Kara með brons verðlaun í réttstöðulyftu

Kara Gautadóttir hefur lokið keppni á EM í kraftlyftingum sem fer fram í Pilsen, Tékklandi. Kara keppir í -57kg flokki unglinga og endaði hún í 4 sæti í samanlögðu. Upp um 2 sæti frá síðusta evrópumóti og með 17,5kg bætingu á hennar besta alþjóðlega árangri.

Kara lyfti í 160kg í hnébeygju, 87,5kg í bekkpressu og svo lyfti hún 150kg í réttstöðulyftu. Réttstöðulyftan gaf henni bronsverðlaunin í greininni. Samanlagt lyfti hún 397,5kg.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.

Kara Gautadóttir til hægri með bronspening um hálsinn.

Á morgun keppir svo Íris Hrönn Garðarsdóttir fyrir hönd Íslands í -84kg flokki unglinga. Hún hefur keppni klukkan 09:00 á íslenskum tíma.

Fylgjast má með mótinu á Goodlift.info.

Sóley setti heimsmet stúlkna!

Sóley Margrét Jónsdóttir, fædd 2001, varð í dag evrópumeistari í +84 kg flokki stúlkna í kraftlyftingum á EM í Tékklandi. Hún notaði tækifærið og bætti heildarárangur sinn um 20,5 kg og setti í leiðinni heimsmet stúlkna í hnébeygju með 265,5 kg!!
Hún átti ágæta lokatilraun í réttstöðu við 217 kg sem hefði fært henni heimsmet líka í samanlögðu, en það gekk ekki upp í dag

Sóley lyfti 265,5 – 155 – 200 – samanlagt 620,5 kg, vann gullverðlaun í öllum greinum og titilinn örugglega.

Hér má sjá hvernig á að setja heimsmet! 

VIÐ ÓSKUM HENNI INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGAN ÁRANGUR! 

EM hófst í dag, en 9 íslenskir keppendur eru mætti til leiks. 
Næst á svið er Kara Gautadóttir sem keppir í -57 kg unglinga á morgun mánudag. 
Við óskum henni og þeim öllum góðs gengis!
Hægt er að fylgjast með gangi mála hér: 

https://goodlift.info/live.php

Laust starf

Kraftlyftingasamband Íslands leitar að íþróttastjóra í 20% starfi.
Aðalverkefni íþróttastjóra er að hafa umsjón með landsliðsverkefnum. Hún/hann tekur þátt í keppnisferðum eftir samkomulagi.

Krafist er góðrar þekkingar og reynslu á íþróttinni, frumkvæðis, árangursdrifni og góðra samskiptahæfileika. Leggja þarf fram sakavottorð er þess krafist.

Öll verkefni íþróttastjóra eru unnin í samræmi við lög og reglur KRAFT, ÍSÍ, IPF og WADA, í samráði við stjórn og landsliðsnefnd og samkvæmt fjárhagsáætlun.

Kraftlyfingasamband Íslands/ KRAFT er æðsti aðili kraftlyftinga á Íslandi og er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. KRAFT á aðild að NPF (Kraftlyftingasamband Norðurlanda), EPF (Kraftlyftingasamband Evrópu) og IPF (Alþjóða Kraftlyftingasambandið). Nánar má lesa um KRAFT og hlutverk þess á heimasíðu sambandsins: kraft.is

Íþróttastjóri hefur aðstöðu á skrifstofu sambandsins.

Nánari upplýsingar veitir Gry Ek formaður KRAFT, [email protected]

Umsókn skal senda á [email protected] fyrir 1.maí

Lágmörk felld úr gildi

Stjórn KRAFT ákvað á fundi sínum 15.apríl sl að fella úr gildi þátttökulágmörk á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í búnaði.
Þetta er eina meistaramótið sem hefur haft lágmarksskilyrði og finnst stjórn eðlilegra að sömu reglur gilda á öll meistaramót framvegis.

Orðsending til landsliðsmanna

Að gefnu tilefni vil landsliðsnefnd benda landsliðsmönnum á eftirfarandi:

Kraftlyftingasambands Íslands greiðir þátttökugjald og dopingfee (90 Evrur) fyrir alla sem eru skráðir á alþjóðamót. Það er ekki endurkræft þó skráður keppandi hætti við þátttöku.

Allir landsliðsmenn hafa undirritað landsliðssamning þar sem segir í 6.grein:

……. Hætti keppandi að eigin frumkvæði við þátttöku í keppni sem hefur verið ákveðin skv. samningi þessum án þess að góðar og gildar ástæður liggi til grundvallar þeirri ákvörðun, er keppanda skylt að endurgreiða KRAFT allan útlagðan kostnað og styrki vegna fyrirhugaðrar þátttöku.

Þetta á t.d. við varðandi þessar 90 Evrur sem þarf að endurgreiða ef hætt er við þátttöku eftir að skráning hefur farið fram.

Dómarapróf og byrjendamót

Dómarapróf verður haldið á Akureyri laugardaginn 13.apríl nk
Skriflega prófið stendur frá 10.00 – 11.00

Prófkandidatar dæma svo á byrjendamótinu sem er haldið hjá KFA að Austursíðu 2. Vigtun hefst kl. 11.30 og keppni 13.30

Nýr starfsmaður KRAFT

Lára Bogey Finnbogadóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu sambandsins. Hún mun sjá um almenn skrifstofustörf, upplýsingaöflun, skýrsluskrif og skráningar á mót innanlands og utan.
Fastur viðverutími á skrifstofu er á miðvikudögum 13.00 – 16.00 en utan þess tíma svarar Lára á netfanginu [email protected] og í síma 868 5332

Lára þekkir vel til starfs KRAFT bæði sem keppandi, þjálfari, mótshaldari og stjórnarmaður í Kraftlyftingafélagi Akraness.
Við óskum hana velkomna til starfa!

Breytingar á reglugerðum

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 24.mars sl breytingar á Reglugerð um félagsaðild og Reglugerð um heiðursviðurkenningar.
Á fundinum voru felld úr gildi Reglugerð um aganefnd og Reglugerð um nefndir.
http://kraft.is/um-kraft/reglur/

Bikarmót í bekkpressu – Úrslit

Bikarmótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu voru haldin um helgina í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Fjöldi keppenda mætti til leiks, íslandsmet voru slegin og góður andi var í húsinu. Mótshaldari var Massi.

Klassísk bekkpressa

Í karlaflokki varð Ingimundur Björgvinsson frá KFR bikarmeistari. Hann lyfti 190kg og keppti í -105kg flokki. Þetta gaf honum 664,3 IPF stig.

Í kvennaflokki varð Matthildur Óskarsdóttir frá KFR bikarmeistari. Hún lyfti 100kg í þriðju lyftu og setti þar með nýtt íslandsmet í -72kg flokki. Þetta gaf henni 734 IPF stig.

Bekkpressa

Í karlaflokki varð Einar Örn Guðnason frá Akranesi bikarmeistari. Hann lyfti 255kg og keppti í -120kg flokki. Þetta gaf honum 625,3 IPF stig.

Í kvennaflokki varð Þórunn Brynja Jónasdóttir bikarmeistari. Hún lyfti 92,5kg og keppti í -84kg flokki. Þetta gaf henni 513,1 IPF stig.

Full úrslit

Bikarmót í klassískri bekkpressu

Bikarmót í bekkpressu