ÍM í bekkpressu – úrslit

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu  fór fram á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í karlaflokki var Viktor Samúelsson, KFA, stigahæstur, en hann lyfti 295 kg í -120 kg flokki.
Annar var Alex Cambray Orrason, KFA, en hann setti nýtt Íslandsmet í -105 kg flokki með 251,5 kg.
Þriðji var Einar Örn Guðnason, Akranesi, sem lyfti 240 kg í -105 kg flokki.

Í kvennaflokki var Hulda B Waage stigahæst, en hún lyfti 133 kg í -84 kg flokki sem er nýtt Íslandsmet.
Íris Hrönn Garðarsdóttir, KFA, lyfti 90 kg í -84 kg flokki og varð í öðru sæti.

HEILDARÚRSLIT

ÍM í kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum  fór fram á Akureyri um helgina í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í karlaflokki var Viktor Samúelsson, KFA, stigahæstur með 581,9 stig.
Viktor lyfti seríuna 387,5-302,5-320 eða samtals 1010 kg sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í -120 kg flokki. Hnébeygjan og réttstöðulyftan eru líka persónulegar bætingar og bætingar á Íslandsmetum.
Í öðru sæti með 532,8 stig var Einar Örn Guðnason, Akranesi, sem líka bætti sig verulega.
Hann lyfti 360-251-280 eða samtals 891 kg í -105 kg flokki. Hnébeygjan, bekkpressan og samanlagður árangur eru allt ný Íslandsmet.
Í þriðja sæti var Þorbergur Guðmundsson, KFA, með 525,4 stig, en hann lyfti 365-260-320 eða 945 kg í +120 kg flokki sem er persónuleg bæting.

Í kvennaflokki var Hulda B Waage, KFA stigahæst með 473,9 stig.
Hulda lyfti 215-130-177,5 og jafnaði Íslandsmetinu samanlagt í -84 kg flokki með 522,5 kg.  Hnébeygjan er nýtt Íslandsmet í flokknum.
Önnur var Íris Hrönn Garðarsdóttir, KFA, með 373,3 stig og seríuna 170-95-150 samanlagt 415 kg, allt persónulegar bætingar.

Fleiri met voru sett á mótinu.

HEILDARÚRSLIT

Við óskum Viktor og Huldu og öðrum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.

Hulda Elsa endurkjörin formaður

Hulda Elsa Björgvinsdóttir var endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambands Íslands í gær.
Ný stjórn skipa auk hennar þau Alex Cambray Orrason, Aron Friðrik Georgsson, Erla Kristín Árnadóttir, Gry Ek Gunnarsson, Guðbrandur Sigurðsson og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir.
Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum.

ÍM í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu sem fara fram í Reykjavík 17. og 18.mars nk.

ÍM í klassískum kraftlyftingum, skráningarfrestur 25.febrúar imclass18_skraning
ÍM í klassískri bekkpressu, skráningarfrestur 24.febrúar imBPclass18_skraning

Athugið að þar sem um Íslandsmeistaramót eru að ræða þurfa keppendur að hafa verið skraðir iðkendur í sínu félagi í amk 3 mánuði fyrir mótsdag.

ÍM – tímaplan

17. feb – kraftlyftingar
Kvennaflokkar + 66 og 74kg fl. karla
Vigtun klukkan 08:00
Keppni klukkan 10:00-13:00

Karlaflokkar (93+105+120+120+)
Vigtun klukkan 13:00
Keppni klukkan 15:00

18. febrúar – bekkpressa
Allir flokkar
Vigtun klukkan 08:00
Keppni klukkan 10:00-11:30

Kraftlyftingaþing – mótframboð gegn formanni

Áttunda ársþing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið á Akureyri 18.febrúar nk.

Á þinginu fara fram formanns- og stjórnarkjör.

Tveir einstaklingar bjóða sér fram til formennsku:
Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sitjandi formaður KRAFT.
Þorbergur Guðmundsson, formaður KDH

Fimm einstaklingar bjóða sér fram til stjórnarstarfa, en kosið verður um þrjú sæti:
Alex Cambray Orrason
Aron Friðrik Georgsson
Aron Ingi Gautason
Gísli Sigurðsson
Guðbrandur Sigurðsson

Nánari upplýsingar um frambjóðendur hafa verið sendar þeim sem eiga rétt til þingsetu.

 

ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og bekkpressu sem fara fram á Akureyri helgina 17 – 18 febrúar nk.

ÍM í kraftlyftingum, skráningarfrestur 27.janúar: im18_skraning
ÍM í bekkpressu, skráningarfrestur 28.janúar: imBP18_skraning

Athugið að þar sem um Íslandsmeistaramót eru að ræða þurfa keppendur að hafa verið skraðir iðkendur í sínu félagi í amk 3 mánuði fyrir mótsdag.

Lágmörk fyrir ÍM í kraftlyftingum:

Kraftlyftingaþing 2018

Áttunda þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið sunnudaginn 18.febrúar 2018, að þessu sinni á Akureyri. Þinghald hefst kl. 14.00.

Um rétt til þingsetu sjá 9.gr. laga KRA.

Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRA eigi síðar en 21 dögum fyrir þingið, eða 28.janúar, smkv 10.gr. laga KRA.

Tilkynningar um framboð til embættis formanns og stjórnar KRA skulu sömuleiðis berast skrifstofu KRA minnst 21 degi fyrir þing.