Tvö heimsmet féllu á Akureyri

Norðurlandamót unglinga fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar. Mótið fór vel fram og var umgjörð öll hin glæsilegasti.
116 keppendur frá Finlandi, Svíþjóð, Danmörk, Noregi og Íslandi tóku þátt, en íslensku keppendurnir voru 17 talsins.
Keppt var í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar.

Tvö heimsmet féllu á mótinu, sjö Evrópumet auk fjölda Norðurlanda- og landsmet.
Heildarúrslit mótsins

Í tengslum við mótið var haldinn aðalfundur Kraftlyftingasambands Norðurlanda NPF og einn dómari var útskrifaður með alþjóðadómararéttindi.

Ný landsliðslágmörk

Kraftlyftingaþing 2018 kaus nefnd sem fékk það hlutverk að gera tillögu að nýjum lágmörkum til landsliðsþátttöku. Nefndin skilaði tillögum sínum á tilsettum tíma og voru þær ræddar ítarlega á formannafundi í vor.
Stjórn hefur samþykkt ný lágmörk byggð á tillögum nefndarinnar og taka þau gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.
Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimslista 2017 í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn. 100% af grunntölu setur keppandi í afreksmannahóp. 90% gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Stjórnin ætlar að taka sér tíma til 1.september að fara betur yfir tölurnar í aldurstengdum flokkum en þær verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

AFREKSMÁL

ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu í aldurstengdum flokkum fara fram á Akureyri dagana 11 og 12 ágúst nk.
Vigtun kl 12.00 báða dagana – keppni hefst kl. 14.00 en mótið er haldið í húsnæði KFA, Austursíða 2.

Keppendum er skipt í þrju holl á laugardeginum
Holl 1 – allir keppendur í unglinga og drengja-/stúlknaflokkum
Holl 2 – konur öldungaflokki 1
Holl 3 – konur og karlar í öðrum öldungaflokkum

Dómarar
Laugardag:
Ása Ólafsdóttir KFR, Júlían J K Jóhannsson Ármanni, Gry Ek Ármanni, Alex Cambray KFA.
Sunnudag:
Júlían J K Jóhannsson Ármanni, Hulda B Waage KFA, Aron Ingi Gautason KFA.

ÍM í réttstöðulyftu – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram í Reiðhöllinni á Sauðárkróki laugardaginn 14.júlí nk í tengslum við Landsmót UMFÍ.
Vigtun hefst kl. 12.00 og keppni 14.00
Skráðir keppendur er 28 og verður skipt í tvö holl.

Dómgæslu annast Róbert Kjaran, Breiðablik, Júlían J K Jóhannsson, Ármanni og Einar Birgisson, KFA.

Landsliðsval – seinni hluta árs

Landliðsnefnd hefur gengið frá skipan landsliðsins seinni hluta árs.

EM í klassískri bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM junior/subjunior
Guðfinnur Snær Magnússon +120 kg jr

Arnold Classic
Ingimundur Björgvinsson -105 kg

Vestur Evrópumótið í klassískum kraftlyftingum

Elín Melgar Aðalheiðardóttir -63 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -63 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Ingvi Örn Friðriksson -105 kg
Aron Friðrik Georgsson -120 kg
Viktor Samúelsson -120 kg

Vestur Evrópukeppni í kraftlyftingum
Hulda B Waage -84 kg
Alex Cambray Orrason -105
Þorbergur Guðmundsson +120 kg

HM öldunga í kraftlyftingum
María Guðsteinsdóttir -57

EM í bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM í kraftlyftingum
Sóley Magrét Jónsdóttir +84 kg
Viktor Samúelsson -120 kg
Júlían J K Jóhansson +120 kg

EM í klassískum kraftlyftingum
Ragna K Guðbrandsdóttir -63 kg subjr
Arna Ösp Gunnarsdóttir -63 jr
Matthildur Óskarsdóttir -72 kg jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -57 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Rósa Birgisdóttir +84 kg

NM jr 2018 – landsliðshópur

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar fara fram á Íslandi í september nk og verða að þessu sinna haldin á Akureyri.
Undirbúningur er löngu hafinn bæði hjá mótshaldara og keppendum, en landsliðshópurinn er skipaður neðangreindum einstaklingum.
Þetta er flottur hópur efnilegra kraftlyftingamanna og ánægjulegt að sjá að átta félög eiga keppendur í hópnum.

Arna Ösp Gunnarsdóttir MOS
Aron Ingi Gautason KFA
Fannar Björnsson AKR
Gabríel Arnarson LFA
Gabríel Ómar Hafsteinsson BRE
Guðfinnur Snær Magnússon BRE
Guðmundur Smári Þorvaldsson STJ
Halldór Jens Vilhjálmsson MAS
Íris H Garðarsdóttir KFA
Kara Gautadóttir KFA
Karl Anton Löve KFA
Matthildur Óskarsdóttir KFR
Muggur Ólafsson STJ
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir KFR
Sóley Margrét Jónsdóttir KFA
Svavar Örn Sigurðsson AKR
Þorsteinn Ægir Óttarsson KFA