Nýr starfsmaður KRAFT

Lára Bogey Finnbogadóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu sambandsins. Hún mun sjá um almenn skrifstofustörf, upplýsingaöflun, skýrsluskrif og skráningar á mót innanlands og utan.
Fastur viðverutími á skrifstofu er á miðvikudögum 13.00 – 16.00 en utan þess tíma svarar Lára á netfanginu [email protected] og í síma 868 5332

Lára þekkir vel til starfs KRAFT bæði sem keppandi, þjálfari, mótshaldari og stjórnarmaður í Kraftlyftingafélagi Akraness.
Við óskum hana velkomna til starfa!

Breytingar á reglugerðum

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 24.mars sl breytingar á Reglugerð um félagsaðild og Reglugerð um heiðursviðurkenningar.
Á fundinum voru felld úr gildi Reglugerð um aganefnd og Reglugerð um nefndir.
http://kraft.is/um-kraft/reglur/

Bikarmót – tímaplan

Bikarmót KRAFT í bekkpressu og klassískri bekkpressu fara fram í íþróttahúsinu í Njarðvíkum, Norðurstíg 2, á sunnudaginn 17.mars nk.
Keppnin hefst kl, 10.00
Keppt verður samhliða með og án búnaðar.

TÍMAPLAN:

1.holl – Kvennaflokkar klassík + búnaðar
2.holl – Karlar -66, -74, -83, -93kg klassík + búnaður
3.holl – Karlar -105, -120, +120 klassík + búnaður

08:00 – Vigtun 1.holl
10:00 – Keppni hefst
Verðlaunaafhending kvenna áætlun 11.30

11:00 – Vigtun 2. & 3.holl
13:00 – Keppni hefst
Verðlaunaafhending karla áætluð 15.30

Dómarapróf

Skráning er hafin í dómarapróf sem verður haldið á Akureyri laugardaginn 13.apríl nk
Skráning skal senda á [email protected] með afrit á [email protected] fyrir 30.mars. Í skráningu skal koma fram nafn, kennitala, félag og símanúmer.
Prófgjald er 10.000 og skal greiða inn á reikning KRAFT ( 552-26-007004
kt. 700410-2180) í síðasta lagi 30.mars

Lágmarksskráning er 3 til að prófið fari fram. Hámarksfjöldi er 6, en ef fleiri skráningar berast verður þess gætt að sem flest félög komi sínum að.

Prófað verður skriflega úr keppnisreglum IPF og síðan verklega á æfingarmótinu sem fer fram sama dag.
Nánari upplysingar veitir Helgi Hauksson – [email protected]

Mótaskrá – breytt dagsetning

Mótanefnd hefur samþykkt beiðni Massa um að færa bikarmótin í bekkpressu með og án búnaðar inn á sama dag. Þau fara bæði fram sunnudaginn 17.mars nk.
Keppt verður í klassískri bekkpressu fyrir hádegi og í búnaði eftir hádegi.

Bikarmót – nýtt tímaplan

Stjórn KRAFT hefur samþykkt breytingu á áður auglýstu tímaplani fyrir bikarmótið í klassískum kraftlyftingum sunnudaginn 17.febrúar nk.

Vigtun 08:30 – Start 10:30
Holl 1 – allar konur
Holl 2 – karlar 66 -93

Vigtun 13:00 – Start 15:00
Holl 3 – karlar 105- 120+

Bikarmót – tímaplan

Skráningu er lokið á bikarmót Kraftlyftingasambandsins í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum sem fara fram á Akureyri helgina 16. og 17. febrúar nk.
KEPPENDALISTAR

TÍMAPLAN
Laugardag – kraftlyftingar
Allar konur : 08:00 vigtun / 10:00 start
Allir karlar: 13:00 vigtun / 15:00 start

Sunnudag – klassískar kraftlyftingar
Allar konur : 08:15 vigtun / 10:15 start
Holl 1: 52kg – 63 kg
Holl 2: 72kg – 84kg
Allir karlar: 13:00 vigtun / 15:00 start
Holl 1: 66kg – 93kg
Holl 2: 105kg – 120+kg

Það vantar dómarar á mótið.
Skráning fer fram hér