ÍM unglinga og öldunga – skráning hafin

Skráning er hafin á aldurstengdu Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og bekkpressu í búnaði. Mótin fara fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi helgina 9. og 10. júni nk. í umsjón Kraftlyftingafélags Akraness.
Skráningarfrestur á kraftlyftingamótið er til 19.mai en á bekkpressumótið til 20.maí.

Skráning á kraftlyftingamótið: imungold18_skraning

Skráning á bekkpressumótið: imungoldbp18_skraning

Sóley keppir á morgun

Sóley Margrét Jónsdóttir er fyrsti íslenski keppandinn sem stígur á stokk á EM sem nú er að hefjast í Tékklandi. Hún keppir á morgun sunnudag í +84 kg flokk kvenna 18 ára og yngri, en Sóley er fædd 2001 og á best 235 – 117,5 – 210 – 545,5 kg.

Sóley varð Evrópumeistari í þessum flokki í fyrra og ætti að verja þann titil í ár, en tveir keppendur eru skráðir til leiks og hún lang öflugust.

Svo er aldrei að vita hvort Sóley reynir við alþjóðamet en á góðum degi gæti hún átt möguleika t.d. á evrópumetið í hnébeygju.
Við óskum henni góðs gengis, en hægt er að fygjast með keppninni sem hefst kl. 9.00 að staðartíma,(07.00 hjá okkur), hér http://goodlift.info/live.php 

Þing EPF

EPF, European Powerlifting Federation, heldur ársþing sitt í tengslum við EM í Pilsen. Fulltrúi KRA á þinginu er stjórnarmaðurinn Aron Friðrik Georgsson.
Dagskrá þingsins

Meðal þess sem þingið tekur fyrir er ósk Kraftlyftingasambands Íslands um að Western European Championships 2020 fari fram á Íslandi.

EM í kraftlyftingum að hefjast

Dagana 6.-12.maí fer fram Evrópumótið í Kraftlyftingum í búnaði í Pilsen í Tékklandi.
Að þessu sinni senda Íslendingar sjö keppendur á mótið og eru það; Sóley Margrét Jónsdóttir, Kara Gautadóttir, Karl Anton Löve, Guðfinnur Snær Magnússon, Hulda B. Waage, Viktor Samúelsson og Júlían J.K. Jóhannsson.
Sóley Margrét keppir í stúlknaflokki, Kara, Karl Anton og Guðfinnur í unglingaflokki, en Hulda, Júlían og Viktor í opnum flokki.
Sturlaugur Gunnarsson alþjóðadómari mun dæma á mótinu.

Að sjálfsögðu verður hægt að fylgjast með mótinu og verða beinar útsendingar á youtube rás EPF,
Hér má einnig nálgast tímatöfluna svo hægt sé að fylgjast með hvenær þátttakendur okkar hefja keppni.
Keppendur í karlaflokkum  –  Keppendur í kvennaflokkum
Við óskum þeim öllum góðs gengis og komum með fréttir af gengi okkar fólks á meðan á mótinu stendur.

ÍM – tímaplan

ÍM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – laugardag 17.mars – WorldClass Kringlunni

Vigtun kl. 14.00 – keppni hefst kl. 16.00
HOLL 1 – allir
Dómarar: Ása Ólafsdóttir,Hulda Elsa Björgvinsdóttir, Aron Ingi Gautason

ÍM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – sunnudag 18.mars – WorldClass Kringlunni

Vigtun kl 8 – keppni hefst kl. 10.00
HOLL 1 – konur -57 – 84
HOLL 2 – konur +84 og karlar 74 – 93
HOLL 3 – karlar -105  – 120+

PALLUR 1 – holl 1 og 3
Dómarar: Ása Ólafsdóttir, Kári Rafn Karlsson, Sturlaugur A Gunnarsson
PALLUR 2 – holl 2
Dómarar: Sólveig Sigurðardóttir, Róbert Kjaran, Hulda Elsa Björgvinsdóttir

Dómarapróf

Próf til dómararéttinda fer fram í tengslum við Byrjendamótið 7.apríl nk. Skráning í tölvupósti til [email protected] með afrit á [email protected] sem fyrst. Takið fram nafn, kennitölu, félag og netfang. Prófgjald er 10.000 kr.

Hámarksfjöldi prófkandidata er 6
Ef fleiri sækjast eftir þátttöku verður valið úr með tilliti til þess að sem flest félög komi a.m.k. einum manni að.