Skip to content

Auðunn setti 4 ný íslandsmet

  • by

Auðunn Jónsson, Breiðablik, hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum. Hann keppti nu Í -120 kg flokki í fyrsta skipti og rétt missti af top-10  og lenti í 11.sæti með seríuna 365 – 260 – 337,5, samtals 962,5 kg.
Hnébeygjan, réttstaðan og samtalsárangur eru allt ný íslandsmet í opnum flokki -120. Bekkpressan er nýtt öldungamet.

Við óskum Auðunni til hamingju með árangurinn!