Dómari óskast

Dómara vantar á byjendamótið í Njarðvíkum 22.febrúar nk
Vigtun er kl. 12.00 og mótið hefst kl 14.00
Ef þú getur aðstoðað hafðu samband sem fyrst við Ellert í [email protected] eða 662 6936.

Kraftlyftingaþjálfari 1 – skráning

Tekið er við skráningum á námskeiðið Kraftlyftingaþjálfara 1 – félagsþjálfara.
Til að taka þátt þurfa menn að vera skráðir í kraftlyftingafélagi, hafa meðmæli síns félags og hafa lokið Þjálfara 1 – almennur hluti á vegum ÍSÍ.

NÁMSKRÁ OG UPPLÝSINGAR

Námskeiðið er 60 kennslustundir kenndar á þremur helgum í mars – maí, byrjum 7-8 mars.
Pláss er fyrir átta nemendur á námskeiðið sem kostar 30 000 kr, innifalið eru öll námsgögn og léttar máltíðir. .
Skráningafrestur er til 2.mars
Félög sendi skráningu til [email protected] merkt tjalfari1
Í skráningu þarf að koma fram fullt nafn og kennitala, símanúmer og netfang viðkomandi. Fylgja þarf ljósrit af skírteini eða önnur staðfesting á að viðkomandi hafi lokið Þjálfari 1 – almennur hluti frá ÍSÍ. .
Spurningum svarar Gry – [email protected] – 8939739

Æfingarmót og dómarapróf

Skráningu er lokið á æfingarmótið sem fram fer að Norðurstíg 2, Njarðvíkum 22.febrúar nk
KEPPENDUR
Vigtun verður klukkan 12.00. Mótið hefst kl. 14.00

Þrjú eru skráð í dómaraprófið sem fer fram á sama stað.
Skriflegt krossapróf kl. 10.00 – 11.00
Kandidatar sjá svo um vigtun og dómgæslu á mótinu.
Upplýsingar um prófið, lesefni o.a. veitir Helgi Hauksson [email protected]

Breyting á mótaskrá

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tvær breytingar á mótaskrá 2020.
Íslandsmeistaramótin í klassískri bekkpressu og bekkpressu fara fram í Garðabæ 30. og 31 maí.
Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram í Kópavogi 27.júní.

RIG – úrslit og myndir

Sigurvegarar á RIG 2020 urðu Kimberly Walford og Viktor Samúelsson.
Í næstu sætum urðu í kvennaflokki Arna Ösp Gunnarsdóttir, Mosfellsbæ og Kristín Þórhallsdóttir, Akranesi og í karlaflokki Friðbjörn Bragi Hlynsson, Mosfellsbæ og Ingvi Örn Friðriksson, Akureyri.
Eitt heimsmet, eitt heimsmet öldunga og mörg íslandsmet féllu á mótinu.
HEILDARÚRSLIT
MYNDASÍÐA ÞÓRU HRANNAR
Upptaka frá mótinu verður sýnd á RÚV sunnudaginn 2.febrúar kl. 12.10

Við óskum sigurvegurum til hamingju og þökkum öllum sem hjálpuðu til á mótinu: Sérstakar þakkir fær Kraftlyftingadeild Ármanns sem bar hitann og þungann af undirbúningi og framkvæmd. Vel gert!

Dómarapróf – skráning

Skráning er hafin í dómarapróf sem verður haldið í Njarðvíkum 22.febrúar nk í tengslum við æfingarmótið.
Skráning skal senda á [email protected] með afrit á [email protected] fyrir 1.febrúar. Í skráningu skal koma fram nafn, kennitala, félag og símanúmer.
Prófgjald er 12.000 og skal greiða inn á reikning KRAFT ( 552-26-007004
kt. 700410-2180) í síðasta lagi 8.febrúar

Lágmarksskráning er 3 til að prófið fari fram. Hámarksfjöldi er 4, en ef fleiri skráningar berast verður þess gætt að sem flest félög komi sínum að.

Prófað verður skriflega úr keppnisreglum IPF og síðan verklega á æfingarmótinu. Nánari upplysingar veitir Helgi Hauksson – [email protected]

Æfingarmót – skráning hafin

Skráning er hafin á æfingarmót KRAFT sem er haldið í Njarðvíkum 22.febrúar nk.
Skráning skal senda á [email protected] með afrit á [email protected] fyrir miðnætti 1.febrúar.

Félög þurfa að gefa upp nafn, kennitölu og þyngdarflokk keppenda og netfang og síma ábyrgðarmanns skráningar.
Keppnisgjaldið er 7000 kr og þarf að hafa borist fyrir miðnætti 8.febrúar til að skráning taki gildi . Reikningsnúmer er : 0121-26-003613 . kennitala : 711204-3770

RIG 2020

Stærsta íþróttamót ársins, Reykjavik International Games, hefst á morgunn og stendur yfir til 2.febrúar. Þetta er í 13.sinn sem leikarnir fara fram og í ár eru 23 keppnisgreinar á dagskrá og von á yfir 1000 erlendum keppendum til landsins. DAGSKRÁ

Keppnisár IPF og KRAFT hefst á klassísku boðsmóti sem fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 26.janúar og hefst kl. 10.00 Tíu konum og tíu körlum hafa verið boðin þátttaka og má kynnast þeim betur á facebooksíðu mótsins. Meðal keppenda er ríkjandi heimsmeistari kvenna í -72 kg flokki og Evrópumeistari karla í +120 kg flokki. Streymt verður frá keppninni. Kraftlyftingadeild Ármanns hefur veg og vanda af framkvæmd mótsins.

Aðgangseyrir er 1000 kr fyrir 12 ára og eldri og er hægt að kaupa miða á alla viðburði RIG hér:
Í anddyri hallarinnar verða margar íþróttagreinar með kynningar og tækifæri fyrir gesti til að spreyta sig á þeim.
Við hvetjum alla íþrótta- og kraftlyftingaáhugamenn til að nota tækifærið og njóta þessarar íþróttaveislu á staðnum eða í sjónvarpi, en mikil dagsskrá verður á RÚV frá leikjunum.