Skip to content

Auðunn keppir á morgun

  • by

Auðunn Jónsson, Breiðablik, lyftir á EM á morgun. Hann keppir í +120,0 kg flokki á móti ekki lakari mönnum en t.d. Volodymyr Svistunov og Carl Yngvar Christensen. Auðunn er í góðu formi og reynslumeiri en flestir keppinautar sínir.
Auðunn lyfti 1008,0 kg í Íslandsmótinu í mars, þar með talið 360,5 kg í réttstöðu,  án sérstakrar uppkeyrslu. Hann mætir til leiks á morgun til að keppa um verðlaunasæti og bæta árangur sinn.

Keppnin hefst kl. 8.30 á laugardagsmorgun á íslenskum tíma. Búið er að auglýsa beina vefútsendingu hér: http://goodlift.info/live/onlineside.html og vonandi verður staðið við það í þetta skipti.

Við óskum Auðunni góðs gengis. Eins og sjá má á þessari mynd gengur undirbúningurinn vel 🙂

Tags:

Leave a Reply