Matthildur og Ríkharð bikarmeistarar í klassískri bekkpressu

Fyrsta bikarmót KRAFT í klassískri bekkpressu fór fram á Akranesi á sunnudaginn.
Í kvennaflokki sigraðir Matthildur Óskarsdóttir, KFR, Hún hélt  upp á 19 ára afmælið sitt með því að lyfta 96 kg í -72 kg flokki en það er nýtt Íslandsmet í opnum flokki.
Í karlaflokki sigarði Ríkharð Bjarni Snorrason, Bolungarvík. sem lyfti 200 kg í -120 kg flokki.
Við óskum þeim til hamingju!

HEILDARÚRSLIT 

Þórunn Brynja og Ingvi Örn bikarmeistarar

ptr

Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum lauk fyrir stundu á Akranesi.
Bikarmeistarar 2018 eru í kvennaflokki Þórunn Brynja Jónasdóttir, Ármanni með 334,8 stig og í karlaflokki Ingvi Örn Friðriksson, KFA með 442,8 stig
Mörg íslandsmet féllu á mótinu.
HEILDARÚRSLIT
Mótshaldið var í öruggum höndum Kraftlyftingafélags Akraness og þeim til sóma.
Við óskum nýjum bikarameisturum til hamingju og minnum á að á morgun, sunnudag kl. 10.00 fer Bikarmót KRAFT í klassískri bekkpressu fram á sama stað.

 

Bikarmótin – tímaplan

Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum og klassískri bekkpressu fara fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi 13 og 14 oktober nk.
ATH: Íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem mótið er haldið er Hnetufrítt íþróttahús . Það er mjög mikilvægt að allir skoði það sem þau koma með sér í nesti því velferð lítillar stúlku erí hættu ef við komum með eða skiljum eftir okkur hnetur eða vörur sem innihalda hnetur .

Bikarmót í klassískum kraftlyftingum – laugardaginn 13.oktober
KEPPENDUR
Skipt verður í þrjú holl 1) allar konur, 2) karlar 59-93, 3) karlar 105-120+
Vigtun hjá öllum kl. 08.00 – start kl. 10.00
Dómarar
Holl 1: Sólveig H Sigurðardóttir, Rósa Birgisdóttir, Róbert Kjaran Magnússon
Holl 2 og 3: Helgi Hauksson – Ása Ólafsdóttir – Aron Ingi Gautason

Bikarmót í klassískri bekkpressu – sunnudaginn 14.oktober
KEPPENDUR
Skipt verður í tvö holl 1) allar konur 2) allir karlar
Vigtun kl, 08.00 – start kl 10.00
Dómarar
Ása Ólafsdóttir, Rósa Birgisdóttir og Róbert Kjaran Magnússon

Landsliðslágmörk unglinga

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær ný landsliðslágmörk í unglingaflokkum.
Þau eru töluvert frábrugðin núgildandi tölum  og taka gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.

Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimsmeistaramótum undanfarinna þriggja ára í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn.
90% af grunntölu gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Finna má lágmörkin hér: http://kraft.is/afreksmal/

Tvö heimsmet féllu á Akureyri

Norðurlandamót unglinga fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar. Mótið fór vel fram og var umgjörð öll hin glæsilegasti.
116 keppendur frá Finlandi, Svíþjóð, Danmörk, Noregi og Íslandi tóku þátt, en íslensku keppendurnir voru 17 talsins.
Keppt var í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar.

Tvö heimsmet féllu á mótinu, sjö Evrópumet auk fjölda Norðurlanda- og landsmet.
Heildarúrslit mótsins

Í tengslum við mótið var haldinn aðalfundur Kraftlyftingasambands Norðurlanda NPF og einn dómari var útskrifaður með alþjóðadómararéttindi.

Ný landsliðslágmörk

Kraftlyftingaþing 2018 kaus nefnd sem fékk það hlutverk að gera tillögu að nýjum lágmörkum til landsliðsþátttöku. Nefndin skilaði tillögum sínum á tilsettum tíma og voru þær ræddar ítarlega á formannafundi í vor.
Stjórn hefur samþykkt ný lágmörk byggð á tillögum nefndarinnar og taka þau gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.
Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimslista 2017 í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn. 100% af grunntölu setur keppandi í afreksmannahóp. 90% gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Stjórnin ætlar að taka sér tíma til 1.september að fara betur yfir tölurnar í aldurstengdum flokkum en þær verða birtar um leið og þær liggja fyrir.

AFREKSMÁL