Nýtt ár og nýjar reglur

Kraftlyftingasamband Íslands óskar öllum félögum og stuðningsmönnum gleðilegs árs.

Ýmsar nýjar reglur tóku gildi um áramót og ber fyrst að nefna IPF formúluna sem nú hefur tekið við af Wilkstöflunni við útreikningu stiga.
Hér má skoða nánar.
Reiknivél.
Nýr listi yfir löglegan búnað hefur tekið gildi og síðast en ekki síst taka breytingarnar á keppnisreglum sem samþykktar voru á síðasta þingi gildi f.o.m. 1.janúar. Hér má finna reglurnar á ensku, en verið er að ganga frá íslenskri þýðingu.
WADA hefur líka uppfært sinn lista yfir bönnuðum efnum.

Nauðsynlegt er að menn kynni sér þessar breytingar vel, bæði keppendur, dómarar og mótshaldarar.Landsliðsval 2019

Landsliðsnefnd hefur samþykkt eftirfarandi verkefni 2019
Valið verður endurskoðað á miðju ári eins og reglur gera ráð fyrir og hafa menn því svigrúm til að uppfylla kröfur til þátttöku, hvort sem er lágmörk eða fjölda móta.
Boðað verður til fundar með landsliðsmönnum fljótlega eftir áramót, verkefnin kynnt og gengið frá samningum.

LANDSLIÐSVERKEFNI 2019

EM ÖLDUNGA KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – UNGVERJALAND – MARS

María Guðsteinsdóttir – 57/M1
Laufey Agnarsdóttir – 84/M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – +84/M2
Sigríður Dagmar Agnarsdóttir – 57/M3

EM Í KRAFTLYFTINGUM – TÉKKLAND – APRIL

Sóley Margrét Jónsdóttir – +84/subjr
Kara Gautadóttir – 57/jr
Hulda B Waage – 84
Karl Anton Löve – 105/jr
Guðfinnur Snær Magnússon – +120 jr
Viktor Samúelsson – 120
Júlían J. K. Jóhannsson – +120
Þorbergur Guðmundsson – +120

HM Í BEKKPRESSU – JAPAN – MAÍ

Matthildur Óskarsdóttir – 72/jr
Fanney Hauksdóttir -63
María Guðsteinsdóttir – 57/M1

HM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – SVÍÞJÓÐ – JÚNI

Matthildur Óskarsdóttir – 72/jr
Muggur Ólafsson – 74/jr
María Guðsteinsdóttir – 57/M1
Laufey Agnarsdóttir – 84/M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – +84/M2

EM ÖLDUNGA – RÚMENÍA – JÚLI

María Guðsteinsdóttir – 57/M1

EM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – LÚXEMBURG – ÁGÚST

Alexandra Rán Guðnýjardóttir – 57/jr
Matthildur Óskarsdottir – 72/jr
Halldór Jens Vilhjálmsson – 105/jr
Fanney Hauksdóttir – 63

HM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM – CANADA – ÁGÚST

Sóley Margrét Jónsdóttir – +84/subjr
Kara Gautadóttir – 57/jr
Karl Anton Löve – 105/jr
Guðfinnur Snær Magnússon – +120/jr

VESTUREVRÓPUKEPPNIN – ÍTALÍA – SEPTEMBER

Muggur Ólafsson – 74/jr
Arnhildur Anna Árnadóttir – 72
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57
Aron Friðrik Georgsson – 120

NM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM – DANMÖRKU – SEPTEMBER

Jóel Páll Viðarsson – 120/subjr
Alexandra Rán Guðnýjardóttir – 57/jr
Muggur Ólafsson – 74/jr
Guðmundur Smári Þorvaldsson – 93/jr
Halldór Jens Vilhjálmsso – 105/jr

HM ÖLDUNGA – SUÐUR AFRÍKA – OKTOBER

María Guðsteinsdóttir – 57/M1

EM Í BEKKPRESSU – FINNLAND – OKTOBER

Fanney Hauksdóttir – 63

HM Í KRAFTLYFTINGUM – DUBAI – NOVEMBER

Hulda B Waage – 84
Sóley Margrét Jónsdóttir – +84
Viktor Samúelsson – 120 kg
Júlían J. K. Jóhannsson – 120+

EM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – LITHÁEN – NÓVEMBER

Ragna Kr Guðbrandsdóttir – 63/jr
Matthildur Óskarsdóttir – 72/jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57
Muggur Ólafsson – 74/jr
Halldór Jens Vilhjálmsson – 105/jr
Ingvi Örn Friðriksson – 105
Aron Friðrik Georgsson – 120

Kraftlyftingafólk ársins

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2018 og urðu fyrir valinu þau Hulda B Waage og Júlían J. K. Jóhannsson.

Hulda er fædd árið 1985 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.
Helstu afrek á árinu:
– Íslandsmeistari í kraftlyftingum
– Íslandsmeistari í bekkpressu
– Bikarmeistari í kraftlyftingum
– Bikarmeistari í bekkpressu
– 8.sæti í -84 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– 4.sæti í -84 kg flokki á Western European Championship í kraftlyftingum
Hulda hefur sett mörg Íslandsmet á árinu

 

 

 

 

 

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann.
Helstu afrek á árinu:
– Heimsmet í réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 405 kg
– Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki með 372,5 kg
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
– 4.sæti samanlagt í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum
– Silfurverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í klassískum kraftlyftingum
– Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum
– Stigahæstur í karlaflokki á Reykjavík International Games
Júlían hefur sett heimsmet, evrópumet og mörg íslandsmet á árinu.
Júlían er í 4.sæti á heimslista í sínum flokki.

Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn á árinu!

Bikarmót – tímaplan

Bikarmót KRAFT í kraftlyftingum og bekkpressu fara fram á Akureyri nk helgi.
Mótin eru haldin í húsi KFA við Austursíðu 2.

TÍMAPLAN

Laugardag – kraftlyftingar
KEPPENDUR 

Holl 1; allar konur + karlar -66
Vigtun kl. 08.00 – byrjun kl 10,00

Holl 2: karlar -74 – 120+
Vigtun kl 14,00 – byrjun kl 16,00

Dómarar: Sturlaugur Gunnarsson – AKR,

Sunnudag – bekkpressa
KEPPENDUR 

Vigtun kl 12,00 – byrjun kl 14,00

Dómarar: Sturlaugur Gunnarsson – AKR, Aron Ingi Gautason – KFA, Alex Cambray – KFA, Einar Birgisson – KFA, Hulda B Waage – KFA

HM 2018

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Halmstad í Svíþjóð.
Hér má sjá útsendingu frá mótinu og upptökur af því sem lokið er.
https://www.powerlifting.sport/

Þrír íslenskir keppendur mæta til leiks.
Sóley Margrét Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki kvenna á morgun föstudag og hefst keppnin kl. 12.00 á íslenskum tíma.

Viktor Samúelsson keppir í -120 kg flokki líka á föstudag kl. 15.00

Á laugardag 10.nóvember keppir svo Júlían J K Jóhannsson kl 11.00

Við óskum þeim öllum góðs gengis!