Skip to content

Ársþing Kraftlyftingasamband Íslands.

Boðað hefur verið til 14. ársþings Kraftlyftingasambands Íslands sem haldið verður laugardaginn 9. mars 2024. Þingið fer fram í húsi ÍSÍ við Engjaveg 6 og hefst kl. 12.00

Málefni sem aðildarfélög eða sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu tilkynnt stjórn KRAFT minnst fjórum vikum fyrir þing eða eigi síðar en 10. febrúar. Um rétt til þingsetu er fjallað í 9.gr laga KRAFT. 

Dagskrá þingsins mun fylgja seinna fundarboði.