Heimsmeistaramótið er hafið

Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum hófst á mánudaginn og er það haldið þetta árið í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Ísland sendir að þessu sinni fjóra keppendur á heimsmeistaramótið.

Hulda B. Waage

Hulda B. Waage keppir núna í fyrsta sinn á HM. Hún er þaulreyndur keppandi og er hún með nokkur evrópumeistaramót undir beltinu. Það verður gaman að sjá hvernig mun ganga. Hulda hefur keppni í -84kg flokki klukkan 06:00 á föstudaginn. Hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR

Viktor Samúelsson

Viktor Samúelsson tekur þátt á HM í fjórða sinn á HM og keppir hann í -120kg flokki. Viktor hefur einnig undir beltinu nokkur ervrópumeistaramót og heimsmeistaramót unglinga. Mikil reynsla mun vafalaust skila sér á keppnispallinn og mun hann hefja keppni kl. 13:00 á föstudaginn. Hægt verður að fylgjast með í beinni HÉR

Sóley Margrét Jónsdóttir

Sóley er að mæta á sitt annað heimsmeistaramót í opnum flokki sem er ótrúlegur árangur miðað við hún er í enn stúlknaflokki. Sóley er núverandi heimsmeistari stúlkna í +84kg flokki og evrópumeistari einnig. Sóley er því til alls líkleg. Hægt verður að fylgjast með henni í beinni kl. 7:00 á laugardaginn HÉR

Júlían JK Jóhannsson

Júlían er að mæta á HM í fjórða sinn og mun hann keppa í +120kg flokki. Júlían er núverandi heimsmethafi í réttstöðulyftunni og hefur hann tekið gullið í greininni oftar en einu sinni. Hann er í góðum anda og verður spennandi að sjá hann keppa. Hann mun stíga á keppnispallinn klukkan 09:00 á laugardaginn og verður hægt að fylgjast með HÉR

Kraftlyftingasamband Íslands óskar öllum keppendum góðs gengis á HM og vonar auðvitað að medalíur muni berast heim með keppendum!

ATH: Breyting var gerð á keppnisáætlun og mun Hulda því keppa kl. 6:00 ekki 7 eins og var áætlað.

ÍM ungmenna og öldunga – ÚRSLIT

ÍM ungmenna og öldunga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fóru fram um helgina. Mótin voru haldin af Kraflyftingafélagi Akureyrar og fóru fram í húsnæði þeirra. 21 keppandi mætti um helgina og settu sumir íslandsmet og aðrir persónuleg met. Full úrslit má sjá hér fyrir neðan.

ÚRSLIT

ÚRSLIT ÍM UNGMENNA OG ÖLDUNGA Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM

ÚRSLIT ÍM UNGMENNA OG ÖLDUNGA Í KRAFTLYFTINGUM

ÍM unglinga og öldunga – Skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum. 
Mótin fara fram 16. nóvember (klassískt) og 17. nóvember (búnaður) nk á Akureyri. 
Skráningarfrestir eru til miðnættis 26. október (klassískt) og 27. október (búnaður) nk.  
Athugið að á íslandsmeistaramót gildir sú regla að keppendur þurfa að hafa verið félagsskráðir amk þrjá mánuði fyrir mót. 
Skráningar þurfa að berast fyrir skráningafresti annars er ekki tekið við þeim.
Minnum félög á að skrá dómara líka í samræmi við 22.grein í reglugerð um kraftlyftingakeppni.

Sæmundur með bronsverðlaun

Sæmundur Guðmundsson keppti fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem fer fram í Potchefstroom, Suður Afríku. Sæmundur keppir í -74kg flokki karla masters III (60-69 ára).

Sæmundur var í góðum anda greinilega. Lyfti 155kg í hnébeygjunni, 110kg í bekkpressunni og lokaði mótinu með 195kg réttstöðulyftu. Þetta gaf honum bronsið í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Samanlagt lyfti hann því 460kg og kemur því heim með bronsið í samanlögðu líka.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!

Sæmundur í anda. Mynd úr safni KRAFT

ÍM í klassískum kraftlyftingum og bekkpressu – ÚRSLIT

Íslandsmeistaramót í klassíkum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina í Garðabæ. Alls mættu 33 keppendur til leiks og var stemningin góð í húsinu. Íslandsmet féllu og persónlegar bætingar voru á meðal keppenda.

Stigahæsta konan varð að þessu sinni Arna Ösp Gunnarsdóttir með 666.6 IPF stig. En Arna keppir fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.

Stigahæsti karlinn var hann Friðbjörn Bragi Hlynsson með 671,1 IPF stig. Friðbjörn keppir einnig fyrir Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.

Stigahæsta liðið í kvennaflokki var lið Massa Njarðvík.

Stigahæsta liðið í karlaflokki var lið Breiðabliks en mistök urðu á útreikningi og var bikarinn veittur Massa á keppnisstað en mjótt var á munum.

FULL ÚRSLIT

Íslandsmeistaramót í bekkpressu

Einnig fór fram Íslandsmeistaramót í bekkpressu í Garðabæ. Til leiks mættu 5 keppendur, fámennt en góðmennt.

Stigahæsta konan varð að þessu sinni Hulda B. Waage með 664,6 IPF stig. Hulda keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akureyrar.

Stigahæsti karlinn var hann Einar Örn Guðnason með 612,9 IPF stig. Einar Örn keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness.

FULL ÚRSLIT

Mótshaldarar á báðum mótum voru Lyftingadeild Stjörnunnar og Kraftlyftingadeild Breiðabliks með aðstoð frá Ármanni.

Guðfinnur með silfur

Guðfinnur Snær Magnússon keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Hann keppir í +120kg flokki unglinga (19-23 ára) en Guðfinnur hefur verið lengi í kraftlyftingum og er þaulreyndur keppandi.

Því miður gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni hjá honum í dag. Styrkurinn var góður en lyfturnar voru dæmdar af á tæknigalla. Þá var það bekkpressan en þar lyfti hann 285kg sem gaf honum silfrið í flokknum og er það persónuleg bæting. Svo kláraði hann mótið á 290kg réttstöðulyftu sem var einnig silfurlyfta. Því var ekki allt ónýtt þótt beygjan hefði farið í vaskinn og kemur Guðfinnur heim með tvo silfurpeninga af mótinu.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!

Guðfinnur Snær í andanum! – Mynd úr safni

Sóley með heimsmeistaratitil

Sóley Margrét Jónsdóttir keppti í dag á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Sóley keppir í +84kg flokki stúlkna (14-18 ára) og er hún núverandi evrópumeistari í stúlknaflokki og var því víst að hún gæti verið til alls vís.

Í hnébeygjunni lyfti hún 255kg og tók þar örugglega gullið í hnébeygjunni með 25kg forskot á næsta keppanda. Í bekkpressunni lyfti hún 160kg og tók einnig gullið þar sem og íslandsmet. Þá kom að réttstöðulyftunni og lyfti hún þar 207,5 kg og þriðja gullið í höfn þar. Þetta gaf henni samanlagt 622,5kg og auðvitað gullið í flokknum.

Sóley hampar þar með heimsmeistaratitli stúlkna og má til gamans geta að hún var með hærra í samanlögðu en sigurvegarinn í aldursflokkinum fyrir ofan (19-23 ára)

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni innilega til hamingju með árangurinn!

Sóley með 4 gullpeninga um hálsinn. Frábær árangur!

Karl Anton hefur lokið keppni

Karl Anton Löve keppti í gær á HM unglinga sem fer fram í Regina, Kanada. Karl Anton keppir í -93kg flokki unglinga (19-23 ára). Karl er þaulvanur keppandi og mætti greinilega í góðum anda í mótið.

Í hnéybeygjunni lyfti hann 332,5kg, í bekkpressunni lyfti hann 220kg og í réttstöðulyftunni lyfti hann 277,5kg. Þetta gaf honum 830kg í samanlögðu og 6. sætið í hans flokki.

Karl Anton í hnébeygju! – Mynd úr safni

Kara hefur lokið keppni

Kara Gautadóttir keppti í gær á HM unglinga í kraftlyftingum sem fer fram í Regina, Kanada. Kara keppti í -57kg flokki unglinga. Í hnébeygjunni tókst henni því miður ekki að fá gilda lyftu en hún lét það ekki á sig fá og lyfti 80kg í bekkpressu og svo 142,5kg í réttstöðulyftu. Hún var grátlega nálægt bronsverðlaunum í réttstöðulyftunni en aðeins 2,5kg munaði á 4. og 3. sæti.

Kara að lyfta
Kara Gautadóttir. Mynd frá EPF

ÍM í réttstöðu – Úrslit

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fór fram í Fífunni Kópavogi í gær. Mótshaldari var Breiðablik.

38 keppendur mættu mættu til leiks og var stemningin góð í húsinu. Reynt var við íslandsmet og féllu 2 í gær en það voru María Guðsteinsdóttir og Aron Ingi Gautason sem tóku þau. Óskar KRAFT þeim til hamingju með árangurinn.

Stigahæsta liðið á mótinu var lið Breiðabliks.

Full úrslit má sjá hér: ÚRSLIT