Úrvalshópur ungmenna

Stjórn KRAFT kallar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum í úrvalshóp ungmenna 20 ára og yngri.
Við viljum ná til hæfileikarríkra ungra karla og kvenna sem æfa reglulega og hyggja á bætingum í kraftlyftingum og skoða hvernig sambandið geti stutt og hvatt þau til dáða. .
Íþróttastjóri mun halda utanum starfið og fyrirhugað er að kalla til æfingabúða, halda fræðslufundi o.a.
Stefnt er að þátttöku sem flestra á NM jr 2020.

Skilyrði eru að viðkomandi

  • sé skráður kraftlyftingaiðkandi í Felix
  • hafi mikinn áhuga á kraftlyftingum og stundi reglulegar æfingar
  • hafi meðmæli síns félags
  • hafi tekið þátt í amk einu móti af mótaskrá KRAFT

Tekið er við tilnefningum frá félögum í netfangi [email protected]
Iðkendur sem hafa áhuga á að vera með láti félagið sitt vita.
Nánari upplýsingar veitir Auðunn Jónsson – [email protected] – 897 8017

Norðurlandamót unglinga – úrslit

Norðurlandamót unglinga fóru fram í Videbæk í Danmörku um helgina.
Þrír keppendur frá Íslandi mættu til leiks og stóður sig með prýði.
Í klassískum kraftlyftingum kepptu Stjörnustrákarnir Muggur Ólafsson og Guðmundur Þorvaldsson og í klassískri bekkpressu keppti Alexandrea Rán Guðnýjardóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar.
Muggur keppti í -74 kg flokki junior og lenti þar í 4.sæti með tölurnar 190-125-210-552 kg. Guðmundur keppti í -93 kg flokki junior og hafnaði sömuleiðis í 4.sæti með 192,5-130-252,5-575.
Alexandrea vann silfur í -57 kg flokki junior. Hún jafnaði íslandsmet sitt 77,5 kg í fyrstu tilraun og átti svo tvær ágætar tilraunir við 82,5 kg en fékk ógilt vegna tæknimistaka.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
HEILDARÚRSLIT

Alexandrea með silfrið

ÍM í oktober – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og í klassískri bekkpressu.
Mótin fara fram dagana 12. og 13. oktober nk á Akureyri.
Skráningarfrestir eru til 21. og 22. september nk.
Athugið að á íslandsmeistaramót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið félagsskráðir amk þrjá mánuði fyrir mót.
Minnum félög á að skrá dómara líka í samræmi við 22.grein í reglugerð um kraftlyftingakeppni.

ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram í íþróttahúsi Stjörnunnar laugardaginn 14.september nk.
KEPPENDUR
ATH:
Á mótinu verður keppandi með bráðahnetuofnæmi. Við biðjum keppendur vinsamlega að taka tillit til þess og velja hnetulaust nesti.

Skipting og tímasetning verður sem hér segir: l:
Holl 1 – konur 57 – 72
Holl 2 – konur -84 og +84
Vigtun kl. 08.00 – keppni hefst kl. 10.00

Holl 3 – karlar 74 – 93
Holl 4 – karlar 105 – 120+
Vigtun kl. 11.30 – keppni hefst kl. 13.30

ÍM í bekkpressu fer fram sunnudaginn 15.september
KEPPENDUR

Allir keppendur mæti í vigtun kl 10.00. Keppni hefst kl. 12.00

Góður árangur á WEC

Vesturevrópumótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fóru fram sl helgi á Ítalíu. Öflugur hópur keppenda mætti til leiks frá Íslandi og gerðu góða hluti.

Í klassískum kraftlyftingum kepptu tvær konur og bættu sig báðar verulega.
Arna Ösp Gunnarsdóttir lenti í 6.sæti í -63 kg flokki með tölurnar 137,5-80-175-392,5 kg. Það er 20 kg persónuleg bæting og hnébeygjan, réttstaðan og samanlagður árangur eru ný Íslandsmet.
Birgit Rós Becker mætti til leiks eftir barnseign og lenti í 8.sæti í -84 kg flokki með tölurnar 170-82,5-170-422,5 en það er 27,5 kg bæting á hennar besta árangri í þessum flokki.
Í karlaflokki voru fjórir keppendur.
Friðbjörn Bragi Hlynsson keppti í fyrsta sinn á alþjóðavelli og lenti í 6.sæti í -83 kg flokki með tölurnar 222,5-155-265-642,5 .
Ingvi Örn Friðriksson lenti í 4.sæti í -105 kg flokki með tölurnar 275-157,5-295-727,5 kg.
Viktor Samúelsson lyfti 285-202,5-290-777,5 í -120kg flokki en það dugði honum í 4.sætið í flokknum.
Aron Friðrik Georgsson kom fast á hæla honum í 5.sætið í flokknum með seríuna 282,5-190-285-757,5, en réttstaðan er persónuleg bæting hjá honum.
Frammístaða strákana færði þeim þriðja sætið í liðakeppni karla á mótinu.

Þrír karlar kepptu í búnaði.
Aron Ingi Gautason varð í 2.sæti í -74 kg flokki þegar hann lyfti 260-150-225-635 kg
Alex C Orrason hreppti titilinn í -105 kg flokki með tölurnar 332,5-245-265-842,5 kg og í +120 kg flokki vann Þorbergur Guðmundsson gullið með seríuna 352,5-235-300-887,5 kg.

Við óskum þeim öllum til hamingju með verðlaun, íslandsmet og persónulegar bætingar.

HEILDARÚRSLIT MÓTANNA

Vesturevrópumeistarinn í -105 kg flokki karla, Alex C Orrason

Leiðrétt kennitala

Til þeirra sem ætla að greiða keppnisgjöld fyrir mótin í september:
Kennitala kraftlyftingadeildar Stjörnunnar hefur misritast í skráningareyðublaðinu.
Rétta talan er 470211 -1560.
Reikningsnúmer er 546-14-404020
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

ÍM í september – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum og í bekkpressu.
Mótin fara fram dagana 14. og 15. september nk á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði, Garðabæ. Skráningarfrestir eru til 24.ágúst (31.ágúst fyrir greiðslu keppnisgjalds) á kraftlyftingamótið og 25.ágúst (1.september) á bekkpressumótið.
Athugið að á íslandsmeistaramót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið félagsskráðir amk þrjá mánuði fyrir mót.
Minnum félög á að skrá dómara líka í samræmi við 22.grein í reglugerð um kraftlyftingakeppni.

Ríkharð hefur lokið keppni

Ríkharð Bjarni Snorrason keppti á EM í klassískri bekkpressu í gær og endaði í 10.sæti í -120 kg flokki.
Ríkharð opnaði í 200 kg, 5 kg frá sínu besta, og reyndi síðan tvisvar við 210 kg en fékk ógilt í bæði skiptin.
Við óskum Ríkharð til hamingju með sitt fyrsta alþjóðamót.