Norðurlandamót Unglinga

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum verður haldið á Akureyri dagana 21.-22.september næstkomandi. Þar mun efnilegt kraftlyftingafólk etja kappi og verða keppendur frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Mótið er haldið í íþróttahöllinni á Akureyri og eigum við von á glæsilegu móti með flottri umgjörð.

Nú er hægt að sjá tímatöflu mótsins hér.
https://npfpower.files.wordpress.com/2018/09/timetable.pdf

Keppni lokið á V.EM

Keppni er lokið á Vestur Evrópumótinu í Kraftlyftingum.

Alex Cambray Orrason og Þorbergur Guðmundsson stigu síðastir á svið fyrir Íslands hönd. Þetta reyndist frekar erfiður dagur og voru dómarnir ekki strákunum í hag. Báðir gáfu allt í þetta og engin spurning að þeir koma báðir sterkari til baka og reynslunni ríkari. Alex var með þrjár ógildar lyftur í bekknum eftir að hafa rifið upp 315kg í hnébeygjunni og dómarnir féllu ekki með Þorbergi í beygjunni.

Íslendingarnir stóðu sig heilt yfir mjög vel og féllu nokkur Íslandsmet ásamt því að Viktor og Ragnheiður fara heim með verðlaunapening.

Þriðji keppnisdagur á V.EM

Hulda B. Waage hóf keppni fyrir hönd Íslands á þriðja keppnisdegi á Vestur Evrópumótinu í Kraftlyftingum. Hulda keppti í -84kg flokki með búnaði og átti flottan dag.

Hulda hóf daginn á 217.5kg hnéygju fyrir nýju Íslandsmeti og bætti svo um betur með 222.5kg beygju. Í bekknum bætti Hulda svo við öðru Íslandsmeti með 140kg lyftu og lauk svo deginum með 170kg lyftu í réttstöðu og gerði góða tilraun við 177.5kg sem vildu ekki upp í þetta sinn.

Í heildina lyfti Hulda 532.5kg sem gaf henni fjórða sæti í samanlögðu, bætti Íslandsmet í hnébeygju, bekkpressu og samanlagt. Svo sannarlega flottur árangur og hvatning fyrir strákana sem hefja keppni klukkan 14:30.

Alex Orrason keppir í -105kg flokki og Þorbergur í 120+kg. Hægt er að fylgjast með framgöngu strákanna hér,
http://goodlift.info/live.php

 

-105 kg flokkur karla í klassískum á V.EM

Ingvi Örn Friðriksson hefur lokið keppni í -105kg flokki á Vestur Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.

Ingvi byrjaði daginn á 260kg lyftu í hnébeygju og fylgdi því eftir með 157.5kg í bekknum og að lokum fóru 297.5kg upp í réttstöðulyftu. Ingvi sýndi flottann anda þegar hann reif upp 297.5 í þriðju tilraun og virkilega gaman að sjá báráttuviljann skila honum lyftunni.

Ingvi á meira inni og ekki spurning að þetta mót fer í reynslubankann.

Viktor með brons í -120kg í klassískum

Viktor Samúelsson náði mjög góðum árangri í -120kg flokki í klassískum lyftingum sem var að ljúka á Vestur Evrópumótinu.

Viktor náði bronsi í samanlögðu með 805kg samanlagt. Viktor var með 292.5 kg. í hnébeygju sem er jafnframt nýtt Íslandsmet og náði hann silfri í beygju. Í bekknum fóru 207.5kg upp sem einnig var silfur og í réttstöðu fóru 305kg. af gólfinu sem skilaði bronsi.

Frábær árangur hjá Viktori og verður spennandi að fylgjast með honum á komandi mótum.

 

-84kg flokkur í klassískum á V.EM

Þá er fyrsta keppnisdegi á Vestur Evrópumótinu í Kraftlyftingum lokið og lokaði Ellen Ýr deginum fyrir Íslands hönd.

Ellen byrjaði á 157.5kg í hnébeygju og tók 165kg í lyftu 2. Í lyftu þrjú barðist hún við 167.5 en ekki vildi það hafast í dag. Í bekknum startaði hún á 87.5kg og endaði þar í 90kg. Í réttstöðunni reif hún upp 165kg. Mótið gekk vel miðað við erfiða uppkeyrslu og þétta dagskrá, dagsformið skiptir alltaf máli. Ellen endaði með samanlagt 412.5kg. og alveg ljóst að þetta fer í reynslubankann og verður gaman að fylgjast með Ellen í framtíðinni.

Ragnheiður með brons á V.EM

Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir var rétt í þessu að næla sér í  þrenn bronsverðlaun og ein silfurverðlaun í -57kg flokki í klassískum kraftlyftingum á Vestur Evrópumótinu.

Ragnheiði gekk mjög vel á mótinu, í hnébeygju lyfti hún 122.5kg, 127.5kg og 130kg sem er nýtt Íslandsmet og bronsverðlaun í dag. í bekknum lyfti hún 77.5kg, 80kg og 82.5kg sem einnig er nýtt Íslandsmet og einnig brons. Í réttstöðu lyfti Ragnheiður, 145kg, 152,5kg og 157,5 sem er jafnt hennar besta og færði henni silfurverðlaun. Samanlagt var hún með 370kg sem er bæting á Íslandsmeti í samanlögðu um 10kg. og brons í samanlögðu.

Þessi árangur skilaði henni svo 432.1 wilksstigum sem er hæsta wilks total sem íslensk kona hefur náð í klassískum kraftlyftingum.

Við óskum Ragnheiði að sjálfsögðu til hamingju með frábæran árangur.

Ellen Ýr er svo næst á svið og hefst hennar keppni klukkan 17:00 að íslenskum tíma.

Vestur Evrópumótið (Uppfært)

Nú er hópurinn allur mættur til Noregs í góðum anda.
Mótið hefst á morgun, föstudag með klassískum kraftlyftingum og mun Ragnheiður Kristín stíga fyrst Íslendinga á svið í -57kg flokki og hefur keppni klukkan 07:00 á íslenskum tíma. síðar um daginn er svo komið að Ellen Ýr í -84kg flokki og hefst keppnin hjá henni kl.17:00.

Á laugardaginn munu Ingvi Örn Friðriksson, -105 kg flokki og Viktor Samúelsson -120 kg flokki keppa fyrir Íslands hönd í klassískum kraftlyftingum. Keppni hjá drengjunum hefst klukkan 08:00 á íslenskum tíma.

Á sunnudag keppa svo þeir Íslendingar sem taka þátt í keppni í búnaði og þá munu Hulda B. Waage -84kg flokk, Alex Cambray Orrason -105kg flokki og Þorbergur Guðmundsson120+kg flokki stíga á svið. Hulda hefur keppni klukkan 08:00 á íslenskum tíma og Alex og Þorbergur ljúka svo mótinu en þeirra keppni hefst klukkan 12:30 á íslenskum.

hægt er að fylgjast með á linknum hér fyrir neðan;
https://goodlift.info/live.php

Vestur Evrópumótið í Kraftlyftingum fer fram dagana 14.-16.september í Hamar í Noregi. Sterkur hópur keppenda fer í víking frá Íslandi og verður spennandi að fylgjast með gengi þeirra.

Þau sem keppa fyrir hönd Íslands í klassískum kraftlyftingum eru; Viktor Samúelsson í -120kg flokki, Ingvi Friðriksson í -105kg flokki, Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg flokki og Ragnheiður Sigurðardóttir í -57kg flokki.

Í búnaði munu Þorbergur Guðmundsson 120+kg flokki, Alex Orrason -105kg flokki og Hulda Waage -84kg flokki keppa fyrir okkar hönd.

Við óskum þeim að sjálfsögðu góðs gengis.

Brons á HM unglinga

Guðfinnur Snær Magnússon vann til bronsverðlauna í sínum flokk, 120+kg á HM unglinga í Potchefsroom fyrr í dag.
Guðfinnur lyfti 380kg í hnébeygju, 275kg í bekkpressu og 290kg í réttstöðulyftu sem gera 945kg. samanlagt. Glæsilegur árangur hjá Guffa og við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju.