Bikarmót í kraftlyftingum: Keppendalisti

Skráningum á Bikarmótið í kraftlyftingum, sem fer fram þann 25. nóvember í húsakynnum Kraftlyftingafélags Akureyrar, er lokið. Á mótið eru skráðir 19 keppendur.

Frestur til að gera breytingar á þyngdarflokkum og til að ganga frá greiðslu keppnisgjalda er til miðnættis laugardaginn 11. nóvember.