ÍM í réttstöðulyftu – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram í Reiðhöllinni á Sauðárkróki laugardaginn 14.júlí nk í tengslum við Landsmót UMFÍ.
Vigtun hefst kl. 12.00 og keppni 14.00
Skráðir keppendur er 28 og verður skipt í tvö holl.

Dómgæslu annast Róbert Kjaran, Breiðablik, Júlían J K Jóhannsson, Ármanni og Einar Birgisson, KFA.

Landsliðsval – seinni hluta árs

Landliðsnefnd hefur gengið frá skipan landsliðsins seinni hluta árs.

EM í klassískri bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM junior/subjunior
Guðfinnur Snær Magnússon +120 kg jr

Arnold Classic
Ingimundur Björgvinsson -105 kg

Vestur Evrópumótið í klassískum kraftlyftingum

Elín Melgar Aðalheiðardóttir -63 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -63 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Ingvi Örn Friðriksson -105 kg
Aron Friðrik Georgsson -120 kg
Viktor Samúelsson -120 kg

Vestur Evrópukeppni í kraftlyftingum
Hulda B Waage -84 kg
Alex Cambray Orrason -105
Þorbergur Guðmundsson +120 kg

HM öldunga í kraftlyftingum
María Guðsteinsdóttir -57

EM í bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM í kraftlyftingum
Sóley Magrét Jónsdóttir +84 kg
Viktor Samúelsson -120 kg
Júlían J K Jóhansson +120 kg

EM í klassískum kraftlyftingum
Ragna K Guðbrandsdóttir -63 kg subjr
Arna Ösp Gunnarsdóttir -63 jr
Matthildur Óskarsdóttir -72 kg jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -57 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Rósa Birgisdóttir +84 kg

NM jr 2018 – landsliðshópur

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar fara fram á Íslandi í september nk og verða að þessu sinna haldin á Akureyri.
Undirbúningur er löngu hafinn bæði hjá mótshaldara og keppendum, en landsliðshópurinn er skipaður neðangreindum einstaklingum.
Þetta er flottur hópur efnilegra kraftlyftingamanna og ánægjulegt að sjá að átta félög eiga keppendur í hópnum.

Arna Ösp Gunnarsdóttir MOS
Aron Ingi Gautason KFA
Fannar Björnsson AKR
Gabríel Arnarson LFA
Gabríel Ómar Hafsteinsson BRE
Guðfinnur Snær Magnússon BRE
Guðmundur Smári Þorvaldsson STJ
Halldór Jens Vilhjálmsson MAS
Íris H Garðarsdóttir KFA
Kara Gautadóttir KFA
Karl Anton Löve KFA
Matthildur Óskarsdóttir KFR
Muggur Ólafsson STJ
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir KFR
Sóley Margrét Jónsdóttir KFA
Svavar Örn Sigurðsson AKR
Þorsteinn Ægir Óttarsson KFA

ÍM i réttstöðulyftu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistarmótið í réttstöðulyftu sem fer fram 14.júlí nk á Sauðárkróki. Skráningarfrestur er til miðnættis 23.júni, en frestur til að greiða keppnisgjald og breyta skráningu rennur út 30.júni.

Skráningareyðublað: imRL18_skraning

Mótið fer fram í tengslum við Landsmót UMFÍ sem er haldið á Sauðárkróki þessa helgi. Keppendur og starfsmenn fá afhent armbönd sem gefa aðgang að svæðinu og afslátt af ýmsa þjónustu og vörum á staðnum.
Þeir sem vilja gera meira og taka þátt í fleiri viðburðum á landsmótinu geta skráð sig hér: https://www.landsmotid.is/ . Úr mörgu er að velja!

Breyting á mótaskrá

Mótanefnd KRA hefur samþykkt eftirfarandi breytingu á mótaskrá.
Bikarmótin í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu sem upphaflega voru sett í Reykjavík verða haldin á Akranesi. Dagsetningarnar eru óbreyttar, 13 og 14 oktober.

Breyting á mótaskrá

Stjórn KRA hefur samþykkt  ósk um að færa Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 14.júlí úr umsjón Stjörnunnar.
Mótið verður haldið í tengslum við Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki 14.júlí og verður í umsjón KFA.

Kara keppir á morgun

Kara Gautadóttir keppir á EM unglinga í fyrramálið. Hún keppir í -57 kg flokki 23 ára og yngri, en Kara er fædd 1996.
Kara á best 153-85-147,5-365 og stefnir á að bæta sig.
Hér má sjá lista yfir keppendur: https://goodlift.info/onenomination.php?cid=447

Keppnin hefst kl. 10.00 að staðartíma, en kl. 08.00 á íslenskum tíma og er hægt að fygljast með hér https://goodlift.info/live.php

Við óskum Köru alls góðs!