ÍM í bekkpressu – úrslit

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu  fór fram á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í karlaflokki var Viktor Samúelsson, KFA, stigahæstur, en hann lyfti 295 kg í -120 kg flokki.
Annar var Alex Cambray Orrason, KFA, en hann setti nýtt Íslandsmet í -105 kg flokki með 251,5 kg.
Þriðji var Einar Örn Guðnason, Akranesi, sem lyfti 240 kg í -105 kg flokki.

Í kvennaflokki var Hulda B Waage stigahæst, en hún lyfti 133 kg í -84 kg flokki sem er nýtt Íslandsmet.
Íris Hrönn Garðarsdóttir, KFA, lyfti 90 kg í -84 kg flokki og varð í öðru sæti.

HEILDARÚRSLIT

ÍM í kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum  fór fram á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í karlaflokki var Viktor Samúelsson, KFA, stigahæstur með 581,9 stig.
Viktor lyfti seríuna 387,5-302,5-320 eða samtals 1010 kg sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í -120 kg flokki. Hnébeygjan og réttstöðulyftan eru líka persónulegar bætingar og bætingar á Íslandsmetum.
Í öðru sæti með 532,8 stig var Einar Örn Guðnason, Akranesi, sem líka bætti sig verulega.
Hann lyfti 360-251-280 eða samtals 891 kg í -105 kg flokki. Hnébeygjan, bekkpressan og samanlagður árangur eru allt ný Íslandsmet.
Í þriðja sæti var Þorbergur Guðmundsson, KFA, með 525,4 stig, en hann lyfti 365-260-320 eða 945 kg í +120 kg flokki sem er persónuleg bæting.

Í kvennaflokki var Hulda B Waage, KFA stigahæst með 473,9 stig.
Hulda lyfti 215-130-177,5 og jafnaði Íslandsmetinu samanlagt í -84 kg flokki með 522,5 kg.  Hnébeygjan er nýtt Íslandsmet í flokknum.
Önnur var Íris Hrönn Garðarsdóttir, KFA, með 373,3 stig og seríuna 170-95-150 samanlagt 415 kg, allt persónulegar bætingar.

Fleiri met voru sett á mótinu.

HEILDARÚRSLIT

Við óskum Viktor og Huldu og öðrum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.

Hulda Elsa endurkjörin formaður

Hulda Elsa Björgvinsdóttir var endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambands Íslands í gær.
Ný stjórn skipa auk hennar þau Alex Cambray Orrason, Aron Friðrik Georgsson, Erla Kristín Árnadóttir, Gry Ek Gunnarsson, Guðbrandur Sigurðsson og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir.
Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum.

ÍM í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu sem fara fram í Reykjavík 17. og 18.mars nk.

ÍM í klassískum kraftlyftingum, skráningarfrestur 25.febrúar imclass18_skraning
ÍM í klassískri bekkpressu, skráningarfrestur 24.febrúar imBPclass18_skraning

Athugið að þar sem um Íslandsmeistaramót eru að ræða þurfa keppendur að hafa verið skraðir iðkendur í sínu félagi í amk 3 mánuði fyrir mótsdag.

ÍM – tímaplan

17. feb – kraftlyftingar
Kvennaflokkar + 66 og 74kg fl. karla
Vigtun klukkan 08:00
Keppni klukkan 10:00-13:00

Karlaflokkar (93+105+120+120+)
Vigtun klukkan 13:00
Keppni klukkan 15:00

18. febrúar – bekkpressa
Allir flokkar
Vigtun klukkan 08:00
Keppni klukkan 10:00-11:30

Kraftlyftingaþing – mótframboð gegn formanni

Áttunda ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið á Akureyri 18.febrúar nk.

Á þinginu fara fram formanns- og stjórnarkjör.

Tveir einstaklingar bjóða sér fram til formennsku:
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sitjandi formaður KRAFT.
Þorbergur Guðmundsson, formaður KDH

Fimm einstaklingar bjóða sér fram til stjórnarstarfa, en kosið verður um þrjú sæti:
Alex Cambray Orrason
Aron Friðrik Georgsson
Aron Ingi Gautason
Gísli Sigurðsson
Guðbrandur Sigurðsson

Nánari upplýsingar um frambjóðendur hafa verið sendar þeim sem eiga rétt til þingsetu.

 

Úrslit RIG 2018

Keppni í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games fór fram í dag í Laugardalshöllinni. Keppt var á Wilksstigum. Sigurvegari í kvennaflokki var Carola Garra frá Ítalíu og í karlaflokki bar Júlían J. K. Jóhannsson sigur úr býtum, en hann setti jafnframt Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 372,5 kg.

Úrslit í kvennaflokki

# Name Team W.Class B.Weight W.Coef. RESULT W.Points
Open
1 Garra Carola Italy -63kg 62,65 1,0785 467,5 504,50
2 Jonsdottir Ellen Yr Iceland -84kg 83,40 0,8950 417,5 373,66
3 Gunnarsdottir Arna Osp Iceland -63kg 61,80 1,0898 330,0 359,63
4 Birgisdottir Rosa Iceland 84+kg 137,45 0,7803 442,5 345,28
5 Jonsdottir Iris Rut Iceland -63kg 60,90 1,1021 307,5 338,90
6 Sonnentag Kristin Iceland 84+kg 88,75 0,8692 382,5 332,47

Úrslit í karlaflokki

# Name Team W.Class B.Weight W.Coef. RESULT W.Points
Open
1 Johannsson Julian J.K. Iceland 120+kg 167,85 0,5442 912,5 496,58
2 McLaughlin Jordan Great Britain 120+kg 142,10 0,5576 885,0 493,48
3 Pennington Michael Great Britain -120kg 107,35 0,5931 810,0 480,41
4 Samuelsson Viktor Iceland -120kg 117,35 0,5780 785,0 453,73
5 Gudnason Einar Orn Iceland -105kg 103,50 0,6006 710,0 426,43
6 Georgsson Aron Fridrik Iceland -120kg 118,05 0,5772 732,5 422,80
7 Sigurdsson Svavar Orn Iceland -74kg 72,90 0,7271 572,5 416,26
8 Loeve Karl Anton Iceland -105kg 94,00 0,6250 635,0 396,88
9 Ottarsson Thorsteinn Aegir Iceland -120kg 114,80 0,5813 680,0 395,28
10 Gautason Aron Ingi Iceland -74kg 72,70 0,7285 540,0 393,39

Íslandsmetalisti og sundurliðuð úrslit.