Skip to content

Byrjendamót – úrslit

  • by

Fjölmennt og skemmtilegt byrjendamót var haldið í dag í Njarðvíkum og luku sautján keppendur keppni, tólf konur og fimm karlar.
Keppendur voru á öllum aldri, vel undirbúnir og vel studdir af sínum félögum.
Það verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá þessu efnilegu fólki.
ÚRSLIT

Dómaraprófið sem átti að fara fram í tengslum við mótið þurfti því miður að fella niður vegna ónógrar þátttöku.

Kátir keppendur að loknu móti. Með á myndinni er Ellert Björn Ómarsson, formaður Massa.