 7. október.

Skráningareyðublað BMK2017

Ragnheiður og Elín með Íslandsmet á Arnold Classic Europe

Þrír Íslendingar kepptu í gær í klassískum kraftlyftingum á fjölgreinamótinu Arnold Classic Europe, sem stendur yfir í Barselóna á Spáni. Það eru þær Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir (57 kg fl.), Elín Melgar Aðalheiðardóttir (63 kg fl.) og Arnhildur Anna Árnadóttir (72 kg fl.).

Ragnheiður setti nýtt Íslandsmet í hnébeygju með því að lyfta 125 kg. Í bekkpressu lyfti hún 80 kg og missti naumlega af 82,5 kg. Henni tókst svo að lyfta 145 kg í réttstöðulyftu og náði því 350 kg samanlagt og 411,25 Wilksstig.

Elín náði, rétt eins og Ragnheiður, að bæta Íslandsmet í hnébeygju í sínum flokki með því að lyfta 132,5 kg. Hún tók svo 90 kg í bekkpressu, en það var stigahæsta bekkpressa kvenna. Elín lyfti 135 kg í réttstöðulyfti og náði því 357,5 kg samanlagt og 390,68 Wilksstig.

Arnhildur Anna jafnaði sinn besta árangur í klassískri hnébeygju með því að taka 155 kg. Hún lyfti svo 77,5 kg í bekkpressu og fór létt með 170 kg í réttstöðulyftu. Samanlagt náði hún því 402,5 kg og 392,84 Wilksstig.

 

 

Íslendingar sigursælir á NM unglinga

Norðurlandameistaramóti unglinga í kraftlyftingum, klassískum kraftlyftingum, bekkpressu og klassískri bekkpressu lauk í dag. Í gær unnu tveir Íslenskir keppendur til verðlauna í klassískum kraftlyftingum. Árangur keppnishópsins í dag var engu síðri.

NM í bekkpressu og klassískri bekkpressu

Fjórir Íslendingar kepptu í bekkpressu og tveir í klassískri bekkpressu. Þeir kepptu einnig allir í þríþraut.

Kara Gautadóttir vann gullverðlaun í 57 kg fl. ungmenna í bekkpressu með 50 kg lyftu. Sóley Margrét Jónsdóttir vann gullverðlaun í +84 kg fl. telpna með 115 kg lyftu. Aron Ingi Gautason vann gullverðlaun í 74 kg fl. ungmenna með 100 kg lyftu og Karl Anton Löve vann gullverðlaun í 93 kg fl. ungmenna með 125 kg lyftu.

Í klassískri bekkpressu hafnaði Ingvi Örn Friðriksson í fjórða sæti í 105 kg fl. ungmenna með 120 kg lyftu og Þorsteinn Ægir Óttarsson vann silfurverðlaun í 120 kg fl. ungmenna með 160 kg lyftu.

NM í kraftlyftingum

Fjóri af þeim fimm Íslendingum sem kepptu í kraftlyftingum (með útbúnaði) tókst að komast á verðlaunapall.

Kara Gautadóttir náði silfri í 57 kg fl. ungmenna með 355 kg í samanlögðum árangri. Hún lyfti 135 kg í hnébeygju, 75 kg í bekkpressu og setti nýtt Íslandsmet ungmenna í réttstöðulyftu með 145 kg.

Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir vann til gullverðlauna í 84 kg fl. ungmenna með 382,5 kg í samanlögðum árangri. Hún lyfti 167,5 kg í hnébeygju, 57,5 kg í bekkpressu og 157,5 kg í réttstöðulyftu.

Aron Ingi Gautason átti í erfiðleikum í hnébeygjunni og tókst ekki að fá gilda lyftu og datt því úr keppni. Hann hélt þó áfram og lyfti 142,5 kg í bekkpressu og 215 kg í réttstöðulyftu.

Karl Anton Löve náði gulli í 93 kg fl. ungmenna með 767,5 kg í samanlögðum árangri, en það er nýtt Íslandsmet ungmenna. Í hnébeygju tók hann 300 kg, sem er bæting á Íslandsmeti ungmenna. Hann lyfti 195 kg í bekkpressu og 272,5 kg í réttstöðulyftu.

Sóley Margrét Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Norðurlandamet telpna í samanlögðum árangri, hnébeygju og réttstöðulyftu þegar hún vann gullverðlaun í +84 kg fl. telpna. Hún tók 222,5 kg í hnébeygju, sem er bæting á hennar eigin Norðurlandameti og jafnframt Íslandsmet í telpna- og ungmennaflokki. Í bekkpressu lyfti hún 117,5 kg sem er nýtt Íslandsmet telpa- og ungmenna. Í réttstöðulyftu setti hún Norðurlandamet telpna með 205,5 kg, en það er einnig Íslandsmet í opnum aldursflokki. Samanlagt tók hún 545,5 kg, en það er bæting á Norðurlandamet telpna og Íslandsmeti í opnum aldursflokki. Sóley var einnig stigahæst í telpnaflokki.

Við óskum þeim til hamingju með frábæran árangur!

Silfur og brons á NM

Í dag var keppt í klassískum kraftlyftingum í karlaflokkum á NM unglinga.

Í -74 kg flokki drengja vann Svavar Örn Sigurðsson til silfurverðlauna með seríuna 200 – 135 – 230 – 565 á sínu fyrsta alþjóðamoti.
Í -105 kg flokki unglinga vann Ingvi Örn Friðriksson til bronsverðlauna með seríuna 257 – 155 – 290 – 702,5 kg en í -120 kg flokki unglinga lenti Þorsteinn Ægir Óttarsson í fjórða sæti með 245 – 170 – 262,5 – 677,5.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og persónulegum bætingum í dag.

Á morgun, laugardag er keppti í bekkpressu og þríþraut í búnaði og mæta átta íslenskir keppendur til leiks. Við krossum fingur og óskum þeim góðs gengis.
Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér:
http://styrkeloft.no/live/?nordic2017_pl