Skip to content

Birgit hefur lokið keppni

  • by

Birgit Rós Becker keppti á EM í dag, í fyrsta sinn á stórmóti. Hún keppti í sterkum flokki -72 kg og endaði i 11 sæti. Sigurvegarinn var Isabella von Weissberg frá Svíþjóð með 480 kg.

Birgit varð fyrir þvi óláni að meiðast í upphitun fyrir hnébeygju og gat þess vegna ekki beitt sér að ráði í keppninni. Henni tókst samt að ljúka keppni með seríuna 147,5 – 70 – 150, samtals 367,5 kg og heilmikið innlegg í reynslubankann.
Vonandi verður Birgit fljót að jafna sig og getur hafið æfingar aftur sem fyrst. Hún harkaði af sér og kláraði mótið og það er eiginleiki sem einkennir góða íþróttamenn.