Þinggerð 2017

Fundargerð frá ársþingi KRAFT 2017 er aðgengileg undir KRAFT – fundargerðir
Þinggerd17
Samþykktir reikningar ársins 2016 hafa verið birtir og skýrsla stjórnar verður birt fljótlega

Ný stjórn kjörin

Ný stjórn KRA hefur tekið til starfa, en þing sambandsins lauk í gær.
Formaður er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, KFR.
Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir Erla Kristín Árnadóttir, Grótta, Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, Ármanni og Gry Ek Gunnarsson, Ármanni.
Aðrir stjórnarmenn eru Alex Orrason, KFA, Rósa Birgisdóttir, Stokkseyri og Róbert Kjaran Ragnarsson, Breiðablik.

Úr stjórn gengu Kári Rafn Karlsson, Akranes og Ása Ólafsdóttir KFR.

Ný stjórn hefur tekið til starfa og mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi sínum.

7. þing Kraftlyftingasambands Íslands

Sunnudaginn 26.febrúar nk fer fram 7.ársþing KRAFT. Öll starfandi félög eiga rétt til þingsetu og hafa fengið send kjörbréf, en fjöldi fulltrúa miðast við fjölda skráðra iðkenda.

Á þinginu fara fram venjuleg aðalfundastörf og stjórnarkjör. Kosinn verður nýr formaður og gefur Hulda Elsa Björgvinsdóttir kost á sér í það embætti.

Á þinginu verða líka afhentar viðurkenningar til félaga og einstaklinga fyrir afrek á liðnu ári og heiðursmerki sambandsins verður veitt í annað sinn.

Gögn:

Ársreikningur 2016
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017

Dómarapróf – skráning

Próf til dómararéttinda fer fram í tengslum við Byrjenda/lágmarksmótið 4.mars nk. Skráning í tölvupósti til [email protected] með afrit á [email protected] sem fyrst. Takið fram nafn, kennitölu, félag og netfang. Prófgjald er 10.000 kr.

Hámarksfjöldi í prófið fer eftir fjölda skráninga á mótið, en verða aldrei fleiri en 6.
Ef fleiri sækjast eftir þátttöku verður þess gætt að sem flest félög komi a.m.k. einum manni að.

Fyrir alla sem starfa í íþróttahreyfingunni

Tvær ráðstefnur eru haldnar í tengslum við RIG 2017
Toppfólk kemur til landsins og flytja mál sem á erindi við alla sem starfa í íþrótthreyfingunni.

http://rig.is/index.php/radstefna

Fimmtudaginn 26.janúar: Lyfjamál í íþróttum.
Heimsþekktir íþróttamenn og sérfræðingar segja frá,
http://rig.is/index.php/radstefna

Fimmtudaginn 2.febrúar: Góðir stjórnunarhættir
Sagt frá ævintýrilegum vexti og uppgangi breska fimleikasambandsins á undanförnum árum. Hvernig fóru menn að?

Afreksstyrkjum úthlutað

ÍSÍ kynnti á blaðamannafundi í dag úthlutun afreksstyrkja fyrir árið 2017, en samtals var úthlutað 150,450,000.
Kraftlyftingasambandinu var úthlutað 6,6 milljónir til landsliðsverkefna, fræðslu og fagteymis og til landsliðsverkefna Júlíans, Fanneyjar og Viktors.

Afrekssjóður hefur fengið mjög aukið framlag eins og kunnugt er og er unnið að endurskoðun styrkjakerfisins frá grunni til að tryggja að féð nýtist sem best Kraftlyftingasambandið ásamt öðrum sérsamböndum koma að þeirri vinnu og verða afreksmál eflaust mjög til umræðu á íþróttaþingi 2017.
Afreksstefna KRAFT er lika í endurskoðun og verður lögð fyrir á Kraftlyftingaþingi 2017

Mótaskrá uppfærð

Breyting hefur verið gerð á mótaskrá NPF og Norðurlandamót unglinga sem halda átti í febrúar hafa verið færð til haustsins.
Mótin verða haldin í Fræna, Noregi dagana 14 – 17 september 2017. Um er að ræða keppni í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum, bekkpressu og klassískri bekkpressu í flokkum unglinga og drengja/telpna.
Hópur keppenda er þegar valinn á þessi mót. Fyrir 1.juni á næsta ári geta félög sent inn óskir um þátttöku fleiri keppenda og verða þær teknar fyrir við landsliðsval fyrir seinni hluta árs.

Fanney og Júlían kraftlyftingafólk ársins 2016

Fanney Hauksdóttir, Grótta, og Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, hafa verið valin kraftlyftingamenn ársins 2016 i kvenna- og karlaflokki. Þau eru bæði ríkjandi heims- og Evrópumeistari í sinum flokkum og er það ekki á hverjum degi að sérsamband getur státað af slíkum árangri hjá sínum afreksmönnum. Við óskum þeim til hamingju með frábært keppnisár og væntum mikils á næsta ári.
29189153325_3303f5360e_z_dsc8660-2


Fanney Hauksdóttir er fædd 1992. Hún hefur sérhæft sig í bekkpressu og hefur keppt bæði með og án búnaðar á árinu.


Afrek 2016

– Heimsmeistari í klassískri bekkpressu -63 kg flokki
– Evrópumeistari í bekkpressu -63 kg flokki
– Silfurverðlaunahafi á HM í bekkpressu -63 kg flokki
– Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
– Hefur sett norðurlandamet í bekkpressu í -63 kg flokki
– Hefur sett íslandsmet í bekkpressu og klassískri bekkpressu á árinu
– Þriðja á heimslista í bekkpressu -63 kg flokki
– Fimmta á heimslista í klassískri bekkpressu -63 kg flokki

Júlían J. K. Jóhannsson er fæddur 1993. Hann er á síðasta ári í flokki ungmenna 23 ára og yngri. Á næsta ári er hann kominn í opinn flokk, en hann tók forskot á sæluna og keppti á HM í opnum flokki í nóvember með eftirtektarverðum árangri.

Afrek 2016
– Gullverðlaun í réttstöðulyftu á HM í +120 kg flokki
– Fimmta sæti á HM í kraftlyftingum í +120 kg flokki
– Heimsmeistari í kraftlyftingum í 23 ára og yngri í +120 kg flokki
– Gullverðlaun í öllum greinum á HM 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Evrópumeistari í kraftlyftingum 23 ára og yngri í +120 kg flokki
– Gullverðlaun í öllum greinum á HM 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Setti heimsmet í klassískri réttstöðulyftu 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Setti Evrópumet í réttstöðulyftu 23 ára og yngri +120 kg flokki
– Stigahæsti kraftlyftingamaður Íslands í karlaflokki
– Hefur sett fjölda norðurlanda- og íslandsmeta á árinu
– Fimmti á heimslista í sínum þyngdarflokki

Landsliðsval 2017

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tillögu landsliðsnefndar um verkefni 2017. Valið er endanlegt fyrir fyrri hluta árs, en samkvæmt nýju verklagi verður planið endurskoðað á miðju ári. Gott samráð hefur verið með landsliðsnefnd og þjálfararáð í undirbúningi.

Sú breyting hefur orðið á alþjóðamótaskrá að Norðurlandamót unglinga sem vera átti í febrúar færist til haustins. Það setur strik í reikninginn fyrir þá sem hafa verið að búa sig undir það mót, en gefur um leið fleirum tækifæri til að ná lágmörkum fyrir þátttöku.

Boðað verður til fundar með landsliðsmönnum fljótlega, verkefnin kynnt og gengið frá samningum.

LANDSLIÐSVERKEFNI 2017 – FYRRI HLUTI ÁRS

RIG
Helga Guðmundsdóttir, Ragnheiður Kr Sigurðardóttir, Birgit Rós Becker, Arnhildur Anna Árnadóttir, Rósa Birgisdóttir, Alexandra Guðlaugsdóttir, Júlían J. K. Jóhannsson, Viktor Samúelsson, Einar Örn Guðnason, Ingvi Örn Friðriksson, þorbergur Guðmundsson, Aron Friðrik Georgsson, Alex Cambray Orrason

ARNOLD SPORTS FESTIVAL
Helga Guðmundsdóttir
Júlían J. K. Jóhannsson

EM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM
Ingvi Örn Friðriksson, -105 jr
Birgit Rós Becker, -72
Helga Guðmundsdóttir, -72
Rósa Birgisdóttir, +84

HM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU
Fanney Hauksdóttir, -63

EM Í KRAFTLYFTINGUM
Helga Guðmundsdóttir, -72,
Hulda B. Waage, -84,
Sóley Jónsdóttir, +84
Árdís Ósk Steinarsdóttir, +84,
Viktor Samúelsson, -120,
Júlían J. K. Jóhannsson, +120,

HM Í BEKKPRESSU
Viktor Ben Gestsson, +120 jr,

HM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM
Birgit Rós Becker, 72,
Arnhildur Anna Árnadóttir, 72,
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, 57/subjr
Laufey Agnarsdóttir, 84/M1
Rósa Birgisdóttir, +84/M1
Sigríður Dagmar Agnarsdóttir, -57/M2
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir, +84/M2

nokkrir keppendur hafa enn tækifæri til að ná lágmörkum og geta bæst í hópinn.

EM ÖLDUNGA
Halldór Eyþórsson, 83 M2,

EM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU
Fanney Hauksdóttir, -63,


HM UNGLINGA
Óskar Helgi Ingvason, 74/subjr,
Sóley Jónsdottir, +84/subjr,

HM ÖLDUNGA
Halldór Eyþórsson, -83/M2,

ARNOLD CLASSIC
Arnhildur Anna Árnadóttir, -72,
Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir,-57

NM UNGLINGA
NM Í BÚNAÐI
Sóley Jónsdóttir, +84 subjr,
Kara Gautadóttir, -57 jr,
Aron Gautason, -74 jr,
Karl Anton Löve, -93 jr,
Guðfinnur Snær Magnússon, +120 jr,
NM ÁN BÚNAÐAR
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, -57 subjr,
Ragnheiður K.H. Eyvinds, -63 subjr,
Sóley Jónsdóttir, +84 subjr,
Óskar Helgi Ingvason, -83 subjr,
Ingvi Örn Friðriksson, -105 jr,

EM Í BEKKPRESSU
Viktor Ben Gestsson, +120/jr
Fanney Hauksdóttir, 63

HM Í KRAFTLYFTINGUM
Júlían J. K. Jóhannsson +120 kg
Viktor Samúelsson -120 kg