Kraftlyftingafólk ársins

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2018 og urðu fyrir valinu þau Hulda B Waage og Júlían J. K. Jóhannsson.

Hulda er fædd árið 1985 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.
Helstu afrek á árinu:
– Íslandsmeistari í kraftlyftingum
– Íslandsmeistari í bekkpressu
– Bikarmeistari í kraftlyftingum
– Bikarmeistari í bekkpressu
– 8.sæti í -84 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– 4.sæti í -84 kg flokki á Western European Championship í kraftlyftingum
Hulda hefur sett mörg Íslandsmet á árinu

 

 

 

 

 

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann.
Helstu afrek á árinu:
– Heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 405 kg
– Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 372,5 kg
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
– 4.sæti samanlagt í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– Silfurverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í klassískum kraftlyftingum
– Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum
– Stigahæstur í karlaflokki á Reykjavík International Games
Júlían hefur sett heimsmet, evrópumet og mörg íslandsmet á árinu.
Júlían er í 4.sæti á heimslista í sínum flokki.

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn á árinu!

Arna Ösp hefur lokið keppni

Arna Ösp Gunnarsdóttir keppti í gær á EM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Kaunas í Litháen.

Arna keppir í -63kg flokki kvenna í aldursflokki unglinga. Í hnébeygju lyfti hún 112,5kg, í bekkpressunni lyfti hún 72,5kg og endaði svo daginn á því að lyfta 170kg í réttstöðulyftunni sem er aðeins 0,5kg frá íslandsmetinu hennar.

Þetta gaf henni 355kg í samanlögðu og 388,8 wilksstig sem er hennar besti árangur á stigum.

Þetta er hennar fyrsta mót á erlendri grundu og munum við vonandi sjá hana keppa oftar fyrir hönd Íslands.

 

 

EM í Litháen

Þann 24.nóvember hefst EM í klassískum kraftlyftingum í Kaunas í Litháen. Mótið stendur til 2.desember. Að þessu sinni eigum við íslendingar einn fulltrúa og er það Arna Ösp Gunnarsdóttir sem keppir í -63kg Jr. flokki. Með henni í för verður Grétar Hrafnsson, þjálfari.

Arna Ösp keppir mánudaginn 26.nóvember og við óskum henni að sjálfsögðu góðs gengis.

Bikarmót í kraftlyftingum og bekkpressu – Úrslit

Bikarmót í kraftlyftingum og bekkpressu var haldið um helgina á Akureyri. Kraftlyftingafélag Akureyrar mætti með sterkt lið og tóku stigakeppnina hjá körlum og konum í bæði kraftlyftingum á laugardeginum og bekkpressunni á sunnudeginum.

Í kraftlyftingum var stigahæsti karlinn Karl Anton Löve með 516,3 wilks stig.

Í kraftlyftingum var stigahæsta konan Hulda B. Waage með 495,9 wilks stig og svo tók hún einnig stigabikarinn í bekkpressunni með 126,4 wilks stig.

Í bekkpressu var stigahæsti karlinn Alex Cambray Orrason með 152,4 wilks stig.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn!

Mótshaldari var Kraftlyftingafélag Akureyrar og þakkar Kraft fyrir mótshaldið.

Full úrslit má sjá hér:

Bikarmót í kraftlyftingum 2018

Bikarmót í bekkpressu 2018

 

 

Bikarmót – tímaplan

Bikarmót KRAFT í kraftlyftingum og bekkpressu fara fram á Akureyri nk helgi.
Mótin eru haldin í húsi KFA við Austursíðu 2.

TÍMAPLAN

Laugardag – kraftlyftingar
KEPPENDUR 

Holl 1; allar konur + karlar -66
Vigtun kl. 08.00 – byrjun kl 10,00

Holl 2: karlar -74 – 120+
Vigtun kl 14,00 – byrjun kl 16,00

Dómarar: Sturlaugur Gunnarsson – AKR,

Sunnudag – bekkpressa
KEPPENDUR 

Vigtun kl 12,00 – byrjun kl 14,00

Dómarar: Sturlaugur Gunnarsson – AKR, Aron Ingi Gautason – KFA, Alex Cambray – KFA, Einar Birgisson – KFA, Hulda B Waage – KFA

Júlían með nýtt heimsmet

HM í kraftlyftingum lauk í dag og sýndi og sannaði Júlían JK Jóhannsson að hann sé í röð fremstu kraftlyftingmanna á heimsvísu.

Júlían tók í maí síðastliðnum óopinbert heimsmet í réttstöðulyftu og hefði komið á óvart ef hann hefði ekki reynt að gera það opinbert í dag. Júlían var greinilega í góðum anda í dag og lyfti hann 410kg í hnébeygjunni. Sem er hans besta hnébeygja á ferlinum. Í bekkpressunni lyfti hann 300kg. Svo kom að réttstöðulyftunni og opnaði hann í 360kg sem reyndist mjög auðveld. Þá var farið í 398kg var 0,5kg yfir heimsmeti Brad Gillingham sem hafði staðið síðan 2011. Júlían fór létt með 398kg lyftuna og þá bað hann um 405kg a stöngina. Hún fór upp og því tvíbætti hann heimsmetið. Hann fékk því gullið í réttstöðulyftu.

Þetta gaf honum 1115kg í samanlögðu sem er 35kg bæting á íslandsmetinu hans.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju árangurinn!

Hér má sjá myndbandið af 405kg lyftu Júlíans.

Sóley og Viktor hafa lokið keppni

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum er í fullum gangi í Halmstad, Svíþjóð. Í dag mættu til leiks tveir keppendur frá Íslandi, þau Sóley Margrét Jónsdóttir og Viktor Samúelsson.

Sóley lyfti í +84kg flokki kvenna. Hún lyfti 232,5kg í hnébeygju, 132,5kg í bekkpressunni og lauk svo deginum á 200kg deddi. Með þessu setti hún nýtt íslandsmet í bekkpressu í stúlkna og unglingaflokki. Lauk hún því mótinu með 565kg í samanlögðu. Þess má einnig geta að Sóley var yngsti keppandinn í sínum flokki.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!

 

Eftir hádegi mætti svo til leiks í -120kg flokknum Viktor Samúelsson. Viktor mætti til leiks sterkur og einbeittur. Hann lyfti 382,5kg í hnébeygjunni, 307,5kg í bekkpressunni og lokaði deginum á 305kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum 995kg í samanlögðu. Flottur árangur.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum til hamingju með árangurinn!

Sóley með 232,5kg í botnstöðu á hraðri leið upp! /Mynd frá EPF

Viktor Samúelsson að lyfta þessum lóðum! /Mynd frá EPF

Kraft hvetur svo alla lesendur til þess að fylgjast með á morgun á http://powerlifting.sport klukkan 11 þar sem Júlían JK Jóhannsson mætir fílefldur til leiks. Júlían er með óopinbert heimsmet í réttstöðu og hann mun eflaust leitast eftir að gera það opinbert á morgun!

HM 2018

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Halmstad í Svíþjóð.
Hér má sjá útsendingu frá mótinu og upptökur af því sem lokið er.
https://www.powerlifting.sport/

Þrír íslenskir keppendur mæta til leiks.
Sóley Margrét Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki kvenna á morgun föstudag og hefst keppnin kl. 12.00 á íslenskum tíma.

Viktor Samúelsson keppir í -120 kg flokki líka á föstudag kl. 15.00

Á laugardag 10.nóvember keppir svo Júlían J K Jóhannsson kl 11.00

Við óskum þeim öllum góðs gengis!