ÍM i réttstöðulyftu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistarmótið í réttstöðulyftu sem fer fram 14.júlí nk á Sauðárkróki. Skráningarfrestur er til miðnættis 23.júni, en frestur til að greiða keppnisgjald og breyta skráningu rennur út 30.júni.

Skráningareyðublað: imRL18_skraning

Mótið fer fram í tengslum við Landsmót UMFÍ sem er haldið á Sauðárkróki þessa helgi. Keppendur og starfsmenn fá afhent armbönd sem gefa aðgang að svæðinu og afslátt af ýmsa þjónustu og vörum á staðnum.
Þeir sem vilja gera meira og taka þátt í fleiri viðburðum á landsmótinu geta skráð sig hér: https://www.landsmotid.is/ . Úr mörgu er að velja!

Breyting á mótaskrá

Mótanefnd KRA hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á mótaskrá.
Bikarmótin í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu sem upphaflega voru sett í Reykjavík verða haldin á Akranesi. Dagsetningarnar eru óbreyttar, 13 og 14 oktober.

Matthildur með brons

Matthildur Óskarsdóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Matthildur hefur þrátt fyrir ungan aldur verið að keppa í kraftlyftingum síðan 2014 en þetta er í fyrsta skiptið sem hún keppir í unglingaflokki á alþjóðamóti. Matthildur keppir í -72kg flokki. Hún mætti sterk til leiks og lyfti 140kg í hnébeygjunni sem er nýtt íslands með í unglingaflokki. Í bekkpressunni lá því best við að bæta líka íslandsmet og lyfti hún 95kg sem gaf henni bronsið í bekkpressunni. Þetta var því miður ekki hennar dagur í réttstöðulyftunni. 142,5kg fóru upp en gripið brást í seinni lyftum. Þetta gaf henni 377,5kg í samanlögðu sem er jöfnun á hennar besta árangri. 2 íslandsmet og mun Matthildur án vafa taka þau fleiri í framtíðinni, þetta er rétt að byrja.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn!

Matthildur með brons um háls og bros á vör!

Næsti íslenski keppandinn sem lyftir á HM er Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir og keppir hún á fimmtudaginn klukkan 15:00 á íslenskum tíma. Ragnheiður er með hæstu wilks stig  sem íslensk kona hefur tekið í klassískum kraftlyftingum og því verður gaman að fylgjast með henni. KRAFT óskar henni góðs gengis á mótinu og hvetur sem flesta til að horfa á.

Bein útsending verður eins og áður hér!

Ragna Kristín með íslandsmet

Ragna Kristín Guðbrandsdóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Hún keppti í -63kg flokki stúlkna og var stefnan sett á bætingar. Hún lyfti 125kg í hnébeygjunni. Hún var í hörkubaráttu við 130kg lyftu þegar stangarmenn gripu óvart inní. Hún fékk þá annað tækifæri til þess að lyfta 130kg en því miður var brunnurinn tæmdur í fyrri lyftuna. Í bekkpressunni lyfti hún 65kg sem er jöfnun á hennar besta árangri. Hún fór svo alla leið í réttstöðulyftunni og lauk mótinu á 130kg lyftu sem er nýtt íslandsmet í stúlknaflokki. Þetta gaf henni 320kg í samanlögðu og nýtt íslandsmet í samanlögðu. 3 íslandsmet, ekki amarlegur dagur það.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!

Ragna með 130kg réttstöðulyftu. Léttvigt í hennar höndum.

Á morgun lyftir svo Matthildur Óskarsdóttir. Hún keppir í -72kg unglinga og hefur hún keppni klukkan 15:00 á íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér. Kraftlyftingasambandið óskar henni auðvitað góðs gengis á morgun. Mælum við að sem flestir horfi á útsendinguna og hvetji hana heima í stofu.

ÍM unglinga og öldunga í kraftlyftingum og bekkpressu – Úrslit

Íslandsmót unglinga og öldunga í kraftlyftingum og bekkpressu voru haldin um helgina á Akranesi. Það var mikill andi í þeim sem mættu og lyftu.

Kraftlyftingar

Í kvennaflokki -57kg masters I mætti María Guðsteinsdóttir úr Ármanni  sterk til leiks. Hún lyfti 137,5kg í hnébeygju sem er nýtt íslandsmet í masters I flokki. Í bekkpressunni lyfti hún 77,5kg sem er einnig nýtt íslandsmet í masters I flokki. Hún endaði svo daginn á því að lyfta 168,5kg í réttstöðulyftunni sem er nýtt íslandsmet í opnum flokki. Þetta gaf henni samanlagt 383,5kg sem er nýtt íslandsmet í masters I og 445 wilks stig.

Í karlaflokki vann Guðfinnur Snær Magnússon úr Breiðabliki. Guðfinnur er alltaf hungraður í bætingar og mætti í anda eins og alltaf. Hann lyfti 350kg í hnébeygjunni. Kláraði bekkpressuna í 250kg og togaði svo 275kg upp í réttstöðulyftunni. Þetta gaf honum 875kg í samanlögðu og 486,3 wilks stig.

Bekkpressa

Í bekkpressunni mætti Svavar Örn Sigurðsson til leiks og lyfti þar 155kg. Hann besta bekkpressa til þessa og því um persónulegar bætingar að ræða.

Full úrslit úr mótunum má sjá hér:

KRAFT ÍM unglinga og öldunga í kraftlyftingum

KRAFT ÍM unglinga og öldunga í bekkpressu

Laufey með ný íslandsmet

Laufey Agnarsdóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Laufey keppir í -84kg flokki masters I. Laufey gekk vel í dag og kláraði á sínum besta árangri til þessa. Í hnébeygjunni lyfti hún 137,5kg sem er jöfnun á hennar besta. Í bekkpressunni lyfti hún 95kg sem er nýtt íslandsmet í hennar flokki. Í réttstöðulyftunni lyfti hún svo 160kg sem er einnig nýtt íslandsmet. Þetta gaf henni 392,5kg í samanlögðu sem er einnig nýtt íslandsmet. 3 íslandsmet í heildina. Hún lauk keppni í 5 sæti og var með 8 lyftur gildar af 9. Flottur árangur hjá Laufey.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!

Mynd úr safni Kraft. Rósa Birgisdóttir t.v. og Laufey Agnarsdóttir t.h.

Við hvetjum svo lesendur að fylgjast áfram með. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir mun keppa á mánudaginn næstkomandi en hún keppir í -63kg stúlknaflokki. Hún hefur keppni klukkan 14 á íslenskum tíma.  Óskar Kraftlyftingasambandið henni góðs gengis og minnir á að hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér og mun hún keppa á palli 2.

Sigþrúður með bronsverðlaun

Sigþrúður Erla Arnarsdóttir keppti í gær á HM í klassískum kraftlyftingum sem er haldið í Calgary, Kanada. Hún keppti í +84kg flokki kvenna masters 2. Í hnébeygjunni lyfti 165kg í þriðju lyftu sem er evrópumet í hennar flokki og bronsverðlaun í greininni. Í bekkpressunni þá lyfti hún 92,5kg sem er einnig evrópumet í masters 2 og líka bronsverðlaun. Svo lauk hún þriðju réttstöðulyftunni á því að lyfta 177,5 sem gaf henni þriðju bronsverðlaunin. Þetta gaf henni 435kg í samanlögðu sem er nýtt evrópumet og fjórða bronspeninginn. Sigþrúður var með níu gildar lyftur af níu lyftum og þriðja sætið í heildina sem er stórglæsilegur árangur. Hún setti því þrjú evrópumet og fékk bronsverðlaun í öllum greinum og samanlögðu.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn og bronsið!

Sigþrúður upp á verðlaunapalli, að sjálfsögðu með íslenska fánann.

 

Á laugardaginn mun svo Laufey Agnarsdóttir keppa í -84kg flokki master I. Hún mun hefja keppni klukkan 15:00 á íslenskum tíma og verður hægt að horfa á það í beinni útsendingu hér!

Sigþrúður keppir í dag

Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum hefst í dag í Calgary, Kanada. Fyrir hönd íslands á mótinu keppa 8 keppendur, 7 konur og 1 karl.

Fyrsti íslenski keppandinn keppir í dag en það er hún Sigþrúður Erla Arnarsdóttir sem keppir í +84kg flokki kvenna M2. Hún kom heim með gullpening um hálsinn af síðasta EM og því spennandi að sjá hvernig henni gengur í dag.

Hennar flokkur hefur keppni klukkan 18:00 á staðartíma í Calgary en það er á miðnætti hér á Íslandi. Gangi þér vel Sigþrúður!

Hægt verður að fylgjast með mótinu hér!

Breyting á mótaskrá

Stjórn KRA hefur samþykkt  ósk um að færa Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 14.júlí úr umsjón Stjörnunnar.
Mótið verður haldið í tengslum við Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 14.júlí og verður í umsjón KFA.