Skip to content

Auðunn á Arnold Classic

  • by

Á morgun laugardaginn 5.mars keppir Auðunn Jónsson í ProDeadlift keppninni á  Arnold Sports Festival 2011.

Þetta mót er með stærstu íþróttasamkomum í Bandaríkjunum og þó víðar væri leitað, stórt í sniðum og glæsilegt að hætti heimamanna. Keppt er um vegleg verðlaun í mörgum greinum, en einungis fáum útvöldum er boðið að keppa í réttstöðukeppninni.  Hér má sjá lista yfir keppinauta Auðuns.  

Keppnin stendur yfir frá kl. 16.00 – 18.00 á staðartíma og hægt verður að fylgjast með keppninni á http://arnold.usapowerlifting.com/

Leave a Reply