ÍM í kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum lauk fyrir stundu í Smáranum í Kópavogi.
Mótið var fámennt að þessu sinni, en lið KFA frá Akureyri var fjölmennt og unnu til flestra verðlauna.
Stigameistarar i opnum flokki urðu Hulda B. Waage og Viktor Samúelsson, bæði frá KFA.
Stigameistarar í unglingaflokki urðu Þuríður Kvaran Guðmundsdóttir og Þorsteinn Ægir Óttarsson, bæði frá KFA
Stigameistari í öldungaflokki var Jóhan Tómas Sigurðsson, KFR.
Þó nokkur íslandsmet voru sett á mótinu.

HEILDARÚRSLIT:
ÍM í opnum flokki:
http://results.kraft.is/meet/islandsmeistaramot-i-kraftlyftingum-2017
IM unglinga og öldunga
http://results.kraft.is/meet/islandsmeistaramot-ungmenna-og-oldunga-i-kraftlyftingum-2017

Formannafundur

Stjórn KRAFT hefur boðað til fundar með formönnum aðildarfélaga föstudaginn 21.apríl nk kl.18.00 í húsi ÍSÍ í Laugardal.
Formaður eða staðgengill hans á rétt á fundarsetu smbr reglum um formannafundi.
Aðalefni fundarins eru afreksmálin, en stjórnin mun leggja fram nýja afreksstefnu 2017 – 2025.
Staðfestið gjarnan komu á netfangið [email protected]

Breyting á reglugerð

Á ársþingi KRAFT í febrúar sl var bókað eftirfarandi:
Ákveða þátttökugjöld á Íslands-og bikarmótum næsta keppnistímabils.
Lögð var fram tillaga stjórnar um óbreytt gjöld, 6500 ISK fyrir þríþrautarmót og 5000 ISK fyrir mót í stakri grein.
Sturla Ólafsson lagði fram breytingartillögu þar sem kveðið er á um að 1000 ISK af hverju gjaldi skuli renna til sambandsins og eyrnamerkjast landsliðsverkefni, sérstaklega til að styrkja ungum keppendum sem ekki njóta styrkja annarsstaðar frá.
Tillagan var borin upp og samþykkt gegnt einu atkvæði KFA.

Stjórn KRAFT hefur í kjölfarið breytt 21.grein reglugerðar um kraftlyftingakeppni og tekur breytingin þegar gildi. Hún hljóðar svo:
21. gr. Keppnisgjald
Aðildarfélögin greiða þátttökugjald fyrir sína keppendur og tekur skráning ekki gildi fyrr en gjaldið hefur verið greitt.
Keppnisgjald er ákveðið á kraftlyftingaþingi.
Núgildandi gjald: á mótum þar sem keppt er í öllum þremur greinum skal vera 6500 krónur, en 5000 krónur þegar keppt er í einni grein.
Stjórn KRAFT getur ákveðið önnur gjöld fyrir einstök mót.
Gjaldið rennur til mótshaldara, nema 1000 kr af hverju gjaldi sem rennur til KRA eyrnamerkt verkefnum fyrir efnileg ungmenni. Gjaldkeri KRA innheimtir gjaldið þegar lokaskráning liggur fyrir.

Ingvi Örn keppir á morgun

Fyrsti íslenski keppandinn stígur á svið á EM í klassískum kraftlyftingum á morgun miðvikudag. Það er Ingvi Örn Friðriksson sem keppir í -105 kg flokki unglinga.
Ingvi keppti á RIG í janúar en þar fyrir utan er þetta fyrsta alþjóðamótið hans.

Bein útsending frá mótinu er hér: http://goodlift.info/live.php
en keppnin i flokki Ingva hefst kl. 14.00 á íslenskum tíma.

Við óskum honum góðs gengis.

Nýtt félag

Nýtt kraftlyftingafélag var stofnað í Reykjavík í lok sl árs undir nafninu Kraftlyftingafélag Reykjavíkur. Formaður félagsins er Ari Kárason – [email protected]

Vitað er að verið er að undirbúa stofnun fleiri félaga víðs vegar á landinu og er það mjög ánægjulegt.

Stjórn KRA biður aðildarfélög að muna að senda inn upplýsingar um breytingar á stjórn o.a. að loknum aðalfundum sínum

Úrslit dagsins

Byrjenda- og lágmarksmót KRAFT var haldið hjá Massa í Njarðvíkum í dag og voru margar flugur slegnar í einu höggi á mótinu. Sex dómarar útskrifuðust, tveir keppendur náðu lágmörkum til þátttöku á EM unglinga í vor og margir nýliðar stigu sín fyrstu spor á kraftlyftingaferlinum.

Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn og þökkum Massa fyrir mótahaldið.

ÚRSLIT 

Þinggerð 2017

Fundargerð frá ársþingi KRAFT 2017 er aðgengileg undir KRAFT – fundargerðir
Þinggerd17
Samþykktir reikningar ársins 2016 hafa verið birtir og skýrsla stjórnar verður birt fljótlega

Ný stjórn kjörin

Ný stjórn KRA hefur tekið til starfa, en þing sambandsins lauk í gær.
Formaður er Hulda Elsa Björgvinsdóttir, KFR.
Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörnir Erla Kristín Árnadóttir, Grótta, Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, Ármanni og Gry Ek Gunnarsson, Ármanni.
Aðrir stjórnarmenn eru Alex Orrason, KFA, Rósa Birgisdóttir, Stokkseyri og Róbert Kjaran Ragnarsson, Breiðablik.

Úr stjórn gengu Kári Rafn Karlsson, Akranes og Ása Ólafsdóttir KFR.

Ný stjórn hefur tekið til starfa og mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi sínum.

7. þing Kraftlyftingasambands Íslands

Sunnudaginn 26.febrúar nk fer fram 7.ársþing KRAFT. Öll starfandi félög eiga rétt til þingsetu og hafa fengið send kjörbréf, en fjöldi fulltrúa miðast við fjölda skráðra iðkenda.

Á þinginu fara fram venjuleg aðalfundastörf og stjórnarkjör. Kosinn verður nýr formaður og gefur Hulda Elsa Björgvinsdóttir kost á sér í það embætti.

Á þinginu verða líka afhentar viðurkenningar til félaga og einstaklinga fyrir afrek á liðnu ári og heiðursmerki sambandsins verður veitt í annað sinn.

Gögn:

Ársreikningur 2016
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017

Dómarapróf – skráning

Próf til dómararéttinda fer fram í tengslum við Byrjenda/lágmarksmótið 4.mars nk. Skráning í tölvupósti til [email protected] með afrit á [email protected] sem fyrst. Takið fram nafn, kennitölu, félag og netfang. Prófgjald er 10.000 kr.

Hámarksfjöldi í prófið fer eftir fjölda skráninga á mótið, en verða aldrei fleiri en 6.
Ef fleiri sækjast eftir þátttöku verður þess gætt að sem flest félög komi a.m.k. einum manni að.