Skip to content

Bikarmót – skráning hafin

  • by

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands í kraftlyftingum karla og kvenna fer fram í íþróttamiðstöð Glerárskóla á Akureyri laugardaginn 22.nóvember nk og er skráning hafin. Fyrri skráningarfrestur er til miðnættis 31.oktober, en seinni til miðnættis 7.nóvember. Mótið er síðasta stóra mót ársins og mun skera úr um hvaða lið verður stigahæst á árinu.
Fundur stjórnar sambandsins með formönnum félaga fer fram kvöldið fyrir mót.

Akureyrarmótið í kraftlyftingum hefur farið fram á hverju ári síðan 1974 og verður það haldið í ár jafnhliða bikarmótinu með þeim hætti að innbyrðiskeppni verður milli heimamanna um titilinn Akureyrarmeistari.

Til stendur að halda veglegt lokahóf þar sem um leið verður fagnað tímamótum hjá KFA, en það félag var stofnað 1975 og verður því 40 ára á næsta ári.
Bikarmótið markar upphaf afmælisdagskrár félagsins.
Við hvetjum menn til að taka þátt  og fagna með þeim, en skráning í veisluna fer fram um leið og skráning á mótið sjálft og kostar 5000 krónur.

SKRÁNING: bikarmot14

Tags: