Landsliðsverkefni seinni hluta árs

Landsliðsnefnd hefur samþykkt eftirfarandi einstaklinga til þátttöku í verkefnum seinni hluta árs 2019.

EM í klassískri bekkpressu
Opinn flokkur
Ríkharð Bjarni Snorrason
Flokkur unglinga
Matthildur Óskarsdóttir, Alexandrea Rán Guðnýjardóttir, Halldór Jens Vilhjálmsson

HM unglinga í kraftlyftingum
Kara Gautadóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir, Karl Anton Löve, Guðfinnur Snær Magnússon

Vestur-Evrópumótið í kraftlyftingum
Arnhildur Anna Árnadóttir, Arna Ösp Gunnarsdóttir, Birgit Rós Becker, Ragnheiður K. Sigurðardóttir, Aron Friðrik Georgsson, Aron Ingi Gautason, Alex Cambray Orrason, Þorbergur Guðmundsson, Ingvi Örn Friðriksson, Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson

Norðurlandamót unglinga
Muggur Ólafsson, Guðmundur Smári Þorvaldsson, Halldór Jens Vilhjálmsson
Alexandrea Rán Guðnýjardóttir,

HM öldunga í kraftlyftingum
María Guðsteinsdóttir, Sæmundur Guðmundsson

HM í kraftlyftingum
Sóley Margrét Jónsdóttir, Hulda B Waage, Karl Anton Löve, Viktor Samúelsson, Júlían J K Jóhannsson

EM í klassískum kraftlyftingum
Opinn flokkur
Ingvi Örn Friðriksson, Aron Friðrik Georgsson, Ragnheiður K. Sigurðardóttir
Flokkur unglinga
Ragna K. Guðbrandsdóttir, Matthildur Óskarsdóttir, Muggur Ólafsson, Halldór Jens Vilhjálmsson
Þjálfaranám 1 og 2

ÍSÍ hefur markað sér skýra stefnu varðandi þjálfaramenntun og var hún samþykkt á Íþróttaþingi í maí.
Hér má kynna sér hvernig námið er uppbyggt.
Stefna KRAFT fylgir þessu og verður boðið upp á Kraftlyftingaþjálfara 1 og 2 í haust.

KRAFTLYFTINGAÞJÁLFARI 1 verður í boði fyrir þá sem hafa lokið almenna hlutanum 1 hjá ÍSÍ og hafi meðmæli síns félags.

KRAFTLYFTINGAÞJÁLFARI 2 verður í boði fyrir þá sem hafa lokið þjálfara 1 og almenna hluta 2 hjá ÍSÍ. Tilboðið verður í formi styrks til að sækja Þjálfara 2 námskeið IPF í La Manga í oktober.  

Þeim sem eiga eftir að klára almenna hlutann er bent á að Fjárnám ÍSÍ í almenna hlutanum 1 og 2 hefst 18.júni nk. Hér má finna allra upplýsingar um námið og skráningu, en skráningarfrestur er 13.júni. 
Sumarfjarnám 2019

 

 

María bætti íslandsmetið

María Guðsteinsdóttir keppti í dag í bekkpressu á HM öldunga í Japan. Hún  keppti í -57 kg M1 flokki og lyfti 82,5 kg sem er íslandsmet öldunga í flokknum.  

Íþróttastjóri tekur til starfa

Auðunn Jónsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri Kraftlyftingasambands Íslands f.o.m. 15.maí. 

Íþróttastjóri hefur yfirumsjón með landsliðsmálum. Hann aðstoðar og fylgist með undirbúningi undir alþjóðamót, tekur út árangur og er landsliðsnefnd og stjórn til ráðgjafar. Auðunn verður líka ráðgjafi keppenda og tengiliður þeirra við landsliðsnefnd og heilbrigðisteymi. 

Við óskum honum velkominn til starfa og væntum að hans mikla reynsla og þekking muni nýtast vel í þessu hlutverki.

Landsliðsval – seinni hluta árs

Samkvæmt verklagsreglum við val í landslið er gert ráð fyrir að félög sendi inn tilnefningar á mót seinni hluta árs fyrir 1.júni. Sömuleiðis er nauðsynlegt að hugsanlegar breytingar frá áður samþykktri þátttöku komi fram. Senda skal tilnefningar og óskir um breytingar á [email protected] 
Í reglunum segir: Fyrir 1.júni skulu félögin vera búin að senda inn tillögur að breytingum fyrir seinni hluta árs. Skulu félög senda allar nauðsynlegar upplýsingar um keppendur, þar með talið hvernig þeir uppfylli þau skilyrði sem fram kom a í 3. gr. þessara reglna,

Verkefni sem þegar liggja fyrir undirritaðir samningar um eru klár og þarf ekki að fjalla frekar um. 

Breyting á reglugerð

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 15.apríl sl breytingar á Reglugerð um kraftlyftingakeppni, stundum talað um sem “mótareglurnar”.
Hér er aðallega um uppfæringar og minni háttar breytingar að ræða en vakin er sérstaka athygli á 22.grein í kaflanum um framkvæmd móta. Þar er tekið fram að það er ábyrgð mótshaldara að manna mótið, jafnframt er lögð skylda á önnur félög að tilnefna dómara/starfsmenn og hvatt til að menn auðveldi öllum lífið og nýti möguleikann til að forskrá sig til dómgæslu á keppnistímabilinu.

REGLUGERÐIR

Nýr alþjóðadómari

Ása Ólafsdóttir, KFR, bætti í dag nafn sitt á lista alþjóðadómara IPF.
Hún er jafnframt fyrsta íslenska konan á listanum.

Kraftlyftingasambandið fagnar þessu og óskar Ásu til hamingju með prófið.

Sóley setti heimsmet stúlkna!

Sóley Margrét Jónsdóttir, fædd 2001, varð í dag evrópumeistari í +84 kg flokki stúlkna í kraftlyftingum á EM í Tékklandi. Hún notaði tækifærið og bætti heildarárangur sinn um 20,5 kg og setti í leiðinni heimsmet stúlkna í hnébeygju með 265,5 kg!!
Hún átti ágæta lokatilraun í réttstöðu við 217 kg sem hefði fært henni heimsmet líka í samanlögðu, en það gekk ekki upp í dag

Sóley lyfti 265,5 – 155 – 200 – samanlagt 620,5 kg, vann gullverðlaun í öllum greinum og titilinn örugglega.

Hér má sjá hvernig á að setja heimsmet! 

VIÐ ÓSKUM HENNI INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ GLÆSILEGAN ÁRANGUR! 

EM hófst í dag, en 9 íslenskir keppendur eru mætti til leiks. 
Næst á svið er Kara Gautadóttir sem keppir í -57 kg unglinga á morgun mánudag. 
Við óskum henni og þeim öllum góðs gengis!
Hægt er að fylgjast með gangi mála hér: 

https://goodlift.info/live.php