Skip to content

Bikarmótið í kraftlyftingum – Úrslit

Bikarmótið í kraftlyftingum fór fram um helgina þar sem bæði var keppt í útbúnaði og í klassískum kraftlyftingum. Fjölmörg Íslandsmet féllu, bæði í kvenna- og karlaflokki.

Í kraftlyftingum í útbúnaði varð Sara Viktoría Bjarnadóttir stigahæst kvenna með 91.1 IPF stig en Þorbergur Guðmundsson í karlaflokki með 90.1 stig.

Í klassískum kraftlyftingum varð Þorbjörg Matthíasdóttir stigahæst kvenna en hún hlaut 80.5 stig en Friðbjörn Bragi Hlynsson var stigahæstur í karlaflokki með 96.7 stig.

Nánari úrslit má finna hér:

Klassískar kraftlyftingar.

Kraftlyftingar (útbúnaður).