ÍM – tímaplan

Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fara fram á Akureyri 16.nóvember nk.að Austursíðu 2.
Skipt verður í tvö holl – konur og karlar.

Vigtun hefst kl. 9.30 en keppni kl 11.30.

ÍM í kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum fór fram um helgina í húsakynnum Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Í kvennaflokki fór Hulda B. Waage með sigur af hólmi en hún kláraði mótið með 640,1 IPF stig. Hulda keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.

Í karlaflokki var það Viktor Samúelsson sem sigraði mótið með 665 IPF stig. Viktor keppir einnig fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.

Stigahæsta liðið í karla- og kvennaflokki var Kraftlyftingafélag Akureyrar.

FULL ÚRSLIT má sjá hér.

Hulda og Viktor íslandsmeistarar 2019!

ÍM – tímaplan

Tvö Íslandsmeistaramót fara fram á Akureyri um næstu helgi.
Laugardaginn 12.oktober er keppt í kraftlyftingum.
Sunnudaginn 13.oktober er keppt í klassískri bekkpressu,
Báða dagana hefst vigtun kl. 11.00 og keppni kl 13.00
Mótin fara fram á heimavelli KFA við Austursíðu 2.

KEPPENDUR
KRAFTLYFTINGAR
KLASSÍSK BEKKPRESSA

Mótahald 2020

Mótaskráin 2020 liggur fyrir og óskar mótanefnd eftir að heyri í félögum sem vilja taka að sér mótahald.
Við hvetjum aðildarfélag til að skoða þetta, ræða saman um hugsanlegt samstarf og hafa samband við formann mótanefndar, Einar Örn Guðnason sem fyrst í netfangi . [email protected]

Landsliðssamningar uppfærðir

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 24.september sl breytingar á eftirfarandi samningum og reglum
Verklagsreglur við val í landslið, Landsliðssamningur keppenda, Landsliðssamningur þjálfara og Reglur um ferðir landsliðsins.
Menn geta kynnt sér efnið hér.
Reglurnar taka gildi fyrir keppnisárið 2020 og verða kynntar vel fyrir landsliðshópinn þegar hann hefur verið valinn.
Landsliðsnefnd hefur þegar kallað eftir tilnefningum félaga í landsliðsverkefni 2020 og skulu tilnefningar berast fyrir 1.nóvember samkvæmt nýsamþykktum verklagsreglum.

Úrvalshópur ungmenna

Stjórn KRAFT kallar eftir tilnefningum frá aðildarfélögum í úrvalshóp ungmenna 20 ára og yngri.
Við viljum ná til hæfileikarríkra ungra karla og kvenna sem æfa reglulega og hyggja á bætingum í kraftlyftingum og skoða hvernig sambandið geti stutt og hvatt þau til dáða. .
Íþróttastjóri mun halda utanum starfið og fyrirhugað er að kalla til æfingabúða, halda fræðslufundi o.a.
Stefnt er að þátttöku sem flestra á NM jr 2020.

Skilyrði eru að viðkomandi

  • sé skráður kraftlyftingaiðkandi í Felix
  • hafi mikinn áhuga á kraftlyftingum og stundi reglulegar æfingar
  • hafi meðmæli síns félags
  • hafi tekið þátt í amk einu móti af mótaskrá KRAFT

Tekið er við tilnefningum frá félögum í netfangi [email protected]
Iðkendur sem hafa áhuga á að vera með láti félagið sitt vita.
Nánari upplýsingar veitir Auðunn Jónsson – [email protected] – 897 8017

Norðurlandamót unglinga – úrslit

Norðurlandamót unglinga fóru fram í Videbæk í Danmörku um helgina.
Þrír keppendur frá Íslandi mættu til leiks og stóður sig með prýði.
Í klassískum kraftlyftingum kepptu Stjörnustrákarnir Muggur Ólafsson og Guðmundur Þorvaldsson og í klassískri bekkpressu keppti Alexandrea Rán Guðnýjardóttir frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar.
Muggur keppti í -74 kg flokki junior og lenti þar í 4.sæti með tölurnar 190-125-210-552 kg. Guðmundur keppti í -93 kg flokki junior og hafnaði sömuleiðis í 4.sæti með 192,5-130-252,5-575.
Alexandrea vann silfur í -57 kg flokki junior. Hún jafnaði íslandsmet sitt 77,5 kg í fyrstu tilraun og átti svo tvær ágætar tilraunir við 82,5 kg en fékk ógilt vegna tæknimistaka.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.
HEILDARÚRSLIT

Alexandrea með silfrið

ÍM í oktober – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og í klassískri bekkpressu.
Mótin fara fram dagana 12. og 13. oktober nk á Akureyri.
Skráningarfrestir eru til 21. og 22. september nk.
Athugið að á íslandsmeistaramót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið félagsskráðir amk þrjá mánuði fyrir mót.
Minnum félög á að skrá dómara líka í samræmi við 22.grein í reglugerð um kraftlyftingakeppni.