Skip to content

Birgit með brons í beygjum

  • by

Birgit Rós Becker (BRE) hefur lokið keppni á EM í klassískum kraftlyftingum. Hún keppti í -72 kg flokki og náði bronsverðlaunum í hnébeygju. Vegna meiðsla tók hún aðeins eina létta tilraun í réttstöðunni og hafnaði í 9. sæti samanlagt.

Birgit fór nokkuð létt í gegn með allar þrjár tilraunir í hnébeygjunni og endaði á að jafna eigið Íslandsmet með 165 kg, en sú þyngd landaði henni bronsverðlaunum í greininni. Í bekkpressunni jafnaði hún sinn besta árangur í annarri tilraun með 77,5 kg, en hafði ekki 80 kg í þeirri þriðju. Vegna meiðsla tók Birgit aðeins eina létta tilraun með 75 kg í réttstöðunni. Hún hafnaði því í 9. sæti með 317,5 kg, sem er nokkuð langt frá hennar besta (402,5 kg).

Sigurvegarinn í flokknum var Svíinn Isabella von Weissenberg, sem sigraði á nýju Evrópumeti með 495 kg.