Norðurlandamót unglinga – úrslit

Norðurlandamót unglinga fóru fram í Videbæk í Danmörku um helgina.
Þrír keppendur frá Íslandi mættu til leiks og stóður sig með prýði.
Í klassískum kraftlyftingum kepptu Stjörnustrákarnir Muggur Ólafsson og Guðmundur Þorvaldsson og í klassískri bekkpressu keppti Alexandrea Rán Guðnýjardóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar.
Muggur keppti í -74 kg flokki junior og lenti þar í 4.sæti með tölurnar 190-125-210-552 kg. Guðmundur keppti í -93 kg flokki junior og hafnaði sömuleiðis í 4.sæti með 192,5-130-252,5-575.
Alexandrea vann silfur í -57 kg flokki junior. Hún jafnaði íslandsmet sitt 77,5 kg í fyrstu tilraun og átti svo tvær ágætar tilraunir við 82,5 kg en fékk ógilt vegna tæknimistaka.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
HEILDARÚRSLIT

Alexandrea með silfrið

ÍM í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu – ÚRSLIT

Íslandsmeistaramót í klassíkum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina í Garðabæ. Alls mættu 33 keppendur til leiks og var stemningin góð í húsinu. Íslandsmet féllu og persónlegar bætingar voru á meðal keppenda.

Stigahæsta konan varð að þessu sinni Arna Ösp Gunnarsdóttir með 666.6 IPF stig. En Arna keppir fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.

Stigahæsti karlinn var hann Friðbjörn Bragi Hlynsson með 671,1 IPF stig. Friðbjörn keppir einnig fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.

Stigahæsta liðið í kvennaflokki var lið Massa Njarðvík.

Stigahæsta liðið í karlaflokki var lið Breiðabliks en mistök urðu á útreikningi og var bikarinn veittur Massa á keppnisstað en mjótt var á munum.

FULL ÚRSLIT

Íslandsmeistaramót í bekkpressu

Einnig fór fram Íslandsmeistaramót í bekkpressu í Garðabæ. Til leiks mættu 5 keppendur, fámennt en góðmennt.

Stigahæsta konan varð að þessu sinni Hulda B. Waage með 664,6 IPF stig. Hulda keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.

Stigahæsti karlinn var hann Einar Örn Guðnason með 612,9 IPF stig. Einar Örn keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness.

FULL ÚRSLIT

Mótshaldarar á báðum mótum voru Lyftingadeild Stjörnunnar og Kraftlyftingadeild Breiðabliks með aðstoð frá Ármanni.

ÍM í oktober – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og í klassískri bekkpressu.
Mótin fara fram dagana 12. og 13. oktober nk á Akureyri.
Skráningarfrestir eru til 21. og 22. september nk.
Athugið að á íslandsmeistaramót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið félagsskráðir amk þrjá mánuði fyrir mót.
Minnum félög á að skrá dómara líka í samræmi við 22.grein í reglugerð um kraftlyftingakeppni.

ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram í íþróttahúsi Stjörnunnar laugardaginn 14.september nk.
KEPPENDUR
ATH:
Á mótinu verður keppandi með bráðahnetuofnæmi. Við biðjum keppendur vinsamlega að taka tillit til þess og velja hnetulaust nesti.

Skipting og tímasetning verður sem hér segir: l:
Holl 1 – konur 57 – 72
Holl 2 – konur -84 og +84
Vigtun kl. 08.00 – keppni hefst kl. 10.00

Holl 3 – karlar 74 – 93
Holl 4 – karlar 105 – 120+
Vigtun kl. 11.30 – keppni hefst kl. 13.30

ÍM í bekkpressu fer fram sunnudaginn 15.september
KEPPENDUR

Allir keppendur mæti í vigtun kl 10.00. Keppni hefst kl. 12.00

Góður árangur á WEC

Vesturevrópumótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fóru fram sl helgi á Ítalíu. Öflugur hópur keppenda mætti til leiks frá Íslandi og gerðu góða hluti.

Í klassískum kraftlyftingum kepptu tvær konur og bættu sig báðar verulega.
Arna Ösp Gunnarsdóttir lenti í 6.sæti í -63 kg flokki með tölurnar 137,5-80-175-392,5 kg. Það er 20 kg persónuleg bæting og hnébeygjan, réttstaðan og samanlagður árangur eru ný Íslandsmet.
Birgit Rós Becker mætti til leiks eftir barnseign og lenti í 8.sæti í -84 kg flokki með tölurnar 170-82,5-170-422,5 en það er 27,5 kg bæting á hennar besta árangri í þessum flokki.
Í karlaflokki voru fjórir keppendur.
Friðbjörn Bragi Hlynsson keppti í fyrsta sinn á alþjóðavelli og lenti í 6.sæti í -83 kg flokki með tölurnar 222,5-155-265-642,5 .
Ingvi Örn Friðriksson lenti í 4.sæti í -105 kg flokki með tölurnar 275-157,5-295-727,5 kg.
Viktor Samúelsson lyfti 285-202,5-290-777,5 í -120kg flokki en það dugði honum í 4.sætið í flokknum.
Aron Friðrik Georgsson kom fast á hæla honum í 5.sætið í flokknum með seríuna 282,5-190-285-757,5, en réttstaðan er persónuleg bæting hjá honum.
Frammístaða strákana færði þeim þriðja sætið í liðakeppni karla á mótinu.

Þrír karlar kepptu í búnaði.
Aron Ingi Gautason varð í 2.sæti í -74 kg flokki þegar hann lyfti 260-150-225-635 kg
Alex C Orrason hreppti titilinn í -105 kg flokki með tölurnar 332,5-245-265-842,5 kg og í +120 kg flokki vann Þorbergur Guðmundsson gullið með seríuna 352,5-235-300-887,5 kg.

Við óskum þeim öllum til hamingju með verðlaun, íslandsmet og persónulegar bætingar.

HEILDARÚRSLIT MÓTANNA

Vesturevrópumeistarinn í -105 kg flokki karla, Alex C Orrason

Guðfinnur með silfur

Guðfinnur Snær Magnússon keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Hann keppir í +120kg flokki unglinga (19-23 ára) en Guðfinnur hefur verið lengi í kraftlyftingum og er þaulreyndur keppandi.

Því miður gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni hjá honum í dag. Styrkurinn var góður en lyfturnar voru dæmdar af á tæknigalla. Þá var það bekkpressan en þar lyfti hann 285kg sem gaf honum silfrið í flokknum og er það persónuleg bæting. Svo kláraði hann mótið á 290kg réttstöðulyftu sem var einnig silfurlyfta. Því var ekki allt ónýtt þótt beygjan hefði farið í vaskinn og kemur Guðfinnur heim með tvo silfurpeninga af mótinu.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!

Guðfinnur Snær í andanum! – Mynd úr safni

Leiðrétt kennitala

Til þeirra sem ætla að greiða keppnisgjöld fyrir mótin í september:
Kennitala kraftlyftingadeildar Stjörnunnar hefur misritast í skráningareyðublaðinu.
Rétta talan er 470211 -1560.
Reikningsnúmer er 546-14-404020
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Sóley með heimsmeistaratitil

Sóley Margrét Jónsdóttir keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Sóley keppir í +84kg flokki stúlkna (14-18 ára) og er hún núverandi evrópumeistari í stúlknaflokki og var því víst að hún gæti verið til alls vís.

Í hnébeygjunni lyfti hún 255kg og tók þar örugglega gullið í hnébeygjunni með 25kg forskot á næsta keppanda. Í bekkpressunni lyfti hún 160kg og tók einnig gullið þar sem og íslandsmet. Þá kom að réttstöðulyftunni og lyfti hún þar 207,5 kg og þriðja gullið í höfn þar. Þetta gaf henni samanlagt 622,5kg og auðvitað gullið í flokknum.

Sóley hampar þar með heimsmeistaratitli stúlkna og má til gamans geta að hún var með hærra í samanlögðu en sigurvegarinn í aldursflokkinum fyrir ofan (19-23 ára)

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn!

Sóley með 4 gullpeninga um hálsinn. Frábær árangur!

Karl Anton hefur lokið keppni

Karl Anton Löve keppti í gær á HM unglinga sem fer fram í Regina, Kanada. Karl Anton keppir í -93kg flokki unglinga (19-23 ára). Karl er þaulvanur keppandi og mætti greinilega í góðum anda í mótið.

Í hnéybeygjunni lyfti hann 332,5kg, í bekkpressunni lyfti hann 220kg og í réttstöðulyftunni lyfti hann 277,5kg. Þetta gaf honum 830kg í samanlögðu og 6. sætið í hans flokki.

Karl Anton í hnébeygju! – Mynd úr safni

Kara hefur lokið keppni

Kara Gautadóttir keppti í gær á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Kara keppti í -57kg flokki unglinga. Í hnébeygjunni tókst henni því miður ekki að fá gilda lyftu en hún lét það ekki á sig fá og lyfti 80kg í bekkpressu og svo 142,5kg í réttstöðulyftu. Hún var grátlega nálægt bronsverðlaunum í réttstöðulyftunni en aðeins 2,5kg munaði á 4. og 3. sæti.

Kara að lyfta
Kara Gautadóttir. Mynd frá EPF