RIG 2020 – keppendur

Reykjavíkurleikarnir, Reykjavik International Games, verða haldnir í 13.sinn dagana 23.janúar – 2 febrúar 2020. Kraftlyftingamótið verður á sínum stað sunnudaginn 26.janúar í Laugardalshöllinni. Mótið er haldið af kraftlyftingadeild Ármanns og Kraftlyftingasambandi Íslands og í samstarfi við Lyftingasamband Íslands.
Keppt verður á IPF-stigum og tíu karlar og tíu konur mæta til leiks.
Konur
Kimberly Walford
Danielle Todman
Arna Ösp Gunnarsdóttir
Ragheiður Kr Sigurðardóttir
Birgit Rós Becker
Kristín Þórhallsdóttir
Sigþrúður Erla Arnardóttir
Hildur Hörn Orradóttir
Þórunn Brynja Jónasdóttir
María Guðsteinsdóttir
1.varamaður: Íris Rut Jónsdóttir

Karlar
Slim Rast
Júlían JK Jóhannsson
Ingvi Örn Friðriksson
Friðbjörn Bragi Hlynsson
Viktor Samúelsson
Alexander Örn Kárason
Aron Friðrik Georgsson
Muggur Ólafsson
Þorsteinn Ægir Óttarsson
Sindri Freyr Arnarson
1.varamaður: Einar Örn Guðnason

Dómarar á mótinu verða Helgi Hauksson, Per-Øyvind Fjeld, Sabine Zangerle, Richard Parker, Lars-Göran Emmanuelsson, Ása Ólafsdóttir og Sturlaugur Gunnarsson.

ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fara fram á Akureyri 16.nóvember nk.að Austursíðu 2.
Skipt verður í tvö holl – konur og karlar.

Vigtun hefst kl. 9.30 en keppni kl 11.30.

ÍM í kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum fór fram um helgina í húsakynnum Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í kvennaflokki fór Hulda B. Waage með sigur af hólmi en hún kláraði mótið með 640,1 IPF stig. Hulda keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.

Í karlaflokki var það Viktor Samúelsson sem sigraði mótið með 665 IPF stig. Viktor keppir einnig fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.

Stigahæsta liðið í karla- og kvennaflokki var Kraftlyftingafélag Akureyrar.

FULL ÚRSLIT má sjá hér.

Hulda og Viktor íslandsmeistarar 2019!

ÍM – tímaplan

Tvö Íslandsmeistaramót fara fram á Akureyri um næstu helgi.
Laugardaginn 12.oktober er keppt í kraftlyftingum.
Sunnudaginn 13.oktober er keppt í klassískri bekkpressu,
Báða dagana hefst vigtun kl. 11.00 og keppni kl 13.00
Mótin fara fram á heimavelli KFA við Austursíðu 2.

KEPPENDUR
KRAFTLYFTINGAR
KLASSÍSK BEKKPRESSA

Mótahald 2020

Mótaskráin 2020 liggur fyrir og óskar mótanefnd eftir að heyri í félögum sem vilja taka að sér mótahald.
Við hvetjum aðildarfélag til að skoða þetta, ræða saman um hugsanlegt samstarf og hafa samband við formann mótanefndar, Einar Örn Guðnason sem fyrst í netfangi . [email protected]

Landsliðssamningar uppfærðir

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 24.september sl breytingar á eftirfarandi samningum og reglum
Verklagsreglur við val í landslið, Landsliðssamningur keppenda, Landsliðssamningur þjálfara og Reglur um ferðir landsliðsins.
Menn geta kynnt sér efnið hér.
Reglurnar taka gildi fyrir keppnisárið 2020 og verða kynntar vel fyrir landsliðshópinn þegar hann hefur verið valinn.
Landsliðsnefnd hefur þegar kallað eftir tilnefningum félaga í landsliðsverkefni 2020 og skulu tilnefningar berast fyrir 1.nóvember samkvæmt nýsamþykktum verklagsreglum.

Úrvalshópur ungmenna

Stjórn KRAFT kallar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum í úrvalshóp ungmenna 20 ára og yngri.
Við viljum ná til hæfileikarríkra ungra karla og kvenna sem æfa reglulega og hyggja á bætingum í kraftlyftingum og skoða hvernig sambandið geti stutt og hvatt þau til dáða. .
Íþróttastjóri mun halda utanum starfið og fyrirhugað er að kalla til æfingabúða, halda fræðslufundi o.a.
Stefnt er að þátttöku sem flestra á NM jr 2020.

Skilyrði eru að viðkomandi

  • sé skráður kraftlyftingaiðkandi í Felix
  • hafi mikinn áhuga á kraftlyftingum og stundi reglulegar æfingar
  • hafi meðmæli síns félags
  • hafi tekið þátt í amk einu móti af mótaskrá KRAFT

Tekið er við tilnefningum frá félögum í netfangi [email protected]
Iðkendur sem hafa áhuga á að vera með láti félagið sitt vita.
Nánari upplýsingar veitir Auðunn Jónsson – [email protected] – 897 8017