Skip to content

Bekkpressumót – úrslit

  • by

Kraftlyftingadeild Breiðabliks og Heiðrún, kraftlyftingafélag Garðabæjar héldu sameiginlegt bekkpressumót í Garðabæ í dag.

15 keppendur luku keppni, þar af 5 konur. Tveir keppendur í -93,0 flokki karla lyftu í búnaði.

Veitt voru verðlaun í öllum flokkum og stigabikar karla og kvenna. Sterkasta konan var Hafdís Huld Sigurðardóttir, Grótta, sem lyfti 55 kg í -52,0 kg flokki, rúmlega eigin líkamsþyngd “á kjötinu”.  Stigabikar karla í búnaði fékk Kristján S. Níelsson, Breiðablik, með vel útfærð 172,5 kg í -93,0 kg flokki. Stigabikar karla án búnaðar hlaut heimamaðurinn Erling Gauti Jónsson, sem lyfti 130 kg í -83,0 kg flokki.

Heildarúrslit: ÁN BÚNAÐAR –  MEÐ BÚNAÐI

Dómarar voru Auðunn Jónsson, Fannar Dagbjartsson og Alexander Ingi Olsen. Mótsstjóri var Halldór Eyþórsson. Ritarar Hulda Waage og Ingimundur Ingimundarson.

Þetta var fyrsta kraftlyftingamót sumra, bæði keppenda, starfsmanna og áhorfenda og bar mótið þess eðlilega nokkur merki, en allir kláruðu sín verkefni og áhorfendur skemmtu sér vel.

Fyrsta mót er alltaf til að læra af. Keppendur fara heim með ný verkefni, en margir þeirra eiga mörg kíló inni með bættri tækni og láta vonandi ekki hér staðar numið heldur halda áfram að bæta sig.

Mótshaldarar komu vel frá sínu og geta önnur minni félög tekið Heiðrúnarmenn til fyrirmyndar í því að sníða sér stakk eftir vexti, byrja á að setja upp lítið og einfalt mót, læra af því og bæta í næst. Blikar og Heiðrún sýna hér og sanna að tvö félög geta vel unnið saman, en það er líka áhugaverður möguleiki fyrir félög sem hafa ekki mannskap til að sjá um alla framkvæmd sjálf.

Leave a Reply