Kraftlyftingafólk ársins

Kraftlyftingasamband Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2017 og urðu fyrir valinu þau Fanney Hauksdóttir (KFR) og Júlían J. K. Jóhannsson (Ármann).

Fanney er fædd árið 1992 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Reykjavíkur.
Fanney hefur sérhæft sig í bekkpressu og keppir bæði með búnaði og án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). Hún náði frábærum árangri á árinu en afrek hennar eru:• –

Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fór á Spáni í október sl. Varð hún þar með Evrópumeistari í búnaðarbekkpressu þriðja árið í röð.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí sl.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu sem fram fór í Finnlandi í ágúst sl.
• Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
• Norðurlandamet og Íslandsmet í bekkpressu í -63 kg flokki þegar hún lyfti 157,5 kg
• Íslandsmet í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 112,5 kg.Með þessum árangri er Fanney nú í í þriðja sæti á heimslista IPF (Alþjóða kraftlyftingasambandsins), bæði í bekkpressu með og án búnaðar -63 kg flokki en aldrei hefur íslenskur kraftlyftingakeppandi náð svo hátt á heimslista IPF.

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann. Hann keppti í fyrsta sinn í opnum flokki á árinu.
Afrek hans eru:
• Bronsverðlaun í samanlögðum árangri í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Tékklandi í nóvember sl.
• Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
• Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg
• Bronsverðlaun í hnébeygju í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fór á Spáni í maí sl.
• Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í + 120 kg flokki
• Silfurverðlaun í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games (RIG) þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri
• Gullverðlaun á boðsmóti í réttstöðulyftu, Sling Shot Pro Deadlift, Arnold Classic Festival þar sem hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.
• Tók þátt í IWGA, World Games fyrstur Íslendinga.
• Stigahæstur íslenskra kraftlyftingamanna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum á árinu.

Landsliðsverkefni 2018

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tillögu landsliðsnefndar um verkefni 2018. Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem uppfylla skilyrði til þátttöku í verkefnunum. Nokkrir keppendur í viðbót hafa ennþá tækifæri til að ná nauðsynlegum lágmörkum innan tímamarka og geta bæst á listann. Valið verður  endurskoðað á miðju ári.

Boðað verður til fundar með landsliðsmönnum fljótlega, verkefnin kynnt og gengið frá samningum.

LANDSLIÐSVERKEFNI 2018

EM ÖLDUNGA KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – SVÍÞJÓÐ – MARS

Laufey Agnarsdóttir – 84 M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – 84+ M2

HM Í BEKKPRESSU – SUÐUR AFRÍKA –APRÍL

Fanney Hauksdóttir, -63,

EM Í KRAFTLYFTINGUM – TÉKKLAND –  MAÍ

Sóley Margrét Jónsdóttir – 84+ SubJr
Kara Gautadóttir – 57 jr
Karl Anton Löve – 93 jr
Guðfinnur Snær Magnússon – 120+ jr
Hulda B. Waage – 84
Viktor Samúelsson – 120
Júlían J. K. Jóhannsson – 120+

HM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – FINNLANDI –MAÍ  

Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Elín Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Fanney Hauksdóttir -63

HM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – CANADA – JÚNI

Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Arnhildur Anna Árnadóttir – 72
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57
Rósa Birgisdóttir – 84+
Laufey Agnarsdóttir – 84 M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – 84+ M2

EM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – FRAKKLANDI –.ÁGÚST

Matthildur Óskarsdottir – 72 jr
Elin Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Fanney Hauksdóttir – 63

HM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM – SUÐUR AFRÍKA – SEPTEMBER

Guðfinnur Snær Magnússon – 120+ jr

VESTUREVRÓPUKEPPNIN – NOREGUR – SEPTEMBER

Elin Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Arnhildur Anna Árnadóttir – 72
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57

NM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM  – ÍSLANDI – SEPTEMBER  

Sóley Jónsdóttir – 84+ SubJr
Kara Gautadóttir – 57 jr
Aron Gautason – 74 jr
Karl Anton Löve – 93 jr

EM Í BEKKPRESSU – LUXEMBOURG – OKTOBER  

Fanney Hauksdóttir – 63

HM Í KRAFTLYFTINGUM – SVÍÞJÓÐ – NOVEMBER

Viktor Samúelsson – 120 kg
Júlían J. K. Jóhannsson – 120+

EM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – LITHÁEN – NÓVEMBER

Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 63
Arnhildur Anna Árnadottir – 72
Rósa Birgisdóttir – 84+

Kraftlyftingadeild Ármanns

Við höldum áfram umfjöllun um kraftlyftingafélög landsins og nú er komið að Ármanni.

Glímufélagið Ármann var stofnað 1888 og er í hópi elstu félagasamtaka landsins. Innan félagsins var stofnuð kraftlyftingadeild 2009. Ármann var eitt af stofnfélögum KRAFT, heyrir undir ÍBR og var lengi vel eina kraftlyftingafélagið í höfuðborginni.

Ingimundur Björgvinsson var kjörinn formaður á stofnfundi en María Guðsteinsdóttir tók fljótlega við af honum. Í dag er Helgi Briem formaður. Með honum í stjórn eru María Guðsteinsdóttir, Júlían J. K. Jóhannsson, Bjarni Þór Einarsson, Ingimundur Ingimundarson, Eiríkur Jónsson og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir.

Skráður fjöldi iðkenda er í dag 134. Helstu afreksmenn eru Júlían Jóhannsson, íþróttakarl Reykjavíkur 2016 og María Guðsteinsdóttir sem var helsta kraftlyftingakona Íslands í áratug, en fleiri Ármenningar hafa verið duglegir að æfa og keppa og hafa landað bæða íslandsmeistara- og bikarmeistaratitlum fyrir félagið.

Deildin æfði fyrst í íþróttamiðstöðinni Laugaból en fékk svo aðstöðu í Djúpinu, í kjallara Laugardalslaugar. Þar deilir hún plássið með lyftingadeild félagsins og fer ágætlega á með þeim. Deildin er vel búin tækjum og lóðum. Meðlimir borga æfingargjald sem er 20.000 kr fyrir 6 mánuði. Innifalið í því er æfingaaðstaða, keppnisgjöld á innanlandsmót, aðgangur að sundlaug og gufubaði.

Æfingaaðstaðan fylgir opnunartimum laugarinnar – opnar við fyrsta hanagal og er opin til kl. 22.00 sjö daga vikunnar.  Opnunartímar eru líka rúmir yfir hátíðardaga.  Fastir æfingartímar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 16 – 18 en þess fyrir utan mæla menn sér gjarnan mót til að æfa saman. Kvennalið deildarinnar er á hraðri uppleið undir heitinu Ár-MAN og hefur skipulagt æfingar og ýmisleg annað sérstaklega ætlað konum í kraftlyftingum.
Helgi Briem hefur veitt byrjendum leiðsögn  en fleiri innan félagsins eru með þjálfararéttindi og mikla reynslu í að leiðbeina og aðstoða.  Sex dómarar frá félaginu eru skráðir á dómaralista KRAFT.

Samstarf við móðurfélagið og ÍBR hefur verið gott alla tíð. Þess má geta að það var Ármann sem hafði frumkvæðið að því að kraftlyftingaíþróttin var sett á dagskrá Reykjavíkurleikjanna á sínum tíma. Félagið hefur verið ólatt við að halda mót og fékk þann heiður að vera fyrsta félagið sem hélt alþjóðamót á Íslandi þegar það tók að sér að halda Norðurlandamót unglinga 2013. Næsta verkefni félagsins er að halda alþjóðlegt kraftlyftingamót í tengslum við RIG 2018.

Helstu framtíðarverkefni stjórnar er að finna leiðir til að fjölga iðkendum og keppendum og byggja upp öfluga liðsheild til keppnis innan- og utanlands.

Upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Ármanns og á facebooksíðu Kraftlyftingadeildar Ármanns.

Fundi frestað

Vegna viðvaranna veðurstofunnar hefur verið ákveðið að fresta áður boðaðan fund stjórnar KRAFT með formönnum sem halda átti á Akureyri á morgun föstudag.

Bikarmót KRAFT – tímasetningar

Bikarmót KRAFT fer fram á Akureyri laugardaginn 25.nóvember í húsnæði KFA að Austursíðu 2.
KEPPENDUR
Keppt verður í tveimur hollum
HOLL 1: allar konur og karlar 66 – 83
HOLL 2: karlar 105 – 120+
Vigtun hefst kl. 14.00 en keppni kl. 16.00, en vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að halda mótið seinni hluta dags.

Að loknu móti verður boðið til veislu á sama stað og er öllum keppendum boðið að vera með endurgjaldslaust.

Mótshaldara vantar

Búið er að raða niður mótum 2018 á mótshaldara og fara flest mót fram á vegum KFA og KFR.
Það er ánægjulegt að þau félög séu viljug til að halda mót, en um leið hvetjum við önnur félög til að fara að dæmi þeirra. Það er markmið hjá sambandinu að sem flest félög taki þátt í mótahaldi.
Ennþá vantar mótshaldari á ÍM unglinga og öldunga í kraftlyftingum í júni og á ÍM í réttstöðulyftu í júlí. Félög sem hafa áhuga á þeim geta sent póst til [email protected]

Nýtt félag

Kraftlyftingadeild hefur verið stofnuð innan UMF Austra á Raufarhöfn. Deildin er aðili að HSÞ og KRAFT. Formaður er Ævar Guðmundsson,
Stjórn KRAFT fagnar tilkomu nýs félags í þessum landshluta og óskar þeim góðs gengis í uppbyggingu starfsins.

Kraftlyftingadeild UMFB

Í Bolungarvík starfar Kraftlyftingadeild UMFB og er aðili að Héraðssambandi Bolungarvíkur. Deildin var stofnuð 3.febrúar 2015 og var þá 18.aðildarfélagið í KRAFT.

Það voru hjónin Inga Rós Georgsdóttir og Helgi Pálsson sem áttu frumkvæðið að stofnun deildarinnar en þau hófu að stunda kraftlyftingar þegar þau bjuggu fyrir sunnan og kepptu i byrjun fyrir kraftlyftingadeild Breiðabliks. Þegar þau fluttu vestur gerðust þau fyrst félagar í Kraftlyftingafélaginu Víkingi á Ísafirði en sáu fljótlega ástæðu til að segja sér úr því og stofna sitt eigið félag í heimabyggð. Inga Rós hefur verið formaður deildarinnar frá upphafi og virkasti keppandinn hefur verið Helgi.
Þetta er samt ekki einkafélag þeirra hjóna heldur eru 9 iðkendur skráðir í hópnum og vonandi fáum við að sjá fleiri þátttakendur frá þeim á næstunni.
Félagið hefur aðstoðu til æfinga í íþróttamiðstöðinni Árbær og notar þau tæki og tól sem þar eru. Þar er hægt að gera flestar nauðsynlegar æfingar, en þetta er almenningsrými og stundum þröngt í salnum enda hefur félagið ekkert rými útaf fyrir sig. Ekkert félagsgjald er tekið, en meðlimir þurfa að greiða fyrir aðgang að stöðinni sem er rekin af bæjarfélaginu.
Efst á verkefnaskrá deildarinnar er að verða sér úti um löglegar keppnisgræjur, lóð, stangir og statíf, en það segir sig sjálft að það er forsenda fyrir framtíðaruppbyggingu. Vonin er að íþróttayfirvöld í bænum sjái gildi þess að efla styrktarþjálfun og kraftlyftingaiðkun og styrki deildinni til kaupanna. Annað verkefni sem Inga Rós er með á prjónunum er að koma á fót æfingarhóp fyrir konur.

Þau hjónin hafa verið dugleg að sækja bæði mót og fundi á vegum KRAFT og tekið virkan þátt í starfi sambandsins.

Silfur og brons á NM

Í dag var keppt í klassískum kraftlyftingum í karlaflokkum á NM unglinga.

Í -74 kg flokki drengja vann Svavar Örn Sigurðsson til silfurverðlauna með seríuna 200 – 135 – 230 – 565 á sínu fyrsta alþjóðamoti.
Í -105 kg flokki unglinga vann Ingvi Örn Friðriksson til bronsverðlauna með seríuna 257 – 155 – 290 – 702,5 kg en í -120 kg flokki unglinga lenti Þorsteinn Ægir Óttarsson í fjórða sæti með 245 – 170 – 262,5 – 677,5.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og persónulegum bætingum í dag.

Á morgun, laugardag er keppti í bekkpressu og þríþraut í búnaði og mæta átta íslenskir keppendur til leiks. Við krossum fingur og óskum þeim góðs gengis.
Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér:
http://styrkeloft.no/live/?nordic2017_pl