Bikarmót – nýtt tímaplan

Stjórn KRAFT hefur samþykkt breytingu á áður auglýstu tímaplani fyrir bikarmótið í klassískum kraftlyftingum sunnudaginn 17.febrúar nk.

Vigtun 08:30 – Start 10:30
Holl 1 – allar konur
Holl 2 – karlar 66 -93

Vigtun 13:00 – Start 15:00
Holl 3 – karlar 105- 120+

Bikarmót – tímaplan

Skráningu er lokið á bikarmót Kraftlyftingasambandsins í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum sem fara fram á Akureyri helgina 16. og 17. febrúar nk.
KEPPENDALISTAR

TÍMAPLAN
Laugardag – kraftlyftingar
Allar konur : 08:00 vigtun / 10:00 start
Allir karlar: 13:00 vigtun / 15:00 start

Sunnudag – klassískar kraftlyftingar
Allar konur : 08:15 vigtun / 10:15 start
Holl 1: 52kg – 63 kg
Holl 2: 72kg – 84kg
Allir karlar: 13:00 vigtun / 15:00 start
Holl 1: 66kg – 93kg
Holl 2: 105kg – 120+kg

Það vantar dómarar á mótið.
Skráning fer fram hér

RIG 2019 – úrslit

Keppt var í klassískum kraftlyftingum á RIG um helgina. Keppnin fór fram í Laugardalshöll í umsjón Kraftlyftingadeildar Ármanns.
Keppt var samkvæmt hinu nýja stigakerfi IPF í fyrsta sinn.
Sigurvegarar urðu Joy Nnamani, Bretlandi, í kvennaflokki og Krzysztof Wierzbicki, Póllandi í karlaflokki. Í næstu sætum voru Ragnheiður Kr Sigurðardóttir og Arna Ösp Gunnarsdóttir og Ingvi Örn Friðriksson og Friðbjörn Bragi Hlynsson. Þrjú heimsmet féllu og mörg Íslandsmet.
ÚRSLIT
Myndir af mótinu má finna á myndasíðu Þóru Hrannar Njálsdóttur

RIG 2019

Nú er að hefjast hin árlega íþróttahátíð Reykjavik International Games og er dagskráin glæsileg og fjölbreytt að vanda.
Hér má skoða nánar. https://www.rig.is/
Kraftlyftingamótið er á dagskrá sunnudaginn 27.janúar nk og hefst kl. 14.00 í Laugardalshöll. Keppni í ólympískum lyftingum fer fram á undan og hefst kl. 10.00.
Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri.
Meðal keppenda eru tveir ríkjandi heimsmeistarar, evrópumeistari, fjórir heimsmethafar og kraftlyftingakarl og -kona Evrópu 2018. Meðal íslensku keppendanna má finna suma af okkar reyndustu og bestu keppendur við hliðina á ungum og upprennandi framtíðarmönnum, en átta félög eiga keppendur á mótinu. 
Þetta mega menn ekki láta fram hjá sér fara!

KONUR:
Arna Ösp Gunnarsdóttir – 1995 – MOS – [email protected]
Bonica Brown – 1988 – USA – 671,[email protected]+84kg
Joy Nnamani – 1992 – GBR – [email protected]
María Guðsteinsdóttir – 1970 – ÁRM – [email protected]
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 1981- KFR – [email protected]
Þórunn Brynja Jónasdóttir – 1974 – ÁRM – 337,[email protected]72kg
Rakel Jónsdóttir – 1981 – ÁRM – [email protected]
Kristín Þ Sonnentag – 1991 – ÁRM – 382,[email protected]+84kg

KARLAR:
Aron Friðrik Georgsson – 1989 –  STJ –  750,[email protected]
Erik Røen – 1996 – NOR – [email protected]+120kg
Friðbjörn Bragi Hlynsson – 1991 –  MOS [email protected]
Guðfinnur Snær Magnússon – 1997 – BRE – [email protected]+120kg
Halldór Jens Vilhjálmsson – 1996 – MAS – 637,[email protected]
Ingvi Örn Friðriksson – 1994 – KFA – 737,[email protected]
Júlían J K Jóhannsson – 1993 – ÁRM – 912,[email protected]+120kg
Krzysztof Wierzbicki –  1990 – POL – [email protected]
Muggur Ólafsson -1996 – STJ – 547,[email protected]
Svavar Örn Sigurðsson – 1999 – AKR – [email protected]

Þjálfaranám ÍSÍ

Frá ÍSÍ

Vorfjarnám 1. og 2.stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 11. febrúar nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 30.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin.
Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir föstudaginn 8. febrúar. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi. Til þátttöku á 2. stigi þarf að hafa lokið 1. stigi, hafa gilt kyndihjálparnámskeið og 6 mánaða starfsreynslu sem þjálfari.
NÁNAR

Nýtt ár og nýjar reglur

Kraftlyftingasamband Íslands óskar öllum félögum og stuðningsmönnum gleðilegs árs.

Ýmsar nýjar reglur tóku gildi um áramót og ber fyrst að nefna IPF formúluna sem nú hefur tekið við af Wilkstöflunni við útreikningu stiga.
Hér má skoða nánar.
Reiknivél.
Nýr listi yfir löglegan búnað hefur tekið gildi og síðast en ekki síst taka breytingarnar á keppnisreglum sem samþykktar voru á síðasta þingi gildi f.o.m. 1.janúar. Hér má finna reglurnar á ensku, en verið er að ganga frá íslenskri þýðingu.
WADA hefur líka uppfært sinn lista yfir bönnuðum efnum.

Nauðsynlegt er að menn kynni sér þessar breytingar vel, bæði keppendur, dómarar og mótshaldarar.