ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og bekkpressu sem fara fram á Akureyri helgina 17 – 18 febrúar nk.

ÍM í kraftlyftingum, skráningarfrestur 27.janúar: im18_skraning
ÍM í bekkpressu, skráningarfrestur 28.janúar: imBP18_skraning

Athugið að þar sem um Íslandsmeistaramót eru að ræða þurfa keppendur að hafa verið skraðir iðkendur í sínu félagi í amk 3 mánuði fyrir mótsdag.

Lágmörk fyrir ÍM í kraftlyftingum:

Kraftlyftingaþing 2018

Áttunda þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið sunnudaginn 18.febrúar 2018, að þessu sinni á Akureyri. Þinghald hefst kl. 14.00.

Um rétt til þingsetu sjá 9.gr. laga KRA.

Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRA eigi síðar en 21 dögum fyrir þingið, eða 28.janúar, smkv 10.gr. laga KRA.

Tilkynningar um framboð til embættis formanns og stjórnar KRA skulu sömuleiðis berast skrifstofu KRA minnst 21 degi fyrir þing.

RIG 2018 – keppendur

Reykjavik International Games verða haldnir í ellefta sinn dagana 25.janúar til 4.febrúar nk.

Í tengslum við leikjana verður haldið alþjóðlegt kraftlyftingamót sunnudaginn 28.janúar, og er það klassísk þríþrautarmót eins og undanfarin ár. Hér má sjá keppendalistann, og verða keppendur nánar kynntir til leiks á facebooksíðu mótsins á næstu dögum.
Við hvetjum alla til að deila þessu viðburði sem víðast og nota #RIG18 eða #RIG2018.

Jordan McLaughlin GBR
Michael Pennington GBR
Júlían J. K. Jóhannsson ISL
Viktor Samúelsson ISL
Einar Örn Guðnason ISL
Svavar Örn Sigurðsson ISL
Aron Friðrik Georgsson ISL
Karl Anton Löve ISL
Þorsteinn Ægir ÓttarssonISL
Aron Ingi Gautason ISL

Carola Garra ITA
Rósa Birgisdóttir ISL
Ellen Ýr Jónsdóttir ISL
Íris Rut Jónsdóttir ISL
Arna Ösp Gunnarsdóttir ISL
Kristín Þorsteinsdóttir ISL

Gleðilegt nýtt ár!

Kraftlyftingasamband Íslands óskar félagsmönnum og íþróttaáhugafólki öllu farsældar og framfara á nýju keppnisári með þökkum fyrir samstarf og stuðning á liðnu ári.

Skúli Óskarsson í Heiðurshöll ÍSÍ

Skúli M. Óskarsson kraftlyftingamaður var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ í hófi íþróttamanns ársins í gærkvöldi. Skúli, sem er einn merkasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt, er sautjandi íþróttamaðurinn sem hlýtur þessa útnefningu .
Nánar hér

Kraftlyftingasamband Íslands óskar Skúla til hamingju með þennan mikla heiður.

Skúli var sæmdur gullmerki KRAFT fyrstur manna á kraftlyftingaþingi 2016

Forskráning dómara

Dómarar af dómarlista KRAFT geta nú skráð sig fyrirfram til starfa á mótum 2018.
MÓTASKRÁ

Skráning fer fram hér.

Dómaranefnd tekur við óskum dómara og tekur tillit til þeirra eins og hægt er, en gæta verður þess að ekki fleiri en tveir dómarar frá sama félagi verði við dómgæslu í einu.

Í 29. grein reglugerðar um kraftlyftingakeppni segir m.a.:
Eingöngu dómarar af dómaralista mega dæma á mótum KRAFT…
Til að vera á listanum þurfa dómarar að uppfylla eftirtalin skilyrði:
– hafa staðist dómarapróf KRAFT
– vera skráður félagi eða iðkandi í kraftlyftingafélagi í Felix
– hafa dæmt á móti á vegum KRAFT eða tekið þátt í upprifjunarnámskeiði á sl. tveimur árum
Allir dómarar hafa dómaraskírteini þar sem dómgæsla er skráð og vottuð af mótshaldara og gildir það sem staðfesting á dómgæslu. Dómari ber ábyrgð á að skírteinið sé uppfært,

Ráðning íþróttastjóra Kraftlyftingasambands Íslands

Gry Ek Gunnarsson var þann 10. nóvember sl. ráðinn sem  íþróttastjóri Kraftlyftingasambands Íslands. Um er að ræða nýtt starf hjá sambandinu og mun það m.a. falla í hlut hins nýja íþróttastjóra að móta starfið og vinna framtíðarverklýsingu fyrir það. Ráðningin er tímabundin fram að ársþingi Kraftlyftingasambandsins í febrúar nk. en til stendur að auglýsa stöðuna síðar.

Gry er kraftlyftingafólki að góðu kunn, en hún hefur sjálf keppt í kraftlyftingum og hefur frá stofnun Kraftlyftingasambands Íslands setið í stjórn sambandsins.

Kraftlyftingafólk ársins

Kraftlyftingasamband Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2017 og urðu fyrir valinu þau Fanney Hauksdóttir (KFR) og Júlían J. K. Jóhannsson (Ármann).

Fanney er fædd árið 1992 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Reykjavíkur.
Fanney hefur sérhæft sig í bekkpressu og keppir bæði með búnaði og án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). Hún náði frábærum árangri á árinu en afrek hennar eru:• –

Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fór á Spáni í október sl. Varð hún þar með Evrópumeistari í búnaðarbekkpressu þriðja árið í röð.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí sl.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu sem fram fór í Finnlandi í ágúst sl.
• Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
• Norðurlandamet og Íslandsmet í bekkpressu í -63 kg flokki þegar hún lyfti 157,5 kg
• Íslandsmet í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 112,5 kg.Með þessum árangri er Fanney nú í í þriðja sæti á heimslista IPF (Alþjóða kraftlyftingasambandsins), bæði í bekkpressu með og án búnaðar -63 kg flokki en aldrei hefur íslenskur kraftlyftingakeppandi náð svo hátt á heimslista IPF.

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann. Hann keppti í fyrsta sinn í opnum flokki á árinu.
Afrek hans eru:
• Bronsverðlaun í samanlögðum árangri í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Tékklandi í nóvember sl.
• Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
• Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg
• Bronsverðlaun í hnébeygju í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fór á Spáni í maí sl.
• Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í + 120 kg flokki
• Silfurverðlaun í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games (RIG) þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri
• Gullverðlaun á boðsmóti í réttstöðulyftu, Sling Shot Pro Deadlift, Arnold Classic Festival þar sem hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.
• Tók þátt í IWGA, World Games fyrstur Íslendinga.
• Stigahæstur íslenskra kraftlyftingamanna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum á árinu.

Ingvi með silfur á Evrópubikarmótinu í klassískum kraftlyftingum

Evrópubikarmótið í klassískum kraftlyftingum (European Classic Cup) var haldið í þriðja sinn um helgina, í Malaga á Spáni. Á meðal keppenda var Íslendingurinn Ingvi Örn Friðriksson sem átti góðu gengi að fagna og fór í gegnum mótið með allar tilraunir gildar. Hann vann til silfurverðlauna í 105 kg flokki með 725 kg í samanlögðum árangri.

Ingvi lyfti mest í 260 kg í hnébeygju og bætti með því Íslandsmet unglinga. Í bekkpressu tók Ingvi persónulega bætingu með 160 kg lyftu. Í réttstöðulyftu bætti hann Íslandsmetið í opnum flokki (sem og unglingafl.) með því að lyfta 305 kg. Samanlagður árangur Ingva með 725 kg, sem er nýtt Íslandsmet unglinga, landaði honum öðru sætinu í 105 kg fl. á eftir Ungverjanum Gergo Opra sem lyfti 752,5 kg.