HM 2018

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Halmstad í Svíþjóð.
Hér má sjá útsendingu frá mótinu og upptökur af því sem lokið er.
https://www.powerlifting.sport/

Þrír íslenskir keppendur mæta til leiks.
Sóley Margrét Jónsdóttir keppir í +84 kg flokki kvenna á morgun föstudag og hefst keppnin kl. 12.00 á íslenskum tíma.

Viktor Samúelsson keppir í -120 kg flokki líka á föstudag kl. 15.00

Á laugardag 10.nóvember keppir svo Júlían J K Jóhannsson kl 11.00

Við óskum þeim öllum góðs gengis!

Matthildur og Ríkharð bikarmeistarar í klassískri bekkpressu

Fyrsta bikarmót KRAFT í klassískri bekkpressu fór fram á Akranesi á sunnudaginn.
Í kvennaflokki sigraðir Matthildur Óskarsdóttir, KFR, Hún hélt  upp á 19 ára afmælið sitt með því að lyfta 96 kg í -72 kg flokki en það er nýtt Íslandsmet í opnum flokki.
Í karlaflokki sigarði Ríkharð Bjarni Snorrason, Bolungarvík. sem lyfti 200 kg í -120 kg flokki.
Við óskum þeim til hamingju!

HEILDARÚRSLIT 

Þórunn Brynja og Ingvi Örn bikarmeistarar

ptr

Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum lauk fyrir stundu á Akranesi.
Bikarmeistarar 2018 eru í kvennaflokki Þórunn Brynja Jónasdóttir, Ármanni með 334,8 stig og í karlaflokki Ingvi Örn Friðriksson, KFA með 442,8 stig
Mörg íslandsmet féllu á mótinu.
HEILDARÚRSLIT
Mótshaldið var í öruggum höndum Kraftlyftingafélags Akraness og þeim til sóma.
Við óskum nýjum bikarameisturum til hamingju og minnum á að á morgun, sunnudag kl. 10.00 fer Bikarmót KRAFT í klassískri bekkpressu fram á sama stað.

 

Bikarmótin – tímaplan

Bikarmót KRAFT í klassískum kraftlyftingum og klassískri bekkpressu fara fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi 13 og 14 oktober nk.
ATH: Íþróttahúsið við Vesturgötu þar sem mótið er haldið er Hnetufrítt íþróttahús . Það er mjög mikilvægt að allir skoði það sem þau koma með sér í nesti því velferð lítillar stúlku erí hættu ef við komum með eða skiljum eftir okkur hnetur eða vörur sem innihalda hnetur .

Bikarmót í klassískum kraftlyftingum – laugardaginn 13.oktober
KEPPENDUR
Skipt verður í þrjú holl 1) allar konur, 2) karlar 59-93, 3) karlar 105-120+
Vigtun hjá öllum kl. 08.00 – start kl. 10.00
Dómarar
Holl 1: Sólveig H Sigurðardóttir, Rósa Birgisdóttir, Róbert Kjaran Magnússon
Holl 2 og 3: Helgi Hauksson – Ása Ólafsdóttir – Aron Ingi Gautason

Bikarmót í klassískri bekkpressu – sunnudaginn 14.oktober
KEPPENDUR
Skipt verður í tvö holl 1) allar konur 2) allir karlar
Vigtun kl, 08.00 – start kl 10.00
Dómarar
Ása Ólafsdóttir, Rósa Birgisdóttir og Róbert Kjaran Magnússon

Landsliðslágmörk unglinga

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær ný landsliðslágmörk í unglingaflokkum.
Þau eru töluvert frábrugðin núgildandi tölum  og taka gildi 1.janúar nk, s.s. við val í landslið 2019. Önnur skilyrði við valið, s.s. fjöldi móta, eru óbreytt.

Reiknað er meðaltal af 15 efstu keppendum á heimsmeistaramótum undanfarinna þriggja ára í hverjum flokki fyrir sig og er sú tala lögð til grunn.
90% af grunntölu gefur þátttökurétt á HM, 85% á EM og 80% á svokölluð C-mót.
Grunntalan verður uppreiknuð aftur eftir tvö ár.
Finna má lágmörkin hér: http://kraft.is/afreksmal/