Skip to content

Auðunn lyftir á morgun

  • by

Evrópumótið í kraftlyftingum lýkur á morgun með keppni í þyngstu karlaflokkunum. Meðal keppenda í fjölmennum flokki -120 kg er Auðunn Jónsson.
Keppnin hefst kl. 9.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með á heimasíðu EPF. 
Margir sterkir keppendur eru skráðir til leiks og von á harðri baráttu og aldrei að vita nema menn reyni við áður óskráðar þyngdir.

Við óskum Auðuni góðs gengis!